Húnavaka - 01.05.1988, Page 254
252
HUNAVAKA
leitir staðið 5-6 daga samfellt. 1
sumum tilfellum hafa líka til-
tölulega fáir menn getað leyst
vandann t.d. ef þurft hefur að
fara til hjálpar í ófærð og vond-
um veðrum.
Hér hefur aðeins verið stiklað á
stóru um starf björgunarsveitar-
innar Blöndu, þrátt fyrir það
vona ég að þeir sem þetta lesa séu
nokkru fróðari.
Gunnar Sig. Sigurðsson, formaður.
BLÖNDUVIRKJUN.
f Húnavöku 1986 birtist grein um
Blönduvirkjun eftir Svein Þor-
grímsson staðarverkfræðing, þar
sem rakinn var aðdragandi að
virkjuninni og greint frá fram-
kvæmdum fyrstu árin. Tvö ár eru
nú liðin síðan þessi grein var
skrifuð, og verður hér á eftir
greint frá ýmsu því, sem gerst
hefur varðandi virkjunina á þess-
um tveimur árum og væntanlegu
framhaldi.
Vegna þeirra breytinga, sem
orðið hafa á horfum um aukn-
ingu orkufreks iðnaðar frá því að
samið var um jarðgangagerð og
byggingavinnu neðanjarðar árið
1984, hefur Landsvirkjun nýtt sér
að fullu þá heimild sem sett var í
samninga um vélakaup til virkj-
unarinnar, um frestun á af-
greiðslu og uppsetningu búnað-
arins. Er nú stefnt að því að
virkjunin taki til starfa á árinu
1991 í stað 1988, sem að var stefnt
í byrjun. Af þessu leiðir, að fram-
kvæmdir við virkjunina skiptast í
raun í tvo megináfanga.
f fyrri áfanganum sem lýkur á
þessu ári, er jarðgangagröftur og
uppbygging stöðvarhúss neðan-
jarðar og ennfremur botnrás
Blöndustíflu, sem einnig var
samið um árið 1984. Báðum
þessum verkum fylgir nokkur
uppsetning á búnaði.
í seinni áfanganum er upp-
setning á meginhluta vél- og raf-
búnaðar og nokkur bygginga-
vinna, sem ekki er þörf á að vinna
fyrr en á því stigi og í sumum
tilvikum ekki unnt að vinna fyrr
en hluti vélbúnaðar er kominn
upp. í þessum áfanga eru einnig
allar stíflur og vatnsvegir virkj-
unarinnar ofanjarðar.
Framvinda við fyrri áfanga verksins.
Jarðgangagerðinni er nú lokið
að undanskildum nokkrum
metrum sem ógrafnir eru í enda
frárennslisganganna við árfar-
veginn. Þar verður ekki opnað
fyrr en líður að gangsetningu
virkjunarinnar. Alls eru jarðgöng
3,3 km að lengd og rúmlega 96
þús. m3 auk stöðvarhellisins, sem
er um 30 þús. m3.
Steypuvinna í stöðvarhúsi er
langt komin. Veggir eru þegar