Húnavaka - 01.05.1988, Page 144
142
HUNAVAKA
Blöndudal var með búskap, sem var meiri en almennt tíðkaðist í
sýslunni og hér verður hann talinn ríkur bóndi. Guðlaugsstaðir voru
metnir á 30 hundruð og voru að jafnaði sex kýr á bænum en ærnar
124. Einnig átti Guðmundur sauði sem töldu hálft annað hundrað. Af
hinum bændunum voru ekki aðrir með sauði en þeir Guðmundur á
Móbergi og Benóní á Beinakeldu, sem höfðu um 20. Guðmundur
Arnljótsson verslaði við Jacobsen Skagastrandarkaupmann allt tíma-
bilið. Innleggið var virt á 200-500 rbd. og voru úttektir svipaðar. Ýmist
var hann í nokkurra ríkisbankadala skuld eða átti um og yfir 100 inni.
Eiginkona Guðmundar hét Elín Arnljótsdóttir og áttu þau átta börn
saman. Sonur bónda bjó einnig á bænum fyrstu árin og foreldrar
húsfreyju þau síðustu. Vinnuhjú voru tvö til fjögur, matvinnungur og
niðursetningur.
6. Verslunarvörur
Vörurnar sem þessir bændur lögðu inn hjá Jacobsen kaupmanni
voru fyrst og fremst sauðfjárafurðir. Ull var mikilvægust og tólg kom
næst henni. Hjá fimm þeirra námu þær samtals 75-96% af verðmæti
innleggsins. Peningar og greiðslur frá öðrum bændum inn á reikn-
inginn, sem í töflu 1 eru í 3. dálki, voru mikilvægastar fyrir fátækustu
bændurna og þann ríkasta en skiptu hina ekki máli. Aðrar vörur á
borð við prjónles, gærur, lifandi búfé, lambsskinn, kerti og álftafjaðrir
skiptu litlu máli. Skýringin á mikilvægi 4. flokks fyrir Guðmund á
Móbergi er að hann lagði inn kjöt nokkrum sinnum.
Tafla 1.
Innlegg sex húnvetnskra bænda, meðaltöl 1847-1855.
Hundraðshlutar.
1. Ull 2. Tólg 3. Peningar 4. Annað
Guðmundur, Kollugerði . 71 12 14 3
Gísli, Kurfi . 20 11 19 50
Krákur, Steinárgerði . 68 28 4 0
Guðmundur, Móbergi . 52 23 2 23
Benóní, Beinakeldu . 76 19 1 4
Guðmundur, Guðlaugsstöðum .. . 50 27 15 8
Heimild: Þjóðskjalasafn íslands, hagsögudeild, II. 10. a., Jacobsensverslun á Skaga-
strönd, 1. 1847-1855.