Húnavaka - 01.05.1988, Page 179
HUNAVAKA
177
tók hálfan mánuð. Þar tók Zophonías svo ökuprófið. Prófdómari var
Egill Vilhjálmsson. Zophonías hlaut ökuskírteini númer eitt, gefið út
af embætti sýslumannsins í Húnavatnssýslu. Heim hélt Zophonías svo
um Borgarnes, Borgarfjörð og Holtavörðuheiði og gekk mest af leið-
inni og var rétt mátulega kominn heim til þess að fara áðurnefnda ferð
13. apríl 1927.
Næsta ár, 1928, keypti Zophonías sína fyrstu bifreið og varð bif-
reiðaakstur lifibrauð hans upp frá því. Þetta sama ár, þann 23. des-
ember, gekk Zophonias að eiga Guðrúnu Einarsdóttur frá Blöndu-
bakka. Þau stofnuðu heimili þar sem nú er Aðalgata 3 á Blönduósi og
bjuggu þar í nær 60 ár. Börn þeirra á lífi eru: Zophonías, búsettur á
Blönduósi, kvæntur Grétu Arelíusdóttur, Guðrún Sigríður, búsett á
Eiðum, gift undirrituðum og Kolbrún, búsett á Blönduósi, gift Guð-
jóni Ragnarssyni. Auk þess ólst upp hjá þeim um árabil Sigurlaug
Ásgrímsdóttir frá Ásbrekku í Vatnsdal. Zophonías og Guðrún byrjuðu
búskap af litlum efnum, en með bjartsýni til hins nýja íslands, sem gaf
fyrirheit um betri tima. En samt var erfitt að stofna til heimilis og
hefja bilarekstur um 1930. Um allar aldir hafði „þarfasti þjónninn“
haldið uppi samgöngum á Islandi yfir vegleysur og óbrúaðar ár. Vegir
fyrir bíla þekktust því vart úti á landsbyggðinni og þjónusta var þá
lítil. Zophonias varð þvi að gera meira en að aka, hann varð sjálfur að
gera við, ef eitthvað bilaði og stundum að búa til varahluti með góðra
manna aðstoð.
Síðan skall kreppan á. Peningar hurfu þá úr daglegum viðskiptum.
Þegar þá var komið sögu, hafði Zophonías tekið að sér áætlunarferðir
inn í Vatnsdal, en vegur hafði verið ruddur inn dalinn vestanverðan.
Bændur höfðu ekki beinharða peninga í kreppunni og gátu frekar
borgað með afurðum. Um það leyti tóku Zophonías og Guðrún það til
bragðs að koma sér upp dálitlu kúabúi. Jafnhliða tóku þau að sér
afgreiðslu fyrir Olíuverslun íslands, sem þau önnuðust í 35 ár, frá
1929-1964. Þá sáu þau í árabil um þjónustu fyrir Bifreiðastöð Akur-
eyrar, en það fyrirtæki hélt uppi áætlunarferðum milli Akureyrar og
Reykjavikur. Einnig ráku þau lengi litla verslun á bakka Blöndu í
sambandi við bensínafgreiðsluna. Þessi umsvif jukust svo til muna
eftir að Island var hernumið í heimsstyrjöldinni síðari og Islendingar
urðu fyrir áhrifum frá þeim darraðardansi.
Það var því löngum á þessum árum í mörg horn að líta á heimili
þeirra hjóna og urðu þau og börn þeirra, er þar ólust upp, að veita
12