Húnavaka - 01.05.1988, Síða 234
232
HUNAVAKA
Guðmundssonar og Guðrúnar Sigurðardóttur, sem lengst af voru bú-
sett á Fremsta-Gili. Guðmundur var elstur af stórum systkinahópi.
Kristín ólst upp í foreldrahúsum, á heimili sem lengi var rómað fyrir
gestrisni, ásamt tveimur bræðrum, þeim
Agnari búsettum á Blönduósi og Sigþóri
búsettum á Höfn í Hornafirði.
Er Kristín var 17 ára fór hún í Kvenna-
skólann á Blönduósi, og lærði allar þær
greinar er góð húsmóðir getur tileinkað sér.
Hún var áhugasöm og skyldurækin, og góður
félagi skólasystra sinna.
Hún giftist eftirlifandi manni sínum Sig-
urgeiri Magnússyni, húsgagnasmíðameist-
ara 11. desember 1937 og áttu þau því gull-
brúðkaupsafmæli 11. desember sl.
Kristín og Sigurgeir eignuðust sex börn, sem öll eru vel gerð og
myndarfólk. Elst er Bára, húsmóðir í Hafnarfirði og vinnur á skrifstofu
bæjarfógeta. Hennar maður er Vagn Gunnarsson bifvélavirki og eiga
þau fimm börn. Sævar, bifreiðastjóri í Reykjavík, kvæntur Marsý
Jónsdóttur starfsmanni SVR, þau eiga 3 börn. Ægir Fr., sem nú er
sóknarprestur á Skagaströnd, hans kona er Jóhanna S. Ólafsdóttir
kennari en þau eiga tvö börn. Næst er Hrönn, sem vinnur hjá Lista-
safni ríkisins, gift Hrólfi Sæberg Jóhannssyni, póstmanni, eiga þau tvö
börn. Þá Friðrik verktaki hjá Borgarspítalanum og Arnarflugi, hans
kona er Erla Sighvatsdóttir, bankastarfsmaður. Þau eiga tvö börn.
Yngst er Þórdís, vinnur hjá Kaupþingi, hennar maður er Eyjólfur
Baldursson tæknifræðingur og eiga þau tvö börn.
Kristín og Sigurgeir áttu sín fyrstu búskaparár í Reykjavík, en
fluttust síðan til Blönduóss, þar sem þau áttu heimili lengi og komu
þar að mestu upp sínum börnum, en fluttu aftur til Reykjavíkur.
Kristín var mikil hannyrðakona og snyrtimennska var henni í blóð
borin og sást þetta vel á hinu veglega og fallega heimili þeirra.
Hún var sannur Húnvetningur og eftir að hún fluttist til Reykja-
víkur gerði hún sér far um að fylgjast vel með því er efst var á baugi í
hennar heimasveit og lét sér ekkert þar óviðkomandi. Fólkið norðan
heiða var hennar fólk, og það fór ekki á milli mála að það voru ótvíræð
meðmæli með sérhverjum manni væri hann að norðan.
Heimili Lóu frænku og Sigurgeirs var mitt annað heimili á meðan