Húnavaka - 01.05.1988, Page 203
HUNAVAKA
201
borðhaldið vegna óvarkárra ummæla dóttursonarins, að hann gekk
frá borði. Þar giltu orð og gerðir Framsóknarflokksins eins og heilagt
testamenti. Þrátt fyrir pólitískt bráðlyndi okkar langfeðga, var afi
ávallt fyrri til sátta og hafði þar vit fyrir unglingnum, sem ekki hafði
þann félagsþroska að taka sönsum að fyrra bragði.
Meðal þeirra félagsmála- og trúnaðarstarfa sem afi var valinn af
samsveitungum sínum til að gegna, má nefna að hann veitti ung-
mennafélaginu Vorboðanum og Ungmennasambandi A-Hún. for-
mennsku um tíma og var gerður að heiðursfélaga þess síðarnefnda á
fimmtugsafmæli sambandsins. f hreppsnefnd Engihlíðarhrepps átti
afi setu í hart nær hálfa öld, og þar af gegndi hann oddvitaembætti í
fjóra áratugi. Innan Kaupfélags Húnvetninga naut hann margra
vegtylla. Hann var deildarstjóri, í stjórn í 10 ár, endurskoðandi sam-
vinnufélaganna í ein 20 ár og fulltrúi á Sambandsfundum. Einnig sat
hann um tíma á Búnaðarþingi og var stjórnskipaður formaður fast-
eignamatsnefndar Austur-Húnavatnssýslu og er þá fátt eitt talið.
Flest þessara starfa kröfðust mikilla skrifta, en hvers kyns skriftir og
bókhaldsfærslur voru afa mjög hugleiknar, sem sleitulaus dagbókar-
skrif hans allt fram í andlátið bera vitni og má segja að hann hafi haft
það fyrir lífsstef að lifa tii að skrifa.
Þrátt fyrir góða eiginleika, var sá Ijóður á afa, að hann gat verið full
örgeðja, þegar því var að skipta, og vildi henda að eigin sannfæring
bæri rökvísina ofurliði. Slettist þá stundum uppá vinskapinn við þá
samsveitunga sem stóðu honum næst í félagsmálastappinu. Þá gat
enginn nema Ragnhildur amma hamið hugsjónagleðina í brjósti hans
og borið klæði á vopnin, þegar kappið hljóp með hann í gönur.
Fyrir um það bil ári var komið að þeim tímamótum í lífi afa að hann
gat ekki lengur dvalið einn í íbúð sinni. Fluttist hann þá á elliheimilið
Hlévang í Keflavík, sem er á næstu grösum við gamla heimilið og
heimili dóttur og tengdasonar. Afi hélt fullri reisn allt fram í andlátið,
þótt minni væri nokkuð farið að förla og elli kerling hefði sett á hann
sitt mark. Hann hafði fótavist fram í andlátið og fór sínar daglegu
heilsubótarferðir um nágrennið.
Endurminningin um afa er ljúfsár. Þær fjölmörgu ánægjustundir
sem ég átti með afa bera þó alla sorg og allt víl ofurliði í endurminn-
ingunni, enda tel ég mig ríkari eftir að hafa kynnst þeim manni sem afi
minn var.
Ragnar Karlsson.