Húnavaka - 01.05.1988, Síða 263
HUNAVAKA
261
Ný störf hjá Blönduósshreppi.
Vegna aukins umfangs í starfsemi
byggingafulltrúa, sérstaklega
vegna þjónustusamnings við ná-
grannahreppana, var ráðinn að-
stoðarmaður fyrir hann á miðju
sumri í hlutastarf, og bætti það úr
brýnni þörf. f haust var síðan
ákveðið að fastráða í hálft starf
aðstoðarmanns byggingafulltrúa
frá næstu áramótum, og var Pét-
ur Brynjólfsson ráðinn til starf-
ans.
Frá 1. september s.l. var ráðinn
æskulýðsfulltrúi í hálft starf,
Sverrir Þórisson kennari. Gert er
ráð fyrir, að eftir áramót komi hin
nýja æskulýðsmiðstöð í Félags-
heimilinu í gagnið, og þá hefjist
þar æskulýðsstarfsemi undir for-
ystu Sverris og í samvinnu við þá
aðila, sem sinnt hafa æskulýðs-
starfi af ýmsu tagi í bænum
hingað til.
Blönduós verður bœr.
Hreppsnefnd hefur ákveðið, að 4.
júlí 1988, á 112 ára afmæli
byggðar á Blönduósi, verði
Blönduós bær.
Ekki verður um miklar breyt-
ingar að ræða, fjárhagslegar eða
hvað varðar réttindi, en með
breytingunni fylgjum við í kjölfar
annarra byggðarlaga af svipaðri
stærð og gerð, og sveitarfélagið
verður ekki lengur aðili að sýslu-
félaginu. Sýslufélög eiga reyndar
að hverfa úr sögunni eftir næsta
ár og við eiga að taka samvinnu-
nefndir sveitarfélaga um sameig-
inleg mál þeirra.
Undirbúningur þessara tíma-
móta er hafinn og hafa eftirtaldir
hreppsnefndarfulltrúar verið
skipaðir í nefnd til undirbúnings,
ásamt sveitarstjóra: Sigfríður
Angantýsdóttir, Kristín Mogen-
sen, Sigriður Friðriksdóttir.
Hreppsnefnd ákvað í sumar að
veita viðurkenningu fyrir fallegt
og vel hirt umhverfi húsa hér í
bænum. Nefnd skipuð Sigrúnu
Kristófersdóttur, Ragnhildi Hún-
bogadóttur og Erlu B. Even-
sen, var sett á laggirnar til að
vinna þetta verkefni. Eftirtaldar
viðurkenningar voru veittar:
Urðarbraut 23, fyrir fallegan
garð og snyrtimennsku. Eigend-
ur eru Sigurður Ingþórsson og
Gunnhildur Lárusdóttir. Fisk-
iðjuverið Særún hf. Efstubraut 1,
fyrir vel hirta lóð og snyrtilegt
umhverfi hjá atvinnufyrirtæki.
Raðhúsið Skúlabraut 37-45, fyrir
skemmtilega og fallega lóð, þar
sem sérstök áhersla er lögð á að-
stöðu fyrir börn.
Þetta starf þótti takast vel og er
von til, að þetta verði fastur liður
í bæjarlífinu á hverju sumri.
Félagsstarf aldraðra var þrótt-
mikið á liðnu ári, og má nefna
eftirfarandi í því sambandi. Ýmis
námskeið voru haldin, fyrirlestrar