Húnavaka - 01.05.1988, Page 205
HUNAVAKA
203
í störfum á fullorðinsárum kynntist hann mörgum. Sumir muna
kennarann, farkennarann, sem leiðbeindi, hvatti og fræddi. Þess er
minnst að hann átti létt með að vekja áhuga barna á viðfangsefnun-
um, námsgreinunum og mörg þeirra muna hann sem góðan vin ætíð
síðan. Aðrir muna hann við enn önnur þjónustustörf fjarskyld
kennslunni. Til dæmis þegar hann einhendir mjölpokum af bretti á
bilpall, ekki laus við hörku í svip og fasi. Það er sjálfsagt mismunandi
hvað hver man best. Og þannig er það nú um viðhorf okkar til
samferðamannanna. Aðstæðurnar eru margbreytilegar og tækifæri til
að kynnast bæði vel og illa nýtt. Ég hygg að flestir eigi þá mynd í huga
þar sem Atli spyr frétta og fræðir sjálfur, eða þar sem hann hefur gripið
blað til að skrifa á stef eða hendingar. Þar átti hann alltaf gleðina
fólgna og sifellda uppsprettu ánægju alla daga sína. Andlitsdrættirnir
mýktust og svipurinn varð bjartur, stundum var eins og þegar sólin
brýst skyndilega gegnum skýjaþykkni.
Atli stóð föstum fótum á íslenskri jörð. Hann átti sínar rætur í mold
og menningu þjóðarinnar. Alls staðar var hann vel heima og fróð-
leikur hans og fræði voru hvergi yfirborðsleg. Hann var ekki maður
yfirborðs eða flatneskju. Hannes Pétursson, skáld hefur ritað um föður
hans stutt en kjarngott mál. Hann segir svo meðal annars: „Magnús
Björnsson var mikilhæfur rithöfundur, tók mjög langt fram mörgum
þeim sem bera þann titil í símaskrá eða annars staðar fyrir augum
borgaranna. Hann skrifaði ekki montstíl, en fór með tunguna líkt og sá
einn gerir sem nemur hana með hlust sálar sinnar, hvert orð og
setningarlag, stíll hans er aldrei tilfyndni eða kækir pennans sem hann
skrifar með.“
Þar heyrum við hverjar aðstæður voru, hver andi ríkti á bernsku- og
æskuheimili Atla. Þar var bókakostur mikill og góður, þar var vakandi
hugur fyrir hljómfögru máli og orðlistinni. Kveðskapur var í miklum
heiðri hafður. Hann lærði að þekkja til hlítar og vita glögg skil á þeim
fræðum sem hann lagði stund á.
Almennt nám veittist Atla létt og prófi lauk hann frá Gagnfræða-
skóla Akureyrar árið 1943. Þar eftir stundaði hann farkennslu um
árabil og nánast i öllum landshlutum. Meðfram nam hann hin þjóð-
legu fræði, kynntist mörgum og þekkti til ennþá fleira fólks. Hann
gekk um heiminn með virðingu fyrir fólki, ekki hnýsinn í annarra hagi
en áhugasamur um ættir og einkenni og það sem til fróðleiks mátti