Húnavaka - 01.05.1988, Side 240
238
HUNAVAKA
Október.
Hlýtt var fyrstu viku október og
komst hitinn í 12,2 stig þann 3.
Ur því kólnaði og gerði stríða
norðanátt í nokkra daga með úr-
komuslitringi, sem olli fannalög-
um í sumum hlutum héraðsins.
Urðu bændur fyrir nokkru tjóni á
fénaði og ómældri fyrirhöfn við
björgunarstörf, þar sem verst var.
Frost fór niður í 11 stig þann 12.
en úr því hlýnaði. Tiðarfarið var
óvenju umhleypingasamt í mán-
uðinum. Urkomu varð vart í 23
daga. Regn féll 13,4 mm á 11
dögum en snjór 10,7 mm á 12
dögum eða alls 24,1 mm. í mán-
aðarlokin tók snjó upp af lág-
lendi, en fjöll voru hvít.
Sauðfé var haldið heima við
allan mánuðinn sökum tíðarfars-
ins, og til voru staðir þar sem
hagar voru knappir. Gæftir í
mánuðinum voru mjög stopular
og öll útiverk erfið.
Nóvember.
Tíðarfarið í nóvember var með
eindæmum gott, svo að heita
mátti að hægt væri að vinna öll
útiverk þess vegna. Snjólag var
gefið upp aðeins 8 daga, en jörð
auð að jafnaði og svo til klakalaus
í mánaðarlokin. Regn mældist 17
daga alls 22,6 mm en snjór í 4
daga 13,1 mm, þannig að úr-
koman varð alls 35,7 mm. Vind-
átt var suðlæg að miklum meiri-
hluta. Skýjafar mikið en yfirleitt
hátt og lítið um lágský. Skyggni
mjög gott. Hlýjast varð 11,2 stig
þann 3. og 11 stig þann 5. Frost
mældist 11 daga — mest 9,4 stig
þann 23.
Sauðfé lá mikið við opin hús og
nokkuð gefið og lömbum alfarið.
Samgöngur voru sem á sumar-
degi en gæftir stopular sökum
storma úti fyrir og afli tregur.
Desember.
Einmuna tíð var lengst af í des-
ember. Jörð nærri samfellt auð
fram að jólum, klakalaust og öll
vötn auð. Á Þorláksmessukvöld
breyttist úrfellið úr rigningu í
slyddu og síðan snjókomu. Stríð
NA-átt var á aðfangadag jóla
með snjókomu. Náði veðrið þó
litið inn í héraðið en vegir urðu
þar mjög hálir og hélst svo út ár-
ið. Hlýjast varð 10,2 stig þann 9.
en kaldast 14,4 stiga frost þann
26. Urkoma varð alls 48,3 mm og
féll á 21 degi, 36 mm sem regn en
12,3 mm sem snjór.
Færð var alltaf góð, hagar
nægir, en gæftir á sjó slæmar.
Loft var mjög skýjað í mánuðin-
um og því mikið skammdegis-
myrkur. Sunnanátt var ríkjandi
allt til jóla, en úr því NA-átt um
jólin og til loka ársins.
Árið 1987 hlýtur að vera í
fremstu röð góðæra um langt