Húnavaka - 01.05.1988, Side 228
226
HUNAVAKA
Halldór Stefánsson andaðist 14. nóvember á Héraðshælinu á
Blönduósi, 93 ára gamall.
Hann var fæddur í Keldudal í Skagafirði 17. ágúst 1894. Foreldrar
hans voru, Stefán Guðmundsson og Sesselja
Guðmundsdóttir. Þau munu mest hafa verið
í húsmennsku og síðast á Geitaskarði. Þeim
varð 5 barna auðið sem eru: Ingibjörg,
Halldór, Valdimar, Guðmundur og Sigur-
lína. Frá Geitaskarði fluttist Stefán til
Blönduóss þá búinn að missa konuna. Hall-
dór mun hafa alist upp að miklu leyti á Mó-
bergi, en snemma farið að vinna fyrir sér,
fyrst á Geitaskarði, þá innan við fermingu.
Hann réðst beitarhúsamaður að Gunn-
steinsstöðum í nokkur ár, þaðan fór hann
vinnumaður til Jóns bónda á Eyvindarstöðum. Þar mun honum hafa
liðið vel í stórum barnahópi, sem öll voru tónelsk og því mikið sungið
og spilað. Þar lærði hann að spila á orgel og lesa nótur. Frá Eyvind-
arstöðum fór hann yfir í Svartárdal, var þar á nokkrum bæjum og
fékkst þá aðallega við smíðar. Hann var vel lagtækur á bæði járn og
tré, enda unni hann smiðum. Um þetta leyti var hann alltaf við
sláturhússtörf á haustin. Haustið 1943 fluttist Halldór svo alkominn
til Blönduóss og settist að í litlum bæ, sem faðir hans átti, vestan og
ofan við kirkjuna, og bjó þar með föður sínum og Sigríði föðursystur
sinni. Hjá þeim var hann svo næstu árin, í vegavinnu á sumrin,
sláturhúsi á haustin, en við smíðar á vetrum. Uppi í brekkunni byggði
hann sér smiðju og smíðaði þar skeifur og fleira. f vegavinnu vann
hann mikið við byggingu á ræsum og minni brúm. Hann var þá
gjarnan verkstjóri, undir yfirstjórn Steingríms Davíðssonar skóla-
stjóra. Það var einmitt við þessa ræsagerð sem við kynntumst fyrst
fyrir alvöru og urðum vinir upp frá því. Þá lágu leiðir okkar aftur
saman, er ég var með Vélsmiðjuna Vísi og vann hann þá oft á tíðum
hjá mér. Þá kynntist ég fyrst mannkostum hans, enda gerði hann mér
ótilkvaddur, tvisvar sinnum, stóran greiða, sem ég gat aldrei launað.
f brekkubænum var hann þar til faðir hans fór á spítalann. Þar
vakti hann yfir honum síðustu ævistundirnar. Um svipað leyti keypti
hann hús sem stóð á árbakkanum sunnan við ána og tók Sigríði
föðursystur sína til sín. Að henni hlúði hann sem frekast var hægt. Er