Húnavaka - 01.05.1988, Page 241
HUNAVAKA
239
árabil og áratuga. Verður það svo
í minni okkar, en er hér skráð í
mánaðarlegu yfirliti veðurathug-
ana á Blönduósi.
En munið að veður getur verið
mjög breytilegt frá einum stað til
annars þótt heildarmyndin verði
nokkuð sú sama, góð eða slæm og
svo allt þar á milli.
Mynd ársins 1987 hlýtur að
verða mjög góð.
Blönduósi, 1. febrúar 1988.
Grímur Gíslason.
SKÁK OG MÁT.
Starfsemi Taflfélags Blönduóss
var með svipuðu sniði og síðasta
ár. Æfingar voru einu sinni í viku
og fjölgar þeim jafnt og þétt sem
þar mæta reglulega. Einnig voru
haldin mót á vegum félagsins og
skákmenn gerðu víðreist og
kepptu á nokkrum mótum utan
héraðs og þá oftast undir merki
USAH.
Ahaldaeign félagsins tók
breytingum til batnaðar á árinu
og munar þar miklu um styrki frá
Búnaðarbankanum og Blöndu-
ósshreppi.
Þátttaka í mótum þeim sem
félagið heldur hefur vaxið til
muna og einnig hefur keppni á
þessum mótum verið jafnari og
skemmtilegri en áður.
Meistaramót félagsins hefur
Sigurður Daníelsson unnið síð-
ustu tvö ár, 1986 með yfirburð-
um, en 1987 eftir harða keppni
við Pál Leó Jónsson. f unglinga-
flokki vann Einar Kolbeinsson
1986, en 1987 urðu þrir piltar
efstir og jafnir og eiga óloknu
einvigi um meistaratitilinn, þeg-
ar þetta er skrifað. Hraðskák-
meistari 1987 varð Páll Leó
Jónsson í eldri flokki, en Ingvar
Björnsson í þeim yngri.
Skáknefnd USAH stóð fyrir 10.
minningarmótinu um þá Jónas
og Ara í mars á síðasta ári. Þátt-
takendur voru alls 25, níu í yngri
flokki og 16 í þeim eldri, þar af sjö
aðkomumenn. Einn þeirra, Páll
A. Jónsson, sigraði eftir harða
keppni við Pál Leó, hlaut 5,5 v. af
sex mögulegum. Næstir komu
þeir Páll Leó með 4,5 v. og Jón
Hannesson með 4 v.
f unglingaflokki sigraði Ingvar
Björnsson, eftir harða keppni við
Sigurð Gunnarsson.
í deildakeppni Skáksambands
fslands keppir A sveit USAH í 2.
deild. Sveitin fór vel af stað, var í
2. sæti þegar keppnin var hálfn-
uð. Botninn datt svo úr öllu sam-
an í seinni hlutanum og þegar
upp var staðið endaði sveitin í 6.
sæti af 8 með 17 v.
í keppninni í haust byrjaði
sveitin á svipaðan hátt og hún
endaði síðast, þ.e. illa. Þegar
keppnin er hálfnuð er USAH í 8.