Húnavaka - 01.05.1988, Síða 257
HUNAVAKA
255
er ákveðið, og þannig að byggð-
inni nýtist betur en aukin upp-
græðsla meðan samdráttur er í
landbúnaði. Hvort af slíkum
breytingum verður, er fyrst og
fremst undir vilja og samstöðu
heimamanna komið.
Ólafur Jensson.
FRÁ HÉRAÐSSKJALASAFNI.
Starfsemi safnsins var með hefð-
bundnum hætti. Það var opið frá
haustdögum fram til maíloka
þrjá daga vikunnar frá 2-6. Auk
þess var hægt að vinna þar og fá
upplýsingar eftir nánara sam-
komulagi við skjalavörð.
Bókin Vorþeyr og vébönd kom
út rétt fyrir síðustu jól. Það er
minningabók um Bjarna Jónas-
son Blöndudalshólum. Útgáfuna
annaðist Pétur Sigurðsson. Haf-
inn er undirbúningur útgáfu
nýrrar bókar, sem væntanlega
kemur út í haust eða næsta vetur.
Safninu hafa áskotnast margar
góðar gjafir á síðasta ári. Lestrar-
félag Bólstaðarhlíðarhrepps af-
henti því um 150 gamlar bækur,
bæði bækur sem styrkja rann-
sóknaraðstöðu safnsins og einnig
gamlar verðmætar bækur sem
hafa sögulegt gildi. Pétur Sig-
urðsson hefir einnig verið iðinn
við að útvega og afhenda safninu
handrit og skjöl.
Þá ber að geta þess að safninu
áskotnuðust um 800 ræður merks
klerks er hér starfaði um tíma,
nokkru fyrir síðustu aldamót.
Þetta eru stólræður, útfararræður
og ræður við önnur tækifæri.
Ég minni enn á að það, sem er
ef til vill ekki mikils virði á
stundinni sem er að líða, getur
orðið mjög mikilvægt er fram líða
stundir. Þess vegna beini ég þvi til
allra að koma með „gamalt skjala
og bókarusl“, til okkar og safn-
verðir munu vinna úr. Þetta á
einnig við um myndir, meira að
segja þótt þær séu illa farnar.
Þetta á ekki sist við um myndir úr
daglega lífinu, þ.e. fólk að störf-
um í hversdagsfötum.
Húnvetningar, safnið okkar er
gott, en ef við tökum enn betur á
getur það orðið besta héraðs-
skjalasafn, ekki stærsta, heldur
besta á landinu öllu innan fárra
ára.
//.
Skrá vfir gefendur til Héraðsskjala-
safnsins á árinu 1987.
Júlíus Fossdal, Blönduósi, Skarphéð-
inn Ragnarsson, Blönduósi, Þórhildur
lsberg, Blönduósi, Ásta Rögnvaldsdóttir,
Blönduósi, Sigursteinn Bjarnason,
Stafni, Sólveig Halldórsdóttir frá Stafni,
búsett í Reykjavík, Pétur Sigurðsson,
Skeggsstöðum, Gunnlaugur Sigmarsson,
Skagaströnd, Sigurður Þorbjarnarson,
Blönduósi, Helga Einarsdóttir og Krist-
mundur Stefánsson frá Grænuhlíð, Guð-
mundur Ingi Leifsson, Blönduósi, Ásdís