Húnavaka - 01.05.1988, Page 139
HUNAVAKA
137
á Skagaströnd er til á Þjóðskjalasafni Islands.1 Upplýsingar úr þeim
geta sagt mikla sögu af lífi bænda í Húnavatnssýslu á síðustu öld.
Hver bóndi hafði sinn reikning í viðskiptamannabókinni, sem var
skipt í tvo dálka. I annan dálkinn var fært hvaða vörur voru lagðar inn
í verslunina, magn þeirra og verð. Úttektir voru færðar í hinn dálkinn
á sama hátt. Skuld bændanna í ársbyrjun og árslok var samvisku-
samlega færð í bækurnar.
Árlega fylltu þessir reikningar þrjár bækur, milli 100 og 300 blað-
síður hjá Jacobsen kaupmanni. Bændunum var raðað í stafrófsröð í
bækurnar þannig að í fyrstu bók komu nöfn sem byrjuðu á A til H (K
var skrifað með C svo allir Kristjánar t.d. eru í henni), í annarri bók J
og þriðju L til ö. Aðeins fyrsta bók er til fyrir öll árin 1847-1855 og
voru því athugaðir bændur úr henni.
Viðskiptamannabækur eru áreiðanlegar heimildir um verslun
bænda og kaupmanna. Hlutaðeigendur hafa gætt þess vel að þær
væru rétt færðar og var innsigli sýslumanns Húnavatnssýslu, til lög-
gildingar bókunum, enn á þeim bókum sem notaðar voru.
Búnaðarskýrslur nefnast skrár sem hreppstjórum var gert að taka
saman um búskap í hverjum hreppi landsins á tímabilinu. I þeim
kemur fram nafn bónda og bæjar, dýrleiki jarðarinnar og fjöldi fólks í
heimili. Tiltölulega nákvæmar upplýsingar eru þar um bústofninn,
nautgripi, sauðfé og hross. Sauðfénu er t.d. skipt í mylkar ær, sauði,
veturgamalt fé og unglömb. Einnig er getið um bátaeign, þúfnaslétt-
un, garðahleðslu, garðrækt og skurðgröft. Búnaðarskýrslurnar gefa
góða mynd af búnaði hvers bónda. Ekki er við því að búast að þær séu
kórréttar í öllum atriðum en á móti kemur að ólíklegt er að bændur
hafi komist upp með einhverjar stórlygar frammi fyrir hreppstjóran-
um árum saman.
Búnaðarskýrslurnar skáru úr um hvort bændur töldust fátækir,
meðalbændur eða ríkir þegar ákveðið var hverjir skyldu athugaðir. Á
þeim hvíla að mestu allar áætlanir um framleiðslu búanna. Á Þjóð-
skjalasafninu eru til búnaðarskýrslur fyrir alla hreppa Húnavatnssýslu
árin 1847-1855.2
Til þess að nálgast heimilin frekar, sem töldu fram búfé og versluðu
við kaupmann, voru notuð manntöl presta í sýslunni. Þau voru gerð á
fimm ára fresti um miðja 19. öld.3