Húnavaka - 01.05.1988, Page 196
194
HUNAVAKA
urssonar, sem bjuggu um langt skeið á Gunnsteinsstöðum í Langadal.
Var Gunnsteinsstaðaheimilið á þeim tíma öðrum heimilum fremur
hinn félagslegi vettvangur Bólhlíðinga fyrst og fremst og líka fjöl-
margra annarra samverkamanna bóndans á Gunnsteinsstöðum. Skal
vísað þar um til greinar Gríms Gíslasonar í Húnavöku 1986, Aldar-
minning Hafsteins Péturssonar. Sagt er að lengi búi að fyrstu gerð,
enda fylgdi félagsmálaáhuginn Pétri Hafsteinssyni alla ævi.
Pétur ólst upp á Gunnsteinsstöðum. Á þeim stað dvaldi hann allan
sinn aldur utan tvo námsvetur í Samvinnuskólanum, þegar hann var
um tvítugt. Pétur staðfesti ráð sitt á heimaslóðum, og á sínum fyrstu
búskaparárum endurbyggði hann gamalt býli, Hólabæ, húsaveg frá
bæ heimajarðarinnar. Bjó hann þar góðu búi með fjölskyldu sinni frá
árinu 1954. Síðustu 12 árin bjuggu þau Hólabæjarhjónin í félagi við
Pétur son sinn og höfðu þá fest kaup á mestum hluta Gunnsteins-
staðaeignarinnar. Á yngri árum mun nokkuð hafa hvarflað að Pétri að
hasla sér völl annars staðar en í bóndastarfi, að loknu farsælu skóla-
námi, og átt þess kost að velja sér annan starfsvettvang. Hann hvarf þó
heim í sveitina sína, og mun ekki hafa iðrast þeirrar ráðabreytni þótt
áhugamál af ýmsum toga kæmu til sögu og krefðust síns hluta af
starfsorku hans. En Pétur undi hag sínum vel við búskapinn og enginn
gekk í grafgötur með það að íslensku sveitalífi og sveitamenningu unni
hann af heilum huga og vildi veg bændastéttarinnar sem mestan.
Pétur Hafsteinsson gekk í Ungmennafélag Bólstaðarhlíðarhrepps á
æskuárum. Varð hann strax meðal hinna virkustu félaga og félags-
maður til æviloka. Hann var formaður félagsins um árabil, um það
leyti sem félagsheimilið Húnaver var í byggingu. Átti Pétur mikinn
þátt í að þoka þeirri framkvæmd áleiðis, meðal annars með skipu-
lagningu á sjálfboðavinnu sveitarbúa, sem félagið hafði umsjón með.
Síðar var Pétur framkvæmdastjóri Húnavers um nokkurra ára skeið
og starfaði mikið að rekstri hússins. Formaður Búnaðarfélags Ból-
staðarhlíðarhrepps var Pétur í tvo áratugi og meðal hinna atkvæða-
meiri bænda í félagslegu starfi bændasamtakanna í héraðinu. í mörg
ár átti hann sæti í stjórn Kaupfélags Húnvetninga, ákveðinn sam-
vinnumaður og setti svip á fundi samvinnufélaganna. Hann var
málafylgjumaður talsverður, en kunni vel að stilla skap sitt og kaus
jafnan að leita samkomulags við úrlausn mála. Árið 1979 var Pétur
kosinn formaður Veiði- og fiskiræktarfélagsins Blöndu og gegndi því
trúnaðarstarfi til æviloka. Mun ekki ofmælt að starfsemi þess félags