Húnavaka - 01.05.1988, Page 264
262
HUNAVAKA
fluttir, sýningar á vegum eldri
borgara, ljóðakynningar, heim-
sóknir eldri borgara af Vestfjörð-
um, Skagaströnd og úr Hall-
grímssókn. Einnig ferðalög, m.a.
yfir Kjöl, um Suðurland og til
Reykjavikur, og skoðaðar sýn-
ingar. Þá voru nokkur félaga-
samtök með opið hús fyrir aldr-
aða, og önnur styrktu starfið með
peningagjöfum.
Norrænt samstarf var með
blóma og fóru fjórir fulltrúar
hreppsins á vinabæjamót til Moss
í Noregi í maí, og fimm ung-
menni sóttu æskulýðsmót, einnig
í Moss í júní.
Nú er mál að linni og verður
ekki fleira tiundað að þessu sinni.
Haukur Sigurðsson.
ÚTRÝMING RIÐUVEIKI
MEÐ NIÐURSKURÐI.
Á árinu 1986 var tekin sú
ákvörðun af stjórnvöldum að
stefna að þvi að útrýma riðuveiki
í sauðfé á íslandi á nokkrum ár-
um. Veturinn 1986-87 voru
haldnir margir fundir með
bændum í A-Hún. og á öðrum
svæðum þar sem skera átti niður,
í þeim tilgangi að ná fram samn-
ingum um niðurskurð á öllum
riðubæjum. Var boðið upp á það
að bændur réðu því hvort þeir
felldu fé sitt haustið 1987 eða
1988. Þó áhugi væri almennur
meðal bænda til að losna við
riðuveiki úr héraðinu, þurfti eðli-
lega mikil fundarhöld áður en
gengið var frá samningum við
Landbúnaðarráðuneytið um nið-
urskurð. Kom þar aðallega
tvennt til: I fyrsta lagi gætti dá-
lítillar vantrúar hjá mörgum um
árangur slíkrar framkvæmdar. f
annan stað voru margir sem ekki
treystu rikisvaldinu um of til að
standa við gerða samninga, nema
þeir væru vandlega unnir.
Samningar þeir sem gerðir
voru, eru tvenns konar: Fyrst var
gerður samningur milli sveitar-
stjórna og Sauðfjárveikivarna um
að skera niður á öllum riðubæj-
um. Samningurinn gildir um
óákveðinn tíma, eða þar til ör-
uggt getur talist að búið sé að út-
rýma riðuveiki á svæðinu. Síðan
gerði hver bóndi, sem þurfti að
skera niður, samning við Sauð-
fjárveikivarnir. f samningnum er
bóndanum tryggt fullt innleggs-
verð fyrir allt það fé sem hann
slátrar niðurskurðarhaustið.
Bóndinn velur um tveggja eða
þriggja ára fjárleysi. Fær hann
afurðatjónsbætur er nema 65% af
frálagsverði 15 kg dilks, sam-
kvæmt haustgrundvallarverði,
fyrir hverja „vetrarfóðraða kind“
fyrstu tvö ár samningstímans, en
45% fyrir þriðja fjárleysisárið.
Árið 1987 gerðu 14 bændur
samning við Sauðfjárveikivarnir