Húnavaka - 01.05.1988, Side 149
HUNAVAKA
147
Það má ljóst vera að innfluttur matur var umtalsverður hluti af
daglegu fæði sveitafólks í Húnavatnssýslu um miðja síðustu öld. Var
þetta ástæðan fyrir fólksfjölguninni í sveitum landsins um sama leyti?
Tryggði þessi innflutningur afkomu fátækra? Spurningar vakna eftir
því sem lengra er haldið en hér verður látið staðar numið.
9. Samantekt
Húnvetnskir bændur áttu mikilvæg viðskipti við Jacobsen kaup-
mann um miðja síðustu öld. Þeir seldu sauðfjárafurðir og keyptu
afurðir erlendra iðnfyrirtækja, brugghúsa og bænda fyrir þær. Flestir
skulduðu þeir kaupmanni eitthvað en það kom ekki í veg fyrir frekari
viðskipti að því best verður séð. Vöruskiptin hafa verið þýðingarmest
fyrir þá bændur sem bjuggu á rýrasta landinu og höfðu minnsta
bústofninn. Ríkir bændur versluðu líka mikið og fyrir margfaldar
fjárhæðir á við fátæklingana. Meðalbændur létu sig ekki vanta en
hlutfallslega voru viðskiptin ekki eins mikilvæg þeim og bændunum
sem byggðu höfuðbólin og kotin.
TILVlSANIR
1. Þjóðskjalasafn fslands, hagsögudeild, II. 10. a., Jacobsensverzlun á Skagaströnd.
2. Þjóðskjalasafn lslands, Hún. XXII. 2. Búnaðarskýrslur 1847-1855.
3. Þjóðskjalasafn fslands, lestrarsalur, manntöl! Húnavatns- og Skagafjarðarsýslum
1845, 1850, 1855.
4. Sigurður Hansen: „Búnaðarástand á fslandi á fardögum 1853“, Skýrslur um
landshagi á fslandi 1, (Kh. 1858), 60.
5. Sbr. Sigfús Haukur Andrésson: „Þegar Höfðakaupstaður var eini verzlunarstaður
Húnavatnssýslu.“ Húnaþing 1, (Ak. 1975), 503-4.
6. Björn Bjarnason: Brandsstaðaannáll, (Húnavatnsþing I), (Rv. 1941), 167, 188.
7. Sigurður Hansen: „Um verðlagsskrár á fslandi árin 1818 til 1856“, Skýrslur um
landshagi á fslandi 1, (Kh. 1858), 262.
8. Sbr. Ný jarðabók, 2. útg., (Rv. 1981), 90-95.
9. Sbr. Þorkell Jóhannesson: „Alþingi og atvinnumálin. Landbúnaður og útvegs-
mál. Höfuðþaettir." Saga Alþingis 4, (Rv. 1948), 185, 194.
10. Tryggvi Gunnarsson: „Nokkrar greinar um sveitabúskap.“ Ný félagsrit 24 (1864),
32, 39-52, 76.
11. Bragi Guðmundsson og Gunnar Karlsson: Uppruni nútímans. fslandssaga frá
öndverðri 19. öld til síðari hluta 20. aldar. Bráðabirgðaútgáfa, (Rv. 1986), 58.