Húnavaka - 01.05.1988, Page 183
H U N A V A K A
181
sá strax að létti yfir svip hans og hann sagði: „Gott er nú að bjarga sér
sjálfur, en ég á nú að heita kennarinn þinn og það áttu að muna hér
eftir og notfæra þér, ef ég veit þá betur.“ Ekki skildi ég orð Sigurðar til
hlítar þá en ég hef oft hugsað um það síðan að þetta atvik og viðbrögð
hans lýsa honum betur en langt mál. Hann kunni því betur að aðrir
þyrftu ekki að ganga i hans verk og gerði þá kröfu til annarra að þeir
stæðu við sinn hlut. Aldrei miklaðist hann af þekkingu sinni en ætl-
aðist til að orð sín væru tekin til greina þegar hann taldi sig vita það
rétta.
Þegar faðir Sigurðar lést, tók hann við forsjá heimilisins ásamt
móður sinni þar til hún brá búi en eftir það var hann oftast einn eða
hafði ráðskonur.
Það kom eins og af sjálfu sér að Sigurður valdist til að hafa með
höndum forsjá ýmissa mála fyrir sveit sína. Má þar nefna að hann var
hreppstjóri í um 40 ár, í hreppsnefnd yfir 20 ár, þar af oddviti í 16 ár,
sat í skattanefnd og sóknarnefnd um langt árabil. Auk þessa var hann
frumkvöðull að stofnun Búnaðarfélags Skagahrepps og formaður þess
frá upphafi þar til hann baðst undan endurkjöri eftir 23 ára for-
mennsku, þá kominn á efri ár. Síðar var hann kjörinn heiðursfélagi
þess.
Öll störf sem Sigurður tók að sér fyrir samfélagið leysti hann af
hendi af reglusemi og trúmennsku og lagði verulega hart að sér til að
tímamörk öll stæðust um skil á reikningum, skattgögnum og öðru því,
er um hendur hans fór, og þótti illt mjög ef útaf bar.
Eftir að Sigurður tók við forsjá heimilisins ólst upp hjá þeim
mæðginum, til fullorðins ára, systursonur hans, Björn Arason. Bar
Sigurður jafnan hlýjan hug til þessa frænda síns og mun það hafa
verið gagnkvæmt, en Björn fluttist á annað landshorn svo samfundir
þeirra urðu strjálir er frá leið.
Sigurður átti auðvelt með að ná til krakka og fá þau til viðræðna við
sig. Mörg sumur voru á vist með honum systkinabörn hans en einkum
minnist ég systurdóttur hans, er dvaldi hjá honum nokkur sumur og
var honum kær. Síðar mun hann hafa styrkt þessa stúlku til náms í
kvennaskóla. Hygg ég að öll þau börn, er hjá Sigurði dvöldu, hafi
borið góðan hug til frænda síns og talið sig hafa notið giftudrjúgrar
leiðsagnar frá hans hendi. En eins og gengur í mannlífinu þá uxu
þessir sumardvalargestir upp og hættu að koma í sveitina. Við tók
amstur lífsins í fjarlægu byggðarlagi og leið þá stundum langt milli