Húnavaka - 01.05.1988, Page 211
HUNAVAKA
209
Þrátt fyrir óvenju háan aldur, hélt Bjarnveig andlegum kröftum til
hinstu stundar og kvaddi lífið sátt við Guð og alla menn.
Bjarnveig Jóhannesdóttir var kona hlédræg að eðlisfari og heima-
kær, en kunni þó vel að blanda geði við fólk. Gestrisni og rausnar-
skapur var henni í blóð borinn, sömuleiðis hjálpfýsi við alla þá, er
höllum fæti stóðu í lífsbaráttunni, hjartalag hennar kom vel fram i
umgengni við smælingja, bæði menn og málleysingja.
Barngóð var hún með afbrigðum og naut þess að umgangast
barnabörnin og sjá þau vaxa úr grasi, enda hændust þau að henni og
elskuðu hana. Hún átti einlæga guðstrú, kunni mikið af sálmaversum
og bænum, sem hún lærði í æsku. Sálmabókin var hennar uppá-
haldsbók, og þeim auði, sem þar er að finna, miðlaði hún óspart til
afkomenda sinna.
Hún var vel uppfrædd kona, þrátt fyrir litla skólagöngu, og las
mikið, einkum á efri árum, því sjónin var góð.
Útför hennar fór fram frá Bergsstaðakirkju 7. febrúar.
Sr. Ólafur Þ. Hallgrímsson.
Ingibjörg Gísladóttir, Hvammi í Vatnsdal, lést 30. janúar. Hún var
fædd 16. desember 1898 að Löngumýri í Austur-Húnavatnssýslu.
Hún var ekki hjónabandsbarn og var ungri komið i fóstur til hjónanna
í Meðalheimi, Bjargar Stefánsdóttur og Pét-
urs Tómassonar sem hún kallaði fóstru og
fóstra.
Eftir tveggja vetra dvöl á Kvennaskólan-
um á Blönduósi, lá leið hennar fram í
Vatnsdal þar sem hún réðist í vinnu-
mennsku. Dvaldist hún um skeið á heimili
föður síns og stjúpu, Gísla Jónssonar og
Katrínar Grímsdóttur sem þá bjuggu í
Þórormstungu. Einnig var hún hjá Eggert og
Ágústínu á Haukagili og Jónasi og Kristínu
á Marðarnúpi. Alla þessa húsbændur sína
talaði hún um með virðingu og hlýju og lét sér annt um vegferð
afkomenda þeirra.
Árið 1932 réðist hún að Hvammi til afa míns og ömmu, Steingríms
Ingvarssonar og Theodóru Hallgrímsdóttur. Dvaldi hún þar allt til
14