Húnavaka - 01.05.1988, Page 127
HUNAVAKA
125
vísað til viðtals við Klemens í Húnavöku 1980 og minningargrein um
hann í árgangi 1987.
Þar sem Svartá sveigir til vesturs sunnan Bólstaðarhlíðar og fellur
síðan í Blöndu norðan Hólahorns syðst í Æsustaðaskriðum, hafa
menn talið hið forna Ævarsskarð liggja. Landnáma er þó næsta fáorð,
og hafa sumir túlkað orð hennar á nokkuð annan veg, en þar sé bústað
Ævars hins gamla að finna. Fleiri munu þó hallast að þeirri kenningu
að þar hafi staðið landnámssetur. Árnar, Svartá og Blanda, hafa borist
þarna um flatlendið á umliðnum öldum og farvegur þeirra ætíð verið
breytingum háður. En fjöllin standa stöðug og halda vörð um skarðið,
sem tákn hins óumbreytanlega í forgengilegum heimi. Því fer svo
flestum, sem uppruna sinn eiga á þessum slóðum, að þeim hlýnar um
hjartarætur þegar skarðið nálgast eftir langan aðskilnað. Allar sveitir
eiga „Hlíðina sína fríðu“ þó með mismunandi hætti sé, og norðlensk
dalabyggð á sína töfra, glati maðurinn ekki þeim hugblæ, sem öðrum
lífsgildum reynist dýrmætari.
* *
ÞÚ HEFUR LYKTINA STRYMPA
Á næstliðinni öld var prestur sá að Grímstungum er Einar hét. Hann var í mörgu
hjákátlegur og sérlundaður svo að sögur hafa af farið. Síra Einar hélt sjálfan sig
manna best, en kvaldi bæði konu og börn. Hann eldaði jafnan sjálfur hátíðamat og
mátti þar enginn annar nærri koma. Kona hans hét Ingibjörg og kallaði hann hana
Strympu, og er hann var að borða sagði hann: „Þú hefur lyktina Strympa.“ — Þegar
kirkjufólkið var að koma var Einar að bera smér og ket út um hlað og sagði: „Þetta
hefur presturinn í Grímstungum, en hvað hafið þið, aumingjarnir ykkar?“
Einhverju sinni var á páskadagsmorguninn margt fólk komið til kirkju, en séra
Einar var inni í eldhúsi að sjóða graut og gaf sig ekki að kirkjuferð. Þá gekk með-
hjálparinn, Ólafur frá Haukagili, inn til hans og sagði að allt kirkjufólkið væri komið.
,Jæja,“ sagði Einar, „far þú Láfi, ég kem.“ Sonur hans hét Ólafur, þann kallaði hann
Drellir Strympuson.
Þjóðsögur Jóns Árnasonar.