Húnavaka - 01.05.1988, Page 230
228
II U N A V A K A
Guðmundur tók nokkurn þátt í félagsmálum í sveit sinni og átti um
hríð sæti í hreppsnefnd Sveinsstaðahrepps og fasteignamatsnefnd
Austur-Húnavatnssýslu.
Þau hjón, Ingibjörg og Guðmundur, ólu upp eina fósturdóttur,
Bogeyju Ragnheiði Jónsdóttur, sem er gift Sigfúsi Guðlaugssyni raf-
veitustjóra á Reyðarfirði. Son Bogeyjar, Guðmund Viðar Arnarsson,
ólu þau Axlarhjón einnig upp.
Eftir að Guðmundur, vegna veikinda, gat ekki stundað búskapinn
lengur fluttu þau Axlarhjón til Blönduóss og fengu íbúð í Hnitbjörg-
um. Guðmundur Bergmann var athugull unnandi íslenskrar náttúru,
hjálpsamur og traustur vinum sínum.
Hann var jarðsettur að Þingeyrum 19. desember.
Stefán A. Jónsson.
Dýrunn Ólafsdóttir, Kárdalstungu, var fædd að Urðarbaki í Vest-
ur-Húnavatnssýslu 9. nóvember 1897, dóttir hjónanna sem þar
bjuggu, þeirra Kristínar Sveinsdóttur og Ólafs Sigurðssonar.
Hún missti móður sína í frumbernsku og
þá var búskap föður hennar lokið. Hann fór
sjálfur í vinnumennsku með eldri dóttur
sína, en kom Dýrunni í fóstur til frændfólks
síns að Grund í Vesturhópi. Þar ólst hún
upp.
Haustið 1917 fór hún í Kvennaskólann á
Blönduósi, en vorið eftir í kaupavinnu að
Þórormstungu í Vatnsdal. Síðan átti hún
heimili í Vatnsdalnum. Þar kynntist hún
mannsefni sínu Rúneberg Ólafssyni. Þau
giftu sig 4. desember 1924.
Fyrst voru þau búlaus og áttu þá heima á nokkrum bæjum í
Vatnsdal, þar til þau keyptu Kárdalstungu. Þar bjuggu þau þangað
til einkasonur þeirra Ólafur tók við búskap. Þau ólu líka upp fóstur-
dóttur, Ragnheiði Konráðsdóttur, sem er húsmóðir í Gröf í Víðidal.
Dýrunn var vel gefin, hlédræg og trygglynd, hún tók tryggð við þau
heimili sem hún hafði dvalið á og svo sína góðu nágranna. Henni tókst