Húnavaka - 01.05.1988, Síða 145
HUNAVAKA
143
Gísli í Kurfi er svo undantekningin frá reglunni. Hann var jafnan á
Skagaströnd á kauptið í júní og júlí og vann við verslunina hjá
Knudsen faktor hennar. Stundum voru þau Lilja og Ferdinand, börn
hans um tvítugt, með honum í þessum vinnuferðum. Gísli ferðaðist
líka með Knudsen á bát sínum til ýmissa staða við Húnaflóa, svo sem
á Strandir og til Þingeyra og fékk greitt fyrir. Gísli virðist líka hafa selt
Knudsen vörur til heimilisins, t.d. rjúpur, smjör og veturgamlar
kindur. Allt er þetta sett í 4. flokk í töflunni. Að auki var megin hluti
þess sem fer í 2. flokk i töflunni hjá Gisla lýsi en ekki tólg.
Að öðru leyti var uppistaðan i innleggi bændanna ull og tólg og er
munur ekki umtalsverður á þeim riku og fátæku. En hvað tóku
bændurnir út?
Það var ýmislegt á boðstólum hjá Jacobsen kaupmanni. Rúgur,
bankabygg, baunir, sykur, rúsínur, kaffi, brennivin, tóbak, járnvörur,
silkiklútar, bollapör og stórtré. Er þá flest ótalið. Bændurnir tóku út
meginið af innflutningi ársins í kauptíðinni á sumrin en þeir komu lika
oft í verslunina þess utan bæði vetur og vor. Stundum til þess að kaupa
skeifur eða tunnur en ávallt var eitthvað tekið af mjölvöru, kaffi og
sykri. 1 töflu 2 gefur að líta hver hlutföllin voru milli vöruflokka í
úttektum bændanna sex á tímabilinu.
Athyglisverðast er hvað kaup á kornvöru var stór hluti af því sem
bændur fengu úr kaupstað. Kornvörur voru jafnan rúmur helmingur
af þvi. Þegar önnur matvara bætist við nema kaup á mat um tveimur
Tafla 2.
Uttektir sex húnvetnskra bænda, meðaltöl 1847-1855.
Hundraðshlutar.
1. Korn 2. Annar matur 3. Afengi, tóbak 4. Iðnaðar- vara 5. Peningar
Guðmundur, Kollugerði . 56 17 11 14 1
Gísli, Kurfi 50 18 13 13 6
Krákur, Steinárgerði 52 19 12 14 3
Guðmundur, Móbergi 55 11 6 14 14
Benóní, Beinakeldu 39 18 14 16 14
Guðmundur, Guðl.sst. ... 28 14 4 20 34
Heimild: Sama og við töflu 1.