Húnavaka - 01.05.1988, Page 148
146
HUNAVAKA
8. Innflutningur á mat
Hér vaknar sú spurning hvort kaupin á matvöru í versluninni hafi
skipt sköpum, eða seldu bændurnir jafn mikinn eða meiri mat úr
landi? Með því að byggja á þeirri áætlun sem var gerð um fram-
leiðslumagn búanna, sem var gert áður en það var reiknað til verðs, og
reikna síðan út hve margar hitaeiningar bændurnir framleiddu mátti
fá hugmynd um þetta. 1 viðskiptamannabókunum voru upplýsingar
um magn bæði útflutts og innflutts matar.
Allir keyptu bændurnir meiri mat frá útlöndum en þeir seldu.
Matarinnflutningurinn nam að meðaltali á tímabilinu 12-17% af
matarframleiðslunni mælt í hitaeiningum. Tveir bændur fylgja þó
ekki hinum i þessu og eru það enn og aftur þeir nafnar í Kollugerði og
á Guðlaugsstöðum, eins og sjá má í töflu 4. Sá fátæki flytur hlutfalls-
lega inn talsvert meira en aðrir en munurinn á inn- og útflutningi er
lítill hjá þeim ríka. Fátæklingar þurftu á innfluttum mat að halda.
Einnig kemur fram að um einn fimmti af þeim matvælum, sem búin
höfðu til ráðstöfunar eftir að viðskiptin höfðu farið fram, voru innflutt.
Þetta var enn meira hjá fátæka bóndanum, sem hafði ekki sjósókn, eða
þriðjungur.
Tafla 4.
Verslun sex húnvetnskra bænda með hitaeiningar,
meðaltöl 1847-1855.
He. keyptar umfram He. keyptar
seldar sem % sem % af
af framleiðslu notkun
Guðmundur, Kollugerði ................ 38 33
Gísli, Kurfi ......................... 14 16
Krákur, Steinárgerði ................. 14 21
Guðmundur, Móbergi ................... 12 20
Benóní, Beinakeldu ................... 17 22
Guðmundur, Guðlaugsstöðum ... 2 20
Heimild: Þorlákur A. Jónsson: Bændaverslun í Húnav'atnssýslu 1847-1855. BA-rit-
gerð í sagnfræði, 1987, á Háskólabókasafni, 40-42, 53.