Húnavaka - 01.05.1988, Page 124
122
HUNAVAKA
Svartárdals þangað til þau mæðginin hófu búskap á hluta Bergsstaða
vorið 1922 og ári síðar festi Klemens kaup á jörðinni Brún. Fluttu þau
strax á jörðina og dvaldi Þórunn þar til æviloka, Síðustu 16 árin bjó
hún þar í félagi við Halldór Jóhannesson frá Móbergi í Langadal.
Enda dvaldi Klemens Þorleifsson þá löngum fjarri heimabyggð við
kennslu, sem varð atvinna hans. Segir svo í Æviskrám Búnaðarfélags
Bólstaðarhlíðarhrepps: „Þórunn var meðalkona vexti, dökkhærð með
ljósbrún augu, miklar augnabrúnir, góðleg og hýrleit, létt í hreyfing-
um. Glaðlyndi hennar var viðbrugðið og ást hennar á dýrunum ann-
áluð.“
Klemens Þorleifsson var fæddur í Kálfárdal 5. júlí 1896, en dó í
Reykjavík 1982. Hann ólst upp með móður sinni sem fyrr segir, en
dvaldi þó mikið i Bólstaðarhlíð á unglingsárum, hjá Guðmundi
föðurbróður sínum. Hann stundaði nám í Reykjavík og lauk þaðan
kennaraprófi 1922. Hann var mjög farsæll námsmaður, sem hlaut
góða menntun þrátt fyrir skamma skólagöngu og mikla vinnu með
námi af fjárhagsástæðum. Klemens var mjög bókhneigður maður og
víðlesinn. Hann stundaði barnakennslu í nokkrum skólahéruðum
nyrðra og syðra á árunum 1923-43, lengst í Brautarholti á Skeiðum
um 10 ára bil. Árið 1943 var Klemens fluttur til Reykjavíkur og gerðist
hann þá kennari við Laugarnesskólann. Kenndi hann við þann skóla
þangað til hann lét af störfum vegna aldurs. Klemens starfaði töluvert
að ungmennafélagsmálum og í samtökum kennara. Hann var ræðu-
maður góður og hafði mikinn áhuga á þjóðfélagsmálum. Var hann
nokkrum sinnum í framboði fyrir Sósíalistaflokkinn við alþingiskosn-
ingar. Klemens kvæntist 15. maí 1943 Guðríði Árnýju Þórarinsdóttur
húsasmiðs i Borgarnesi, Ólafssonar, og k.h. Jónínu Kristínar Jónas-
dóttur. Eignuðust þau tvö börn: Þórunni hagfræðing og Þórarinn
viðskiptafræðing. Klemens eignaðist eina dóttur áður en hann giftist,
með Herdísi Sigfúsdóttur bónda á Eiríksstöðum, Eyjólfssonar og k.h.
Kristvinu Kristvinsdóttur, Ólöfu Ingu, skrifstofumann í Reykjavík.
Guðmundur Klemensson tók við búi í Bólstaðarhlíð árið 1883, sem
fyrr segir, og kvæntist þann 20. október um haustið Ingiríði Erlends-
dóttur f. 23. október 1859 í Tungunesi , d. í Bólstaðarhlíð 24. febrúar
1934, bónda og félagsmálafrömuðar í Tungunesi, Pálmasonar og fyrri
k.h. Elísabetar Þorleifsdóttur bónda og hreppstjóra í Stóradal, Þor-
kelssonar. Guðmundur fæddist í Bólstaðarhlíð 5. október 1847 og
dvaldi þar alla sína ævi til andláts 15. júlí 1931, utan þrjár vertíðir sem