Húnavaka - 01.05.1988, Side 261
HUNAVAKA
259
við Norðurlandsveg, samtals um
1.770 m.
Þar með er gerð kantsteina við
núverandi gatnakerfi að miklu
leyti lokið, en nokkuð er eftir i
gangstéttagerð.
Settir voru upp 23 ljósastaurar
við Hnjúkabyggð, Heiðarbraut,
Norðurlandsveg, Melabraut,
Mýrarbraut og Hafnarbraut.
Lengi hefur ræsi úr Melabraut
niður í Blöndu, við vesturenda
Fagrahvamms, verið mönnum
þyrnir í augum vegna ólyktar og
fuglagers, sem við það hefur verið
á ánni. Úr þessu var bætt í sumar,
með því að leggja nýtt ræsi úr
brunni við Melabraut, á móts við
Holtabraut niður í brunn við
austurhorn Mýrarbrautar. Þá var
lögð 80 m stofnlögn í Mýrarbraut
og nýtt ræsi frá Þverbraut út í
ræsið í Árbraut. Allar lagnir voru
lagðar til nýju kirkjunnar og til
íþróttahússins, og gengið frá
þeim inn fyrir vegg. Einnig var
lagt að nýja Pósthúsinu og Enn-
isbraut 3, og fimm íbúðarhúsum i
byggingu. Endurnýjaðar voru
lagnir í Hnjúkabyggð og Hafn-
arbraut, þar sem skipt var um
jarðveg.
Svæðið umhverfis nýju kirkj-
una var skipulagt, og unnið að
frágangi þess, gerðir gangstígar
og lagðar á þökur, nema upp við
húsið. Þá var skipt um jarðveg í
bifreiðastæðum við kirkjuna og
þau grófjöfnuð. Óhætt er að
segja, að mikil umskipti hafi orðið
á svæðinu við þessar fram-
kvæmdir allar.
1 Fagrahvammi var grafinn
upp göngustígur og skipt um
jarðveg í honum. Eftir er að
mjókka stíginn og leggja á hann
yfirlag.
Keyptar voru úr Vaglaskógi
um 2000 trjáplöntur: 1300 af
Alaskavíði, 500 af brekkuvíði og
100 Alaskaaspir. Þessar plöntur
voru settar niður í Fagrahvammi,
meðfram Húnabraut, við þrí-
hyrnuna milli Húnabrautar og
Árbrautar, á lóð Slökkvistöðvar-
innar, við tjaldsvæðið og í
Vatnahverfi. Til að byrja með
léku þurrkarnir í byrjun sumars
plönturnar grátt og er ekki útséð
hvernig til hefur tekist.
Nú er burðarvirki brúar út í
Hrútey fullsmíðað, en brúnni er
ætlaður staður á gömlu undir-
stöðunum sunnan Ámundakinn-
ar.
Nú er lokið uppsteypu íþrótta-
hússins, en það eru neðri hluti
útveggja íþróttasalar, ásamt
veggjum og lofti yfir hreinlætis-
aðstöðu og búningsklefum.
Við sundlaugina var settur
upp heitur pottur úti og hellulagt
umhverfis, tyrft og gerður skjól-
veggur.
1 lok síðasta árs var gerður
leigusamningur við Félagsheim-