Húnavaka - 01.05.1988, Page 262
260
HUNAVAKA
ilið um leigu á efri hæð vestur-
álmu hússins fyrir æskulýðsmið-
stöð. Einnig voru keypt hljóm-
tæki. Nú eru framkvæmdir við
breytingu á húsnæðinu á loka-
stigi.
Skemman við Ægisbraut 1 var
keypt síðla vetrar fyrir Áhalda-
húsið, en gamla húsið við Mýrar-
braut var ónothæft sem vinnu-
staður og fullnægði auk þess eng-
an veginn þörfum starfseminnar.
Flutt var í nýja húsið í maí og er
öll aðstaða þar hin besta.
Framkvæmdir standa nú yfir
við byggingu tveggja parhúsa og
eins einbýlishúss, sem tókst að fá
samþykkt fyrir í hinu félagslega
íbúðakerfi. Annað parhúsið er við
Skúlabraut 10-12, og einbýlis-
húsið er við Skúlabraut 4, og eiga
þau að vera fullgerð í mars, en
hitt parhúsið er við Mýrarbraut
26-28, og á það að vera fullbúið í
ágúst n.k.
Byggður var upp 250 m langur
sjóvarnargarður frá Sláturhúsinu
að ósi Blöndu og ekið á hann
jarðvegi. Grjótið var tekið í nám-
unni í Uppsölum i Sveinsstaða-
hreppi, en þar voru sprengdir
4.300 rúmmetrar af klöpp, um
1.350 þeirra fóru í sjóvörnina, en
hitt var flokkað og verður vænt-
anlega notað í sjóvörn innan við
ósinn og í brimvarnargarð utan
við bryggjuna. Vegna þessara
framkvæmda þurfti að byggja
upp veginn að námunni og var
hluti þess verks kostaður af fram-
kvæmdafé námuvinnunnar.
Verið er að setja upp viðvörun-
arbúnað fyrir hitaveitu og vatns-
veitu, með móðurstöð i Áhalda-
húsinu, en hingað til hefur
vatnsleysi gjarnan verið fyrsta
viðvörun um bilanir. Gert er ráð
fyrir að búnaðurinn verði tilbú-
inn rétt eftir áramót.
Á bryggjunni var haldið áfram
að gera við legukantinn og setja á
hann kanttré og dekkjafestingar,
og var lokið við 36 metra. Þá var
steypt ný þekja á kafla og gert við
skemmdir annars staðar á
bryggjunni.
Á leikskóla voru gerðar nokkr-
ar breytingar og lagfæringar inn-
anhúss. Þá hefur verið sett upp
ljós fyrir leiksvæðið úti. í Grunn-
skólanum var skipt um glugga og
gler i gamla skólahúsinu og bætt
vinnuaðstaða kennara.
Skrifstofa byggingafulltrúa var
stækkuð og útbúin aðstaða fyrir
aðstoðarmann hans. Á Slökkvi-
stöð var útbúin ný aðstaða fyrir
slökkviliðsstjóra og skipt þar um
glugga og gler. Stór brunahani
var settur niður við Efstubraut.
Ný grind og net var sett yfir
sorpbrennsluofn og lagður vegur
niður að ofninum að austan.
Þá er ótalið ýmislegt, sem fallið
hefur til dags daglega og verður
ekki hirt um að telja hér.