Morgunblaðið - 22.05.2015, Page 11

Morgunblaðið - 22.05.2015, Page 11
Gler, gluggar, glerslípun & speglagerð frá 1922 Mörkinni 4 | 108 Reykjavík | Sími: 565 0000 | Fax: 555 3332 | glerborg@glerborg.is | www.glerborg.is Hurðir og gluggar í miklu úrvali skiptin séu góð og raða krökkunum í hópa.“ Á eigin skinni Aðspurð þvertekur hún fyrir að unglingar með áhugamál af þessum toga eigi öðrum fremur við félags- fælni að stríða sem sé þá í raun tylli- ástæða námskeiðanna. „Auk þess sem meiningin er að krakkarnir hafi gagn og gaman af er markmiðið þó í og með að fyrirbyggja að þeir ein- angrist, af því að á yngri árum þekkja þeir yfirleitt fáa eða enga með sama áhugamál,“ ítrekar Soffía Elín. Sjálf þekkir hún á eigin skinni hversu leiðinlegt er að hafa engan til að tala við um áhugamál sín. „Þegar ég var fimm ára átti ég alla stjörnu- stríðs-kallana, sem ég lék mér með við bræður mína tvo og frændur, horfði á vísindamyndir og fantasíur með þeim og pabba í sjónvarpinu, og fannst að svona ætti lífið að vera. Smám saman hættu bræður mínir og frændur að hafa gaman af þessum köllum og gáfu mér alla sína. Ég stórgræddi, átti ábyggilega 150 kalla af öllu tagi og lék mér með þá þar til ég var að verða 9 ára. Þá var ég orðin svolítið ein á báti með þetta áhugamál, vinkonur mínar höfðu ekkert gaman af svona dóti. Þótt ég yrði svolítið sár þegar mamma hélt að ég væri vaxin upp úr þessu og gaf frændsystkinum mínum stjörnu- stríðs-kallana mína, gleymdi ég þeim von bráðar. Áhugi minn á öllu sem viðkom vísindaskáldskap og fant- asíusögum var þó enn mikill og er enn.“ Margbrotin hugmyndafræði Að vísu dalaði sá áhugi lítillega um skeið, en kviknaði aftur þegar Soffía Elín var sextán ára og fór að horfa aftur á Star Trek-þættina og liggja síðan í og yfir myndum og bók- um um skyld efni. Henni finnst að vonum ekkert undarlegt að unglingar sem og fullorðnir heillist af þessum heimi. „Í rauninni er hvorki hægt að tala um afmarkað né fábreytt áhuga- mál, því hugmyndafræðin að baki sögunum er margbrotin og útpæld, oft eru sögur innan í sögunum, plottin ganga yfirleitt upp og rökhugsunin er í fyrirrúmi.“ Soffía Elín er fyrir löngu búin að fyrirgefa mömmu sinni, sem gaf dýr- gripina forðum. Hún byrjaði bara að safna upp á nýtt og á orðið dágott safn af alls konar gripum. En hún er vandlát, vill eingöngu kalla úr fyrstu þremur stjörnustríðsmyndunum og Star Trek. „Ég legg frekar áherslu á að eignast stór vélmenni og geimskip og hef keypt eitthvað af þeim í gegn- um tíðina,“ segir hún. Gripirnir eru til skrauts á heimili hennar og sál- fræðistofu. Pínulítill nörd? Spurð hvort hún hafi einu sinni verið eða sé kannski nörd svarar hún neitandi – en örlítið hikandi. Kveðst að vísu vera svolítil dellumanneskja, en ekki forfallin því hún hafi alltaf haft dellu fyrir mörgu samtímis. „Til dæmis lék ég mér ekki bara að stjörnustríðs-köllum þegar ég var lít- il heldur líka Barbie og Pony-hestum eins og vinkonur mínar, auk þess sem ég hef alltaf verið mikil áhugamann- eskja um hestamennsku og skíði. Líka útivist, bíla og tónlist svo fátt eitt sé talið.“ Í júní verður hún þó mest með hugann við herkænsku, dreka og dýflissur, nánar tiltekið Nexus No- obs-námskeiðin. Herkænskuspilið Warhammer annars vegar og hlut- verkaspilið Dungeons & Dragons hins vegar. Á hvoru námskeiðinu um sig verða grunnreglur spilsins kennd- ar undir handleiðslu sérfræðinga. Herkænskunámskeiðinu lýkur með því að þátttakendur mála herlið sitt fyrir bardaga þar þeir halda um stjórnartaumana. Og Soffía Elín verður á tengslavaktinni. Soffía Elín stundar doktorsnám í lýðheilsuvísindum við Háskóla Íslands og rannsakar fósturbörn á Íslandi. Hún segir áhuga sinn á fósturbörnum hafa vaknað þegar hún starfaði sem sálfræðingur Barnaverndar Reykja- víkur, enda sneru verkefni hennar þar að ýmsu sem viðkom fóstur- börnum. Hún lauk BA-gráðu í sálfræði frá Háskóla Íslands árið 2003 og meist- aranámi í skóla- og þroskasálfræði frá háskólanum í Western Sydney í Ástralíu 2008. Þar ytra starfaði hún í tveimur grunnskólum þar sem að- stæður voru krefjandi í samfélaginu. Hún hefur verið sjálfstætt starfandi sálfræðingur frá 2011 og sérhæft sig í sálfræðiþjónustu fyrir börn og unglinga, m.a. unnið með sjálfstyrkingu, félagsfærni og ákveðniþjálfun. Rannsakar fósturbörn DOKTORSVERKEFNI DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. MAÍ 2015 Sjúkraflutningamennirnir Arnar Páll Gíslason og Sigurður Bjarni Sveins- son leggja á morgun af stað á gönguskíðum þvert yfir Mýrdals- jökul, frá norðri til suðurs. Tilgangur göngunnar er að safna í sjóð fyrir fjölskyldu Guðsteins Harðarsonar, sem var tveggja ára þegar hann lést í hörmulegu slysi í Meðallandi 6. apríl síðastliðinn. Leiðin er 27 km og ganga þeir félagar einn kílómetra fyrir hvern mánuð í lífi Guðsteins heitins. Leiðangursmennirnir eru sjúkra- flutningamenn við Heilbrigð- isstofnun Suðurlands og vanir fjalla- menn. Þótt ekkert geti dregið úr þeirri sorg sem fjölskyldan gengur í gegnum, segjast þeir vilja a.m.k. gera það sem þeir geti til að létta þeim lífið. „Við viljum ekki að þau hafi peningaáhyggjur ofan á allt annað,“ segir Arnar Páll, frændi Guðsteins. Hægt er að fylgjast með Facebook-síðu leiðangursins, Guð- steinsgangan. Númer styrktarreiknings: 0317-26-103997, kt: 060684-2359. Vefsíðan www.facebook/guðsteinsgangan Leiðangursmennirnir Sigurður Bjarni Sveinsson og Arnar Páll Gíslason eru vanir fjallamenn og ætla að ganga yfir allan Mýrdalsjökul í einum rykk. Til minningar um lítinn dreng Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna. Áhverju ári fáum við einndag til að gera það semvið viljum. Láta stjanavið okkur og fá ekkert samviskubit yfir því. Gera okkur glaðan dag og skammast okkar ekkert fyrir að njóta þess í botn. Fagna hækkandi aldri og fleiri hrukkum. Já, afmælisdagar eru vissulega með skemmtilegri dögum ársins. Sumir njóta þess til hins ýtrasta að eiga afmæli og gera fæðingar- daginn jafnvel að afsökun fyrir hinni ýmsu mis-skynsamlegu hegð- un. Nota hvert einasta tækifæri til að segjast eiga afmæli og vilja jafn- vel að öll vikan sé undirlögð þegar afmælið er annars vegar. Í sumum tilfellum gengur þetta upp en í öðr- um ekki. Á mánudaginn var átti ég afmæli. Ég var þó ekki búin að eiga vikuna út af fyrir mig eða fá að baða mig í sviðsljósinu sem oft fylgir hækk- andi aldri. Ekki ein að minnsta kosti. Konan mín átti nefnilega af- mæli daginn áður. Þetta var auðvit- að engin breyting frá síðustu árum, og það var vissulega viðbúið að við myndum baða okkur í sviðsljósinu saman. En nú hef ég verið að velta því fyrir mér hvort þetta sé algjörlega frábært, eða hrein hörmung. Sökum þessa renna afmælisdagarnir okkar saman í einn langan afmælisdag og allt verður sam- eiginlegt. Við höld- um sameiginlegt partí, fáum sam- eiginlegar afmæl- isgjafir og jafnvel sameiginlegar af- mæliskveðjur. Við erum þó ekki þær einu sem gjalda fyrir þetta, heldur þurfa vinir okkar að líða fyrir tvöfalt afmæl- isspamm á tveimur sólarhringum. Kannski er það ákveðið keppn- isskap í okkur báðum sem verður til þess að við þurfum að toppa okkur hægri vinstri. Og við erum af samfélagsmiðlakynslóð- inni svo að allir fá að vera með. Hvort sem þeir vilja það eða ekki. Á sama tíma hentar það mjög vel að klára af veisluhöldin sem fylgja afmælum. Þetta kann að hljóma furðulega, en staðreyndin er hins vegar sú að þeim fylgir oftar en ekki töluverð fyrirhöfn sem ágætt er að rumpa af á einu bretti. En hvort ætli sé þá betra að eiga afmæli á undan eða ekki? Að mínu mati hentar það mér vel að konan mín eigi afmæli á undan. Ég get skipulagt afmælisdaginn hennar í þaula og keypt gjöf án þess að finn- ast ég þurfa að toppa eitthvað. En ég er þannig af guði gerð að ég kann mér ekki hóf þegar kemur að makanum mínum. Ég geri það því ansi erfitt fyrir hana að koma á eftir og ætla sér að gera allt enn stærra og betra eins og hún vill gera. Þar af leiðandi höfum við kom- ist að þeirri niðurstöðu að njóta og dekra hvor aðra sameiginlega í tvo sólar- hringa og þá þarf ekki að hugsa um það hvor gerir hvað fyrir hvora. Afmælisdögunum fylgir þó sú staðreynd að við erum báðar naut og því miklir nautna- seggir (og þrjóskar – það fylgir víst líka). En þegar öllu er á botninn hvolft held ég að þetta fyrirkomulag henti okk- ur bara stórvel, og ég myndi ekki vilja breyta því. Kannski erum við bara svona afskaplega samrýndar og óþolandi. »Ég var þó ekki búin aðeiga vikuna út af fyrir mig eða fá að baða mig í sviðsljósinu sem oft fylgir hækkandi aldri. Ekki ein að minnsta kosti. Konan mín átti nefnilega afmæli dag- inn áður. HeimurIngileifar Ingileif Friðriksdóttir if@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.