Húnavaka - 01.05.1988, Page 222
220
HUNAVAKA
Kristmundur Stefánsson fyrrum bóndi í Grænuhlíð lést 3. ágúst. Hann
var fæddur 3. október 1911 að Smyrlabergi í Torfalækjarhreppi. For-
eldrar hans voru hjónin, Stefán Jónsson frá Sauðanesi og Guðrún
Kristmundsdóttir frá Melrakkadal. Krist-
mundur ólst upp í foreldrahúsum, en hann
var þriðji elstur tíu systkina. Er hann var 12
ára gamall féll faðir hans frá og kom þá í hlut
Kristmundar að standa fyrir búinu ásamt
móður sinni. Sautján ára gamall réðst Krist-
mundur sem vinnumaður að heiðarbýlinu
Þröm og var þar í tvö og hálft ár.
Haustið 1930 settist hann í Bændaskólann
á Hólum í Hjaltadal og þaðan útskrifaðist
hann sem búfræðingur vorið 1932. Næstu ár
vann Kristmundur við ýmis störf til sjós og
lands, svo sem garðyrkju, akstur og sjómennsku.
Þann 3. október 1946 kvæntist Kristmundur eftirlifandi konu sinni,
Helgu Einarsdóttur frá Ásbjarnarstöðum í Mýrasýslu og ári síðar hófu
þau að reisa nýbýlið Grænuhlíð. Kristmundur hannaði og smíðaði
sjálfur allar byggingar sem reistar voru i Grænuhlíð og hann hafði
sérstakt yndi af því að rækta tún. Við uppbyggingarstarfið í Grænu-
hlíð nutu sín vel hæfileikar Kristmundar. Hann var afar laginn, hvort
heldur þurfti að reisa hús, gera við amboð eða vélar, þá lék það í
höndum hans.
Þrátt fyrir annir við búskap fylgdist Kristmundur vel með því sem
var að gerast í þjóðlífinu, sótti fundi og hafði afskipti af málefnum
sveitar sinnar. Hann sat m.a. í hreppsnefnd og skólanefnd um skeið.
Kristmundur og Helga eignuðust fimm börn. Þau eru: Einar bóndi
í Grænuhlíð, býr með Dagnýju Guðmundsdóttur. Guðrún gift Ingi-
mar Vilhjálmssyni, búsett á Sauðárkróki. Anna, ógift, vinnur hjá
Skýrsluvélum ríkisins í Reykjavik. Helga gift Einari Guðnasyni, búsett
í Reykjavík. Bergdís gift Gunnari Gíslasyni skólastjóra á Svalbarðs-
eyri. Sonur Helgu, sem hún átti áður en þau Kristmundur giftust ólst
einnig upp í Grænuhlíð. Hann er Pálmi Gíslason formaður U.M.F.Í.,
kvæntur Stellu Guðmundsdóttur skólastjóra. Þau eru búsett í
Reykjavík.
Árið 1980 hættu Kristmundur og Helga búskap og settust að í