Húnavaka - 01.05.1988, Page 269
HUNAVAKA
267
USAH
Þann 29. mars 1987 var 70. hér-
aðsþing USAH haldið í Félags-
heimilinu á Blönduósi í boði
Umf. Hvatar. Var þingið vel sótt
og komu til starfa þar fulltrúar
nýrra aðildarfélaga, Golfklúbbs-
ins Óss, Golfklúbbs Skagastrand-
ar og Taflfélags Blönduóss. Þing-
ið sátu nokkrir gestir og voru
þeirra á meðal bæði formaður og
framkvæmdastjóri UMFÍ og
fulltrúi frá ÍSÍ.
Húnavakan var haldin um
sumarmál að loknum páskum, og
var allvel sótt. Húsbændavakan
var þar á sínum stað, nær ein-
göngu byggð á húnvetnsku efni.
Ræðumaður þar var séra Hjálm-
ar Jónsson. Á Húnavökunni voru
sýnd tvö leikrit. Leikfélag Blöndu-
óss var með frumsamið leikrit
um menn og málefni í sýslunni,
sem nefndist Stormur í glasi, og
Leikklúbbur Skagastrandar
sýndi Síldin kemur og síldin fer,
eftir Kristínu og Iðunni Steins-
dætur. Þá voru dansleikir að
venju, unglingadansleikur og þrír
almennir dansleikir. Kvik-
myndasýningar voru flesta daga
vökunnar. Gefin var út dagskrá
Húnavökunnar, sem dreift var
um Húnavatnssýslu og Skaga-
fjörð, og auglýstu margir í henni.
Fjárhagsútkoma Húnavökunnar
var góð, og betri en vænta má að
jafnaði.
Húnavökuritið kom út
skömmu eftir Húnavöku. Dreif-
ing á ritinu var með svipuðu sniði
og árið þar á undan. Kaupfélag
Húnvetninga hefur einnig verið
með ritið til sölu og hefur salan
verið góð.
Á sambandsþinginu 1987 voru
samþykktar reglur um skiptingu
á hluta USAH i hagnaðinum af
Lottói. Hafa verulegir fjármunir
komið þar hreyfingunni til tekna.
Leggja verður áherslu á að þær
reglur, sem settar eru um fyrr-
greinda skiptingu, stuðli að því
að fjármagnið nýtist hreyfing-
unni sem best til eflingar fjöl-
þættri starfsemi. USAH tók þátt í
sumarbúðum unglinga á Reykj-
um í Hrútafirði eins og undan-
farin ár. Stóðu sömu aðilar og
árið áður að þessari starfsemi,
sem er vaxandi og nýtur mikilla
vinsælda. Auk þess bættust
Dalamenn við. Meðal athyglis-
verðra þátta i sumarstarfi USAH
ber að geta Göngudags fjölskyld-
unnar, sem var 21. júní. Gengið
var á Móbergsfjall, og var þar
göngustjóri þekktur ungmenna-
félagi, Pétur Björnsson á Skriðu-
landi, sem var áttræður á liðnu
ári. Umf. Fram stóð einnig fyrir
göngu um Kálfshamarsvík. Alls