Húnavaka - 01.05.1988, Page 249
HUNAVAKA
247
krónur voru lagðar í orgelsjóð
Vöku, en sá sjóður var stofnaður í
minningu hjónanna Þorbjargar
Bergþórsdóttur og Jónasar
Tryggvasonar. Áfram verður
safnað í þennan sjóð og hann síð-
an afhentur þegar keypt verður
orgel í nýju kirkjuna á Blönduósi.
Vaka bauð félagskonum út að
borða í tilefni afmælisins. Var
farið til Hvammstanga og áttu
konur þar ánægjulega kvöld-
stund.
Sigrún Kristófersdóttir.
FRÁ SÝSLUSKRIFSTOFUNNI.
Sl. ár voru afgreiddar 354 toll-
skýrslur, fjárnám og lögtök urðu
190, aukadómþingsmál 103 og
sakadómsmál 33. Þá urðu 6
gjaldþrotamál og fáeinar beiðnir
um tímabundna greiðslustöðvun.
Hjónaskilnaðarmál urðu 9,
sifjaréttarmál 12 og hjónavígslur
tvær.
Uppboðsbeiðnir fasteigna
urðu 235 og þingfestingar, þ.e.
fasteignin auglýst og tekin til
uppboðs, 25. Seldar voru 3 fast-
eignir, uppboðsbeiðnir vegna
lausafjár voru 59 og eitt uppboð.
J.l
SAMKÓRINN BJÖRK.
Samkórinn Björk var stofnaður
haustið 1983. Söngstjóri fyrsta
veturinn var Sven Arne Kors-
hamn, en frá hausti 1984 hefur
Sigurður G. Daníelsson annast
kórstjórn og undirleik frá sama
tíma hefur Elinborg Sigurgeirs-
dóttir annast.
Söngfélagar eru nú 36 frá
Blönduósi, Skagaströnd og fimm
sveitahreppum í sýslunni, svo
segja má að kórinn sé orðinn
„sýslukór“.
Kórinn hefur gjarnan reynt að
bjóða upp á fjölbreytt lagaval
eftir innlenda og erlenda höf-
unda, bæði létt lög og alvöru-
þrungin. Starfsemi kórsins er
komin í fastar skorður. Starfið
hefst í nóvember og stendur yfir-
leitt fram að Húnavöku, eða
mánaðamótum apríl-maí. Þó er
undantekning frá öllum megin-
reglum, t.d. söng kórinn á land-
búnaðarsýningunni „Bú ’87“ og
æfði þá vikurnar áður. Þessi ferð
var hin skemmtilegasta og tókst
söngur kórsins vel.
Kórinn hefur talið sér skylt að
syngja við ýmis tækifæri sé eftir
því leitað. Á þessum starfstíma
kórsins hefur hann efnt til all-
margra söngskemmtana í héraði,
svo og á Hvammstanga, í Mið-
garði, Sævangi, Borgarnesi og
Reykjavík, eins og áður er getið.
Telja má að kórinn stuðli að
auknu menningarlífi í Austur-
Húnavatnssýslu og því fengur að
áframhaldandi starfi hans.
Kristófer Kristjánsson.