Húnavaka - 01.05.1988, Page 238
236
HUNAVAKA
mm þann 3. Snjókoma mældist í
fimmtán daga alls 19,7 mm.
Heildarúrkoma því 40,1 mm.
Nokkuð var veðrasamt og síðasta
dag mánaðarins var samfellt
dimmviðri og 7 til 8 vindstig af
VNV. Frost varð mest 11,5 ° þann
21.
Samgöngur voru góðar í héraði
en erfiðar á fjallvegum, er líða tók
á mánuðinn svo að áætlunar-
ferðir töfðust og jafnvel féllu nið-
ur. Hagar voru nægir en gæftir
erfiðar.
Apríl.
Fyrstu fjórir dagar mánaðarins
voru kaldir og áttin norðanstæð.
Varð frostið mest 9,6° þann 4.
Síðan hlýnaði og varð hitinn 11°
þann 23. Áttin var yfirleitt suð-
læg og nokkuð stríð. Skráð 8
vindstig af SA þann 23. Snjór var
á jörð til og með þeim 17. en grátt
í rót 28. Snjór féll alls 11,94 mm á
tíu dögum en rigning 27,6 mm á
11 dögum þannig að mánaðarúr-
koman varð 39,54 mm á 21 degi.
Samgöngur voru auðveldar í
byggð, en heiðavegir tepptust
nokkrum sinnum og þó einkum
Öxnadalsheiði.
Gæftir voru stopular, en fiski-
gengd fór vaxandi í Húnaflóa.
Gróðurnál, sem vaknaði í febrúar
og mars dó ekki, en var kyrrstæð.
Klaki var mjög lítill í jörðu og
hún vel á sig komin undir gró-
anda vorsins.
Maí.
Maimánuður var ákaflega hag-
stæður. Kominn var sauðgróður i
úthaga síðari hluta mánaðarins.
Lítil úrkoma stóð þó gróðri fyrir
vexti. Sauðburðartíð var óvenju-
góð og vorverk snemma hafin.
Kartöflur voru settar niður upp
úr 20. Kal mjög óvíða í túnum.
Frost mældist þrjá fyrstu daga
mánaðarins, mest 3,5 stig þann 1.
Síðan mældist aðeins 0,5° frost
þann 9. og 13. Nokkur væta var
frá 15. til 18. en heildarúrkoma
aðeins 15,1 mm, þar af 2,7 mm
snjór 2. og 3. Hafátt með þoku-
ruðningi var frá 23. til 26. en úr
því hlýtt og sólríkt til mánaðar-
loka. Hlýjast var 16,4° þann 22.
Vel gaf til sjósóknar í maí-
mánuði.
Júní.
Júnímánuður var með eindæm-
um hagstæður hvað tíðarfarið
snerti — bjartur og hlýr, en úr-
komuleysi dró úr grassprettu.
Urkomu varð vart aðeins sjö
daga, en mælanleg þrjá daga.
Heildarúrkoma reyndist 4,4 mm
og féll hún svo til öll þann 16.
Vindátt var yfirleitt norðanstæð
og hæg, aldrei meira en 5 vind-
stig.
Mánuðurinn var einstaklega
hagstæður til allra verka á sjó og
landi. Fyrstu bændur hófu slátt
upp úr miðjum mánuðinum og