Húnavaka - 01.05.1988, Page 229
HUNAVAKA
227
kraftar hennar minnkuðu það að hún þurfti hjúkrunar við, fór hún á
Ellideild Héraðshælisins, þar sem hún fékk þá bestu umönnun sem
um var að ræða. Seinustu árin, sem hann var í húsinu sínu, var sjónin
farin að minnka svo, að hann sá ekki til að ganga úti. Þá fór hann til
Akureyrar í augnuppskurð og fékk þá bót að hann gat lesið texta á
sjónvarpi og hélt þeirri sjón til enda.
Útför Halldórs fór fram frá Blönduósskirkju.
Þorvaldur Þorláksson.
Guðmundur Bergmann frá Öxl andaðist 13. desember. Hann var
fæddur 18. mars 1909. Foreldrar hans voru Jónas Bergmann bóndi og
smiður á Marðarnúpi og kona hans Kristín Guðmundsdóttir. Þau
Jónas og Kristín bjuggu á Marðarnúpi frá
1909 til 1930 að þau seldu jörðina og fluttu
að Stóru-Giljá með börnin sín fjögur, Guð-
mund, Björn, Oktavíu og Þorbjörgu.
Guðmundur fór til náms í Laugaskóla í
Þingeyjarsýslu og lauk síðar trésmíðanámi
og varð meistari í þeirri iðn. Hann stundaði
húsasmíðar í sveitum sýslunnar og var um
skeið forstöðumaður byggingamótaflokks
Búnaðarsambands Austur-Húnvetninga. Á
nýsköpunarárunum vann hann við smíðar á
Skagaströnd, en heima á Stóru-Giljá var
verkstæði hans og föður hans.
Á Jónsmessu 1938 kvæntist Guðmundur, Ingibjörgu Hjálmarsdótt-
ur, sem var uppeldisdóttir hjónanna í Stóradal, Jóns Jónssonar og
Sveinbjargar Brynjólfsdóttur. Sama ár keyptu ungu hjónin, Guð-
mundur og Ingibjörg, hálfa jörðina öxl í Þingi, en engin hús fylgdu
með í þeim kaupum. Brátt hófu þau að byggja hús yfir fólk og fénað og
þegar myndarlegt íbúðarhús var risið fluttu þau frá Stóru-Giljá að
Öxl. Þeim hjónum búnaðist vel 5 öxl. Hrossin voru Guðmundi sér-
stakt hugðar- og umræðuefni og kom hann sér upp góðum hrossa-
stofni. Guðmundur hafði strax á unga aldri mikinn áhuga á útivist og
veiðiskap og gaf hann sér jafnan nokkurn tíma til að sinna því
áhugamáli sínu. Guðmundur var fram á efri ár bráðléttur á fæti og
áttu margir erfitt með að fylgja honum gangandi eftir við smala-
mennsku.