Húnavaka - 01.05.1988, Page 202
200
HUNAVAKA
þinghá á Héraði, i Hvammi, en hún hafði ráðist í kaupamennsku til
þeirra Hvammshjóna, Frímanns og Valgerðar, eftir skólavist á
Kvennaskólanum á Blönduósi.
1 þann tíð er afi minn hafði fastnað sér lífsförunaut, festi hann kaup
á Efri-Mýrum i Engihlíðarhreppi, kostarýrri jörð á nútimavísu.
Húsakostur var fátæklegur og að hruni kominn og kargaþýfi í stað
brotins lands. A móti kom að jörðinni fylgdu úthagar góðir og beitar-
land víðfeðmt. Þetta hefur án efa verið ótvíræður kostur fyrir áhuga-
sama og dugmikla ábúendur, sem reiðubúnir voru til að standa í
búsvifum af lífi og sál. Á Efri-Mýrum bjuggu Ragnhildur og Bjarni
myndarbúi í 51 ár eða til ársins 1974, er þau brugðu búi og fluttust
suður til Keflavíkur, þar sem þau héldu heimili í nágrenni við foreldra
mína, einkabarnið Valgerði og mann hennar, Karl G. Sigurbergsson.
Samverustundir ömmu og afa sunnan heiða urðu skammvinnari en
efni stóðu til. Ragnhildur andaðist 27. júlí 1976 og er vist að afi hefur
ekki borið sitt barr fyllilega eftir það.
Bjarni og Ragnhildur voru barngóð og hjartahlý. Þessir kostir komu
m.a. fram í því hve samtaka þau voru um að skjóta skjólshúsi til
skemmri eða lengri tíma yfir þá, sem voru á einhvern hátt hjálpar-
þurfi. Þau ólu upp fjögur fósturbörn, sem þau unnu til jafns við
dótturina. Margt það vinnufólk, sumarfólk og vetrarmenn, sem réðst
til starfa á Efri-Mýrum, hélt tryggð við afa og ömmu, þótt löngu væri
gengið úr vistinni og haldið á vit annarra starfa.
Afi var mörgum mannkostum gæddur. Hann var hvers manns
hugljúfi þegar hann vildi svo við hafa, greiðvikinn og ósérhlífinn, en
um leið fylginn sér. Þessir mannkostir komu ekki síst fram í öllu því
félagsmálastússi sem hann var þátttakandi í og sumpart frumkvöðull
að heima í héraði.
Eins og títt var með unga sveina á fyrstu áratugum aldarinnar,
laðaðist afi ungur að hugsjónum ungmenna- og samvinnuhreyfingar-
innar, enda lét hann þær hugsjónir njóta starfskrafta sinna ríkulega.
En síðar meir á ævinni má segja að hann hafi fundið samnefnara
æskuhugsjónanna í Framsóknarflokknum, sem hann unni af lífi og sál,
þótt aldrei sæktist þar eftir metorðum.
Ég minnist þess meðan ég var enn í föðurhúsum, baldinn unglingur
á mótþróaskeiði, að oft gat kastast í kekki við matborðið hjá foreldrum
mínum, þar sem afi var kostgangari eftir andlát ömmu. Afa hljóp
stundum svo kapp í kinn í pólitískum umræðum, sem spunnust við