Húnavaka - 01.05.1988, Page 193
H U N A V A K A
191
mönnum það stundum misvel en Ágúst skemmti sér og mörgum
öðrum með orðaleikjum sínum.
Liklega má telja að Ágúst á Hofi sé sá bóndi landsins, sem kynntist
stærstum hópi bændafólks á því áratuga skeiði, sem hann ferðaðist um
landið þvert og endilangt á svokölluðum mæðiveikiárum. Undrunar-
vert er að ólærðum bónda skyldi vera trúað fyrir því, af þekktum
læknum, að vera trúnaðarmaður hins opinbera við að dæma um
útbreiðslu sauðfjársjúkdómanna. Ungur að árum tileinkaði Ágúst sér
dýralækningar, sem leikmaður og varð um árabil hjálparhella sveit-
unga sinna í þvi efni. Af ferðalögum sínum varð Ágúst landskunnur og
mörgum eftirminnilegur. Allt til þessa dags spyr eldra fólk, víðs vegar
að, eftir Ágústi á Hofi. Af ferðalögum varð hann mjög fróður um
menn og málefni. Nýttist þá vel sá hæfileiki hans að skoða viðbrögð
viðmælanda og hafði hann af því mikla ánægju.
Einn var sá þáttur í skaphöfn Ágústs á Hofi, sem var öðrum flestum
stærri, en það var hversu hann unni alla tíð heiða- og afréttalöndum
sveitar sinnar og öllum þeim störfum, sem notum þeirra eru tengd.
Hann fór ungur að árum í göngur með föður sínum, tók síðar við
gangnastjórn og var gangnastjóri um áratuga skeið. Talaði hann um
heiðalöndin og smölun sauðfjár af meiri tilfinningu en flestir aðrir og
þekkti þau gerla. Sést það vel í þætti hans í Göngum og réttum, 2.
bindi, sem út kom árið 1949.
Fleira er til í rituðu máli frá hendi Ágústs. Árið 1970 kom út bókin
„Ágúst á Hofi leysir frá skjóðunni“ og ári seinna bókin „Ágúst á Hofi
lætur flest flakka“. Báðar munu bækur þessar verða taldar gagn-
merkar fyrir heimilda sakir og því meira, sem lengra líður frá.
1 fyrsta lagi lýsa bækurnar sögumanninum sjálfum og hugðarefnum
hans. f öðru lagi lýsa þær mannlífinu í Vatnsdal á fyrri hluta 20.
aldarinnar. f þriðja lagi eru þær merkar pólitískar heimildir þó eink-
um um sögu Bændaflokksins. f fjórða lagi er svo, í síðari bókinni, sögð
saga mæðiveikinnar án talna, af manni sem þreifaði á gangi veikinnar
vítt og breitt um landið og skynjaði viðbrögð fjáreigenda við þeim
óhugnaði sem fylgdi því að eiga dauðadæmdan bústofn.
Sjá má af framansögðu að Ágúst á Hofi var langdvölum frá heimili
sínu og búrekstri. En hann bjó þar ekki einn. Þann 9. júní 1922, á
þritugasta afmælisdegi sínum, kvæntist hann Ingunni Hallgríms-
dóttur bónda í Hvammi Hallgrímssonar. Var hún traustur persónu-