Húnavaka - 01.05.1988, Page 143
HUNAVAKA
141
Glsli Magnússon var annar fátækur hjáleigubóndi á Skagaströnd,
þó ögn betur stæður en sá fyrri. Kurfur hét býlið og var virt á 10
hundruð, kýrnar voru oftast tvær en ærnar aðeins 11. Að auki átti
hann sexæring á árunum 1850-52 og hefur líklega róið á bátum ná-
grannabænda sinna þess utan. f heimili voru, auk bónda, Halldóra
Guðmundsdóttir húsfreyja á bænum og fjögur börn. Gísli skipti við
Jacobsen allt timabilið en sveiflur voru miklar. Innleggið var allt frá
því að vera fáeinir rbd. upp i 60 og úttektirnar breyttust álíka frá ári til
árs. Skuldin var jafnan rúmir 20 rbd.
Athyglisvert er að þrátt fyrir fátækt voru tökubörn á báðum þessum
bæjum 1855 samkvæmt manntali. Fátæktin var þó ekki svo mikil að
búin þyldu ekki fleiri börn í hópinn.
Þriðji hjáleigubóndinn var Krákur Jónsson i Steinárgerði i Ból-
staðarhlíðarhreppi. Þetta var 10 hundraða jörð og á henni bjó Krákur
með tvær kýr og um 34 ær. Hann telst nokkurn veginn mitt á milli þess
að vera fátækur og meðalbóndi. f heimili voru að auki Helga Þórðar-
dóttir eiginkona Kráks, tvær dætur þeirra, tökubarn og eitt eða tvö
vinnuhjú. Krákur átti viðskipti við Jacobsensverslun árin 1847-1850.
Bæði innlegg og úttekt voru að jafnaði um 50 ríkisbankadalir, hann
gerði upp skuldina hjá kaupmanni á kauptíð 1850 og hefur snúið sér
annað með viðskiptin.
Guðmundur Guðmundsson bóndi á Móbergi í Langadal var með
búskap sem var nálægt meðalbúskapnum í sýslunni. Móberg var
metið á 30 hundruð og voru jafnan fjórar kýr á búinu og um 50 ær.
Guðmundur verslaði við Jacobsen allt tímabilið 1847-1855. Innleggið
óx úr um 30 rbd. 1847 í 100-200 rbd. siðustu árin. Úttektir voru
svipaðar og skuldin oft 20-30 rbd. Húsfreyjan hét Þuríður Jónsdóttir
og átti hún þrjú börn með bónda sínum, eitt barnabarn var á bænum,
tökubarn, niðursetningur, vinnumaður og vinnukona með dóttur
sína, sem var titluð vinnukona þegar síðasta manntalið var tekið.
Benóní Jósepsson byggði hjáleiguna Beinakeldu i Þingeyrasókn.
Það var 10 hundraða jörð og á henni rak Benóni meðalbú, kýrnar voru
þrjár og ærnar um 57 á timabilinu. Benóní skipti við Jacobsensverslun
öll árin 1847-1855. Lagði jafnan inn vörur fyrir um 110 rbd., tók ívið
meira út og var skuldin um 40 rbd. Ingiríður Árnadóttir hét eiginkona
Benónís, þau áttu tvö og þrjú börn, höfðu tvo vinnumenn og jafn
margar vinnukonur.
Guðmundur Arnljótsson bóndi og hreppstjóri á Guðlaugsstöðum i