Húnavaka - 01.05.1988, Side 182
180
HUNAVAKA
þeim daglegu störfum, er til féllu, jafnt til sjós og lands eftir árstíðum
og mun snemma hafa verið vel liðtækur.
Þegar Sigurður var að vaxa úr grasi, mun faðir hans hafa haldið úti
báti flest haust og stundum á vorin líka ef fiskur gekk á grunnslóð. Það
fannst mér, er við Sigurður ræddum saman um þessa hluti nú á síðari
árum, að ekki hefði hann haft minni ánægju af sjósókn en af bústörf-
um. Bátskel átti hann alla tið og aflaði sér fiskjar fram á seinni ár.
Er Sigurður var kominn um tvítugt, hleypti hann heimdraganum
og fór til náms í Búnaðarskólann að Hvanneyri, til Halldórs Vil-
hjálmssonar, er þá var skólastjóri. Ekki er nokkur vafi á að skólavistin
hafði mikil áhrif á Sigurð og mun hafa mótað skoðanir hans og
lífsviðhorf verulega. Gætti þar hvað mest áhrifa frá skólastjóranum,
sem hann virti og dáði alla tíð. Honum reyndist námið auðvelt og lauk
því með góðri einkunn á tveim vetrum.
Að loknu námi fór Sigurður heim aftur og vann að búi foreldra
sinna auk þess sem hann kom sér upp nokkru af skepnum sjálfur.
Síðar, er yngri bræður hans uxu úr grasi, sinnti hann meira störfum
utan heimilis, var þá meðal annars við verslunarstörf á Skagaströnd og
barnafræðslu í Skagahreppi.
Leiðir okkar Sigurðar lágu fyrst saman er ég kom í skóla til hans, þá
tíu ára gamall. Eitt atvik er mér sérstaklega minnisstætt frá þeim tíma,
sem átti sér stað skömmu eftir að ég kom í skólann, og ef til vill hefur
orðið upphaf eða orsakavaldur þess að við drógumst frekar hvor að
öðrum, en hefði vafalaust alveg eins getað leitt til hins gagnstæða.
Þetta, í sjálfu sér ómerkilega atvik, var þannig að yfir stóð reiknitími
og var þetta á laugardegi. Þegar kom fram í miðjan tímann hafði ég
lokið við reikniaðferð og þurfti að taka til við nýja. Eitthvert lesmál
var henni til skýringar en ekki áttaði ég mig á hinni nýju aðferð þótt ég
læsi skýringarnar svo ég loka bókinni og hefst ekki að nema hvað ég
tala eitthvað við sessunaut minn. Svona sit ég drykklanga stund, þar
til Sigurður stendur allt í einu fyrir aftan mig og segir: „Það er
fjórðungurinn eftir af tímanum. Hvers vegna ertu búinn að loka
bókinni?“ Þetta kom mér á óvart og eitthvert hik kom á mig. Allt í
einu skynjaði ég að þetta hefði ég ekki átt að gera. Fannst líka á svip
hans að ekki myndi hann vel ánægður svo alvörugefinn sem hann var.
Ég var búinn að hugsa með mér að nota helgina til að átta mig á
reikningsaðferðinni eða fá einhvern heima til að leiðbeina mér. Eftir
andartaks þögn geri ég Sigurði grein fyrir þessu i fyllstu einlægni. Eg