Húnavaka - 01.05.1988, Side 237
Fréttir og fróðleikur
VEÐRÁTTAN ÁRIÐ 1987.
Janúar.
Tíðarfar í janúar var með ein-
dæmum gott. Frost mældist
14,9° á nýjársdag og var mælan-
legt aðeins þrettán sólarhringa í
mánuðinum. Hiti fór í 8° þann 9.
og 8,2° þann 23. Vindátt var að
jafnaði S- og SA-læg og aldrei
hvasst — mest skráð 7 vindstig
þann 8. og 12.
Snjór var á jörð þrjá fyrstu
daga mánaðarins, skráð flekkótt
úr því til 21., en síðan auð. Höf-
uðfannir voru í fjöllum og þau
kölluð flekkótt. Urkoma í mán-
uðinum mældist aðeins 2,6 mm,
1,7 mm sem snjór, á fyrstu tveim
dögum mánaðarins. Regn mæld-
ist aðeins 0,9 mm og féll á fjórum
dögum.
Samgöngur voru auðveldar í
mánuðinum, gæftir á sjó góðar en
rækjuveiði sáralítil.
Febrúar.
Miðað við árstíma var febrúar-
mánuður mjög góðviðrasamur.
Hiti mældist 8° fyrsta dag mán-
aðarins og jörð snjólaus í byggð.
Síðasta dag mánaðarins var SA-
gola, bjartviðri og hiti 7,5°. Jörð
var þá flekkótt. Stillilogn var
marga daga, léttskýjað fyrri hluta
mánaðarins, en skýjafar mikið
síðari hlutann. Frost var allmikið
frá 11. til 16., mest 16,8° þann 15.
Vindátt var að jafnaði SA-læg en
aldrei hvöss. Úrkoma varð alls
29,3 mm, sem féll á 13 dögum, 10
mm sem regn, en 19,3 mm sem
snjór. Jörð var undir snjó nema
fyrsta og síðasta dag mánaðarins.
Færð á vegum var fyrirstöðu-
laus í byggð en nokkur farartálmi
á fjallvegum. Hagar voru nægir
og gæftir góðar.
Mars.
Fyrri hluti mánaðarins var hlýr.
Heitast varð 9,4° þann 8. Ekki
var skráð snjólag dagana 9. til 12.
en jörð flekkótt meira en viku þar
að auki. Áttin var að meirihluta
suðlæg fram um 20. og loft skýj-
að. Breyttist áttin upp úr því og
skýjafar minnkaði. Regn féll 8
daga, alls 20,4 mm, þar af 12,3