Húnavaka - 01.05.1988, Page 246
244
HUNAVAKA
Jónsson. Einar Flygenring, Ásta
Magnúsdóttir, Vilhelm Lúðvíks-
son, Kolbrún Zophoníasdóttir,
Gróa Lárusdóttir, Sturla Braga-
son, Halla Jökulsdóttir, Gunnar
Geirsson Gígja og Ragnar Ingi
Tómasson.
Ásta Rögnvaldsdóttir.
STÖÐ 2.
Hægt var að sjá efni frá Stöð 2 á
Blönduósi 3. desember, en ekki í
sveitahreppunum eða á Skaga-
strönd. Sendirinn er einungis 10
wött en sendir ríkissjónvarpsins
uppi á Hnjúkum er 1000 wött. Ef
ekki er verið með myndlykil (af-
ruglara) og afnotagjaldið greitt,
sést dagskrá stöðvarinnar mjög
illa. Þó er hægt að sjá órugluðu
dagskrána með loftnetinu sem
notað er fyrir ríkissjónvarpið.
Myndlyklar voru komnir á um
100 heimili um áramót og þrjátíu
að auki fyrstu mánuði ársins
1988. Stöð 2 áætlaði að 150
heimili á Blönduósi fengju sér
myndlykla.
VlSIR.
Verslunin Vísir jók við húsnæði
sitt á árinu 1986 er keyptur var
hlutur Þorvalds Þorlákssonar,
sem rak vélsmiðju í húsinu. Lokið
var við breytingar í húsinu í
byrjun ársins 1987. Þau hjónin
Einar Þorláksson og Arndís Þor-
valdsdóttir reka verslunina með
aðstoð sex kvenna í hlutastörfum.
Á boðstólum er almenn hrein-
lætis- og matvara, auk fatnaðar
og leikfanga. Vísir er eina versl-
unin utan KH með almenna
matvöru í A-Hún.
BLÓMABÚÐ BLÖNDUÓSS.
Loksins aftur blómabúð á
Blönduósi. Ásta Kjartansdóttir
og Olga Bjarnadóttir opnuðu
blóma- og gjafavöruverslun 3.
apríl að Holtabraut 14, undir
nafninu Blómabúð Blönduóss.
Þar er hægt að fá: Pottablóm, af-
skorin blóm, þurrskreytingar,
blómaskreytingar og gjafavörur
af ýmsu öðru tagi. Opið er alla
daga vikunnar.
HÁRGREIÐSLA.
Er Steinunn Sigurðardóttir hætti
rekstri hárgreiðslustofu hér á
Blönduósi, hóf Bryndís Braga-
dóttir að klippa og snyrta hár
Húnvetninga 3. september 1983
að Holtabraut 14. Reksturinn
flutti hún síðan í bílskúr að
Húnabraut 11 og 17. júlí 1987
opnaði hún nýja og rúmgóða
stofu í eigin húsnæði á efri hæð
Húnabrautar 13, er Pólarprjón
var áður með starfsemi sína.
Stofan ber nafnið, Hárgreiðslu-