Húnavaka - 01.05.1988, Page 242
240
HliNAVAKA
sæti þremur vinningum á eftir
Skáksambandi Austurlands og
Sauðkrækingum. Það verður því
á brattann að sækja í vor. f
keppnina í haust fór einnig B
sveit frá USAH til keppni í 3.
deild. Sveitin hlaut 6 v. og lenti í
4. og síðasta sæti í sínum riðli.
Þess ber þó að geta að sveitin var
að mestum hluta skipuð drengj-
um sem voru í þessari keppni að
heyja sína frumraun.
Þá kepptu skákmenn undir
merkjum USAH á Landsmóti
UMFÍ á Húsavík. Keppni þessi
var mjög jöfn og spennandi, og
þegar 6. og síðasta umferðin hófst
áttu 6 sveitir, og þar á meðal
USAH, möguleika á sigri. Sveitir
USAH og UMSE skildu hins
vegar jafnar i síðustu umferð 2-2,
sem gerði það að verkum að
UMSE hlaut 15 vinninga og
sigraði mótið, en sveit USAH 14
vinninga og lenti í 5. sæti.
Fleira mætti sjálfsagt tína til
um skákina á liðnu ári. T.d. tók
Páll Leó Jónsson þátt í Norður-
landamóti í skák í Færeyjum í
sumar. Tefldi hann í meistara-
flokki og hlaut 3,5 v. úr 9 skákum.
En þó að gengi skáksveitar
USAH hafi verið gloppótt á liðnu
ári vex skákinni tvímælalaust
fiskur um hrygg hér í héraði. Sí-
fellt fleiri verða virkari þátttak-
endur og efnilegir unglingar láta
meira að sér kveða.
Baldur Daníelsson.
FRÁ TÓNLISTARSKOLANUM.
Árið 1987 stunduðu 117 nem-
endur nám við skólann. Kenndar
voru 106 klukkustundir á viku.
Stigapróf voru þreytt og stóð-
ust 24 nemendur próf, sem skipt-
ust þannig:
1. stig 5 nemendur.
2. stig 13 nemendur.
3. stig 4 nemendur.
4. stig 1 nemandi.
5. stig 1 nemandi.
Kennt var sem áður á þrem
stöðum: Blönduósi, Húnavöllum
og Skagaströnd.
Kennarar við skólann auk
skólastjórans, Jóhanns Gunnars
Halldórssonar, eru þau: Elinborg
Sigurgeirsdóttir, Sigurður G.
Daníelsson, Steinunn Berndsen í
fullu starfi og Jane Sillar í hálfu
starfi. Hefur það verið mikið
happ fyrir skólann að fá að njóta
starfskrafta sömu kennara ár eftir
ár.
Hljóðfæraeign skólans er nú 3
píanó, 2 orgel (skemmtarar) og 1
gítar. Skólinn þyrfti að eignast
sem fyrst 2 píanó, þar sem eitt
þriggja píanóa skólans er úr sér
gengið og að Húnavöllum er
notast við lélegt hljóðfæri sem
skólinn á. Einnig vantar orgel á
Skagaströnd.
Með aðstoð Kaupfélags Hún-
vetninga voru keyptir 30 stólar í
sal skólans á Blönduósi, þar af er
hægt að setja lítil borð á tíu þeirra