Húnavaka - 01.05.1988, Qupperneq 123
Hl'NAVAKA
121
mundar Jóhannssonar bónda í Saurbæ og Jónanna, kona Sigur-
björns Tryggvasonar, bónda á Grófargili.
4. Elísabet, seinni kona Sigurðar bónda í Selhaga o.v. Finnbogasonar
bónda á Kirkjuhóli hjá Víðimýri, Sigurðssonar. Elísabet missti
mann sinn þegar börn þeirra voru í bernsku og flutti hún með þau
fimm að tölu til Vesturheims aldamótaárið 1900 til Konráðs
bróður síns.
5. Konráð, fór til Ameríku 1887.
6. Oddný, mun hafa dáið ung.
7. Stefán, f. 21. október 1873, d. 25. desember 1921. Bóndi á Fjósum
1905-09 og í húsmennsku og vinnumennsku á ýmsum bæjum í
Bólstaðarhlíðarhreppi. Kvæntist ekki og hélt heimili með Þórunni
systur sinni eftir að Þorleifur mágur hans andaðist.
Frá hinu áttunda Kálfárdalssystkinanna, Þórunni Dýrborgu, verð-
ur bráðlega sagt.
Þorleifur Klemensson var vinsæll maður og vel gerður á flestan
máta. Segir svo í Æviskrám Búnaðarfélags Bólstaðarhlíðarhrepps:
„Þorleifur virtist hverjum manni vel þegar í uppvexti. Hann ólst upp í
föðurgarði við alla algenga vinnu, en engar sérstakar menntir fremur
en þá var títt. Þegar hann kom upp fór hann til sjóróðra á vetrum, og
er talið að hann hafi róið átta vertíðir við Drangey og nokkrar á
Suðurnesjum. Hann var mikill að vexti, hár og herðabreiður, mittis-
grannur, léttur í hreyfingum. Iþróttamaður að eðlisfari, afrenndur að
afli, en hægur í fasi og prúðmenni í allri framgöngu, ljúfur í lundu, og
manna góðviljaðastur. Eitt var það í fari hans, sem sumum þótti um
of, en gerði hann jafnframt hverjum manni vinsælli. Það var örlæti
hans. Hann mátti ekkert aumt sjá, né vita neinn í kröggum, svo að
hann leitaði ekki úrbóta, eða rétti fúslega fram hjálparhönd. Svo
skjótur var hann að hlaupa undir bagga og lána nauðleitarmönnum,
að hann gleymdi að gæta trygginga og sjá eigin hag borgið, og aldrei
gekk hann eftir sínu. Varð þetta honum til mikils eignatjóns.“ Þórunn
Dýrborg Eyjólfsdóttir var fædd 26. september 1870 í Kálfárdal, en dó
21. október 1942 á Brún. Hún hélt áfram nokkrum búskap eftir fráfall
manns síns, oftast í félagi við Stefán bróður sinn og stundum í hús-
mennsku, með Klemens son þeirra Þorleifs. Hafði hún jafnan fátt
búfé, en lét sér mjög annt um líðan þess og var einstakur dýravinur.
Þorleifi hafði eigi verið sýnt um fjáröflun, en Þórunn var hagsýn og
hafði vel fyrir sig að leggja. Dvaldi hún á nokkrum bæjum í úthluta