Húnavaka - 01.05.1988, Side 250
248
HUNAVAKA
BÚNAÐARSAMBANDSPISTILL
FRÁ 1986.
Árið 1986 — ár fullvirðisréttar-
ins, árið sem búmarkið var að
mestu lagt til hliðar við fram-
leiðslustjórnun, enda aldrei verið
beitt til slíkra hluta af festu og
raunsæi, var veðurfarslega gott í
Húnaþingi.
Hey hafa sjaldan verið betur
verkuð, þó þarf 1,95 kg af heyi í
hverja fóðureiningu.
Endurvinnsla túna varð 78 ha
á móti 28 ha árið 1985, ánægju-
leg þróun, sem rökrétt er að haldi
áfram næstu ár. Skurðgröftur
varð aðeins 41.600 rúmmetrar á
móti 469.000 rúmmetrum 1985.
Báðar skurðgröfur Ræktunar-
sambandsins voru seldar vegna
fyrirsjáanlegs verkefnaskorts, en
Ræktunarsamband Vestur-Hún-
vetninga annaðist gröftinn sam-
kvæmt samningi.
Votheysgeymslur voru byggð-
ar á nokkrum bæjum, alls 823
rúmmetrar. Aðrar bygginga-
framkvæmdir voru mjög litlar.
Afurðir skýrslufærðra kúa jukust
um 76 kg eða í 3.806 kg mjólkur,
þrátt fyrir 23 kg minni kjarnfóð-
umotkun. 1 sauðfjárræktinni
varð einnig afurðaaukning, en
þar skortir almennara skýrslu-
hald. Hrossaræktin var með
hefðbundnu sniði, en ástæða er til
að leggja meiri rækt við ýmsa
þætti hennar.
Þróun loðdýraræktar í hérað-
inu hefur verið hæg, en nú er að
verða nokkur vakning, enda af-
komuhorfur nokkuð góðar hvað
mink varðar. Vonir standa til að
kanínuræktin sé að festast í sessi
með tilkomu fullvinnslu fiðunnar
í landinu.
Tekjur af hlunnindum fara
vaxandi, svo og af ferðaþjónustu.
Stjórn B.S.A.H. annaðist skipt-
ingu á þeim fullvirðisrétti til
mjólkurframleiðslu, sem var til
leiðréttinga í héraði, bæði vegna
verðlagsáranna 1985-1986 og
1986-1987. Nú stendur yfir sams-
konar vinna vegna sauðfjárfram-
leiðslunnar fyrir komandi verð-
lagsár 1987-1988. Með hliðsjón af
nýgerðum samningum ríkis og
bænda um verðábyrgð allt til
1992 er ljóst, að ekki verður um
umtalsverða breytingu á fullvirð-
isrétti hverrar jarðar að ræða,
næstu 4-5 ár, nema við innbyrðis
skipti á rétti, eða til komi mark-
aðslegt kraftaverk.
Fer því vonandi flestum að
verða ljóst, að frekari tekjuöflun í
sveitum byggist á nýjum þáttum í
atvinnulífinu.
Bændahátíð var um Jóns-
messu. Þar var ábúendum og
eigendum í Ártúnum II, veitt
viðurkenning S.A.H.K. og
B.S.A.H., fyrir góða umgengni.
Seint á árinu 1986 var kosið til
Búnaðarþings. Kosningu hlaut