Morgunblaðið - 22.05.2015, Side 14
14 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. MAÍ 2015
BAKSVIÐ
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Framkvæmdahugur er í kúabænd-
um. Menn eru að auka framleiðsluna
með viðbyggingum og breytingum
fjósa, byggingu nýrra fjósa og fjölgun
mjaltaþjóna. Þannig er verið að
byggja tvö risafjós sem hvort um sig
verður með um 240 mjólkandi kúm
og fjórum mjaltaþjónum.
Afar lítið hefur verið fjárfest í úti-
húsum í sveitum frá hruni. Unnsteinn
Snorri Snorrason, bútækniráðgjafi
hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðar-
ins, segir að uppsöfnuð þörf sé á fjár-
festingum. Þá ýti markaðsaðstæður á
bændur að stækka og skerðing á
beingreiðslum ef þeir ná ekki að
framleiða upp í kvótann. Á móti komi
óvissa vegna þess að búvörusamn-
ingur er að renna út.
„Það er pressa á bændum að auka
mjólkurframleiðslu. Kvótinn hefur
verið aukinn mikið tvö ár í röð. Síðan
berast góðar fréttir af útflutningi á
skyri og fjölgun ferðamanna. Eitt-
hvað verður fólkið að borða og
drekka,“ segir Stefán Bragi Bjarna-
son, framkvæmdastjóri VB landbún-
aðar. Fyrirtæki hans flytur inn vélar
og tæki til landbúnaðar og er stærsti
seljandi mjaltaþjóna.
Byrjað á 14-16 fjósum
Stefán segir að bættar markaðs-
aðstæður og bjartsýni hafi skilað sér í
ýmsum framkvæmdum síðustu tvö
árin og nú sé víða verið að huga að
stækkun. „Þrátt fyrir að ákveðin
óvissa sé um hvað tekur við af núver-
andi búvörusamningi eru margir að
spá í breytingar á fjósum og stækkun
og eitt og eitt dæmi er um byggingu
nýrra fjósa,“ segir Finnbogi Magn-
ússon, framkvæmdastjóri Jötuns
véla, en fyrirtæki hans rekur ráðgjaf-
ardeild til að aðstoða bændur við und-
irbúning fjárfestinga.
„Við erum hlaðin bjartsýni um að
Ísland sé landbúnaðarland framtíð-
arinnar. Hér er til svo mikið af vatni
og landið þekkt fyrir hreinleika. Þá
er jarðaverð mun lægra en annars
staðar í Norður-Evrópu og þekking-
arstig gott. Það er aðeins pólitíska
ástandið sem óvissa er um en við
verðum að trúa því að landbúnaður-
inn njóti áfram velvilja stjórnvalda,“
segir Arnar Bjarni Eiríksson, kúa-
bóndi og húsasmíðameistari í Gunn-
bjarnarholti í Árnessýslu. Hann rek-
ur jafnframt fyrirtækið Landstólpa
sem flytur inn fjárfestinga- og
rekstrarvörur fyrir landbúnaðinn.
Flestir sem eru að huga að fjós-
byggingum hafa á einhverjum stigum
undirbúningsins samband við Land-
stólpa út af stálgrindarhúsum, inn-
réttingum eða rekstrarvörum. Arnar
Bjarni veit því um flestar fjósbygg-
ingar. Hann áætlar að ráðist verði í 8
til 10 nýbyggingar fjósa eða meiri-
háttar viðbyggingar á Suðurlandi í ár
og um 6 á Norðurlandi.
Framkvæmdirnar eru mismiklar,
allt frá því að fjölga um nokkrar kýr
og upp í það að byggja ný fjós fyrir
240 kýr. Algengt er að bændur séu að
fara úr 40-50 þúsund lítra framleiðslu
og upp í 60 þúsund lítra og fái sér um
leið sinn fyrsta mjaltaþjón. Nokkrir
eru að fjölga úr einum mjaltaþjóni í
tvo.
Stefán hjá VB landbúnaði reiknar
með að selja 15-18 mjaltaþjóna í ár.
Ef markaðshlutdeild seljenda verður
svipuð og undanfarin ár þýðir það að
rúmlega tuttugu mjaltaþjónar verði
settir upp á landinu í heild.
Kostar hundruð milljóna
Dýrt er að byggja nýtt fjós. Áætlað
er að aðstaðan kosti 1,8 til 2,6 millj-
ónir á hverja mjólkurkú. Það þýðir
120 milljóna fjárfestingu fyrir 60 kúa
fjós og hátt í hálfan milljarð fyrir 250
kúa fjós. Unnsteinn segir að erfitt sé
að láta slíka fjárfestingu borga sig.
„Þetta er þungt og hefur alltaf verið
þungt í landbúnaði og ekki víst að bú-
skapurinn sjálfur geti staðið undir
henni án sérstakra ívilnana.“
Þeir sem rætt var við telja að
bændur vandi betur undirbúning
stórfjárfestinga en oft áður. Finnbogi
Magnússon segir greinilegt að hópur
bænda bíði eftir rétta tækifærinu til
að hefjast handa. Aðrir láti vaða.
Andri Daði Aðalsteinsson, markaðs-
stjóri hjá Límtré-Vírneti, segir að
fyrirtækið sé að byggja nokkur úti-
hús í sveitum, aðallega fjós, og tals-
vert sé um fyrirspurnir. Hann metur
stöðuna þannig að margir séu að taka
stöðuna, meta hvort vit sé í að ráðast í
uppbyggingu. Flestir séu að hugsa
um nýbyggingar til að geta fullnægt
nýlegri reglugerð um aðbúnað dýra.
„Ég dáist alltaf að því hvað bænd-
ur eru duglegir að veðja á framtíðina.
Þegar byggt er nýtt fjós og keyptir
mjaltaþjónar eru menn að fara í fjár-
festingu sem greiðist niður á löngum
tíma, 30 til 40 árum. Þeir leggja allt
undir, heimili sitt og atvinnu. Öll fjár-
festing er því meiri binding og stærri
ákvörðun en í öðrum atvinnurekstri,“
segir Stefán Bragi Bjarnason.
Tvö stærstu fjósin sem nú er verið
að byggja eru ætluð fyrir 240 til 250
mjólkandi kýr og fjóra róbóta til
mjalta. Það fyrra er á vegum Sel-
bakka, dótturfélags útgerðarfélags-
ins Skinneyjar-Þinganess á Horna-
firði, og er staðsett í Flatey á Mýrum.
Hitt er Arnar Bjarni Eiríksson í
Gunnbjarnarholti byrjaður að
byggja.
6.000 fermetra fjósbygging
Bygging fjóssins í Flatey er lengra
komin. Vinnu við að framleiða lím-
trésbita í 6.000 fermetra fjósbygg-
ingu er að ljúka í verksmiðju Lím-
trés-Vírnets á Flúðum og verður hún
reist í júlí. Fjósið verður það stærsta
á landinu.
Þetta er aðeins fyrsti áfangi því
áform eru uppi um frekari uppbygg-
ingu í Flatey. Í fjósinu verða 4 nýir
mjaltaþjónar frá Lely og leysa þeir af
hólmi tvo eldri mjaltaþjóna. Stefán
Bragi hjá VB landbúnaði segir að
sérstaklega vel sé staðið að öllum
undirbúningi hjá Selbakka enda mik-
ilvægt að markmið um sparnað í
vinnuafli og öðrum kostnaði náist
með slíkum fjárfestingum.
Tvö 240 kúa
fjós nú í
byggingu
Búist við að rúmlega 20 nýir mjalta-
þjónar komist í gagnið á þessu ári
Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson
Kýr í fjósi Nýjar reglur um velferð og aðbúnað mjólkurkúa knýja suma
bændur til að huga að endurnýjun framleiðsluaðstöðu á búunum.
Margir bændur huga að nýbyggingum eða breytingum á fjósum og nokkrir eru komnir af stað
„Ég er búinn að
grafa grunninn
og er að klára
brunahönnun.
Hugmyndin er
að fara að dóla
sér af stað,“
segir Arnar
Bjarni Eiríks-
son, bóndi og
húsasmíðameist-
ari í Gunnbjarn-
arholti. Hann er að byggja 240
kúa fjós.
Arnar rekur tvö kúabú, í Gunn-
bjarnarholti og Skáldabúðum og
hyggst sameina þau á fyrrnefnda
staðnum og stækka um leið. Hann
er nú með alls um 160 mjólkandi
kýr og hefur verið að fjölga að
undanförnu, þannig að stækkunin
nemur 60 kúm. Fjórir mjaltaþjón-
ar verða í nýja fjósinu en nú þeg-
ar eru þrír í þessum tveimur fjós-
um.
Ætlunin er að flytja inn í nýja
fjósið á fyrri helmingi næsta árs.
Segir Arnar að það megi ekki
dragast mikið því núverandi að-
staða sé fullnýtt og nauðsynlegt
að fá meira rými.
Nýja byggingin er stálgrind-
arhús sem Landstólpi, fyrirtæki
Arnars, flytur inn frá Hollandi.
Hann hefur lengi átt farsælt sam-
starf við þennan framleiðanda og
eru húsin sem þaðan hafa komið
að nálgast 100. Þau hafa verið
sett upp víða um land.
Arnar ætlar að gera tilraunir á
eigin húsi með því að hafa hlið-
arnar opnar. Loftræstingin verð-
ur í gegn um gardínur á hlið-
unum. Það fyrirkomulag er
allsráðandi í Evrópu. „Ég mátti
til að prófa þetta hér,“ segir Arn-
ar Bjarni.
Sameinar tvö bú í
nýju fjósi og fjölgar
kúnum um leið
Arnar Bjarni
Eiríksson
Örn Karlsson á Sandhóli er með
áform um að hefja myndarlega
framleiðslu á nautakjöti í samvinnu
við fleiri ábúendur í Meðallandi.
Hann hefur fengið byggingarleyfi
hjá Skaftárhreppi fyrir 240 gripa
fjósi fyrir nautaeldi.
Örn bindur vonir við að frumvarp
sem heimilar innflutning á erfðaefni
til að byggja upp holda-
nautastofninn nái fram að ganga á
Alþingi. Í umsögn til Alþingis bendir
hann á að mjólkurkúastofninn henti
illa til kjötframleiðslu vegna lítils
vaxtarhraða gripanna. Til að ná ár-
angri þurfi nautakyn sem vaxi hratt.
„Til að hægt sé að lyfta nautakjöts-
framleiðslu á hærra stig og gera úr
henni alvöru búgrein er nauðsynlegt
að fá inn til landsins nýtt erfðaefni,“
skrifar hann Alþingi.
Örn tekur fram í samtali við
Morgunblaðið að áformin myndu
breytast ef frumvarpið næði ekki
fram að ganga. Þyrfti að endur-
skoða hversu hratt yrði farið í upp-
byggingu og hversu stórt búið yrði.
Hann segir að framkvæmdin verði
alltaf áfangaskipt. „Við stefnum að
því að setja upp hús fyrir 125 gripi í
sumar.“
Holdanautin verða alin í fjósinu.
Húsið verður einfaldara, þar sem
ekki þarf aðstöðu til að mjólka. Þá
munu nautin liggja í hálmstíum.
Mikil kornrækt er á Sandhóli og ná-
grannabæjum og fást not fyrir hálm-
inn við nautaeldið.
Undirbúa byggingu
fjóss í Meðallandi
fyrir 240 holdanaut
Galloway-gripir í holdanautaræktun.
Skútuvogi 6 - Sími 568 6755
plankaparket
Verðdæmi:
190 mm Eik Rustik burstuð
mattlökkuð 7990.- m
Vegna afnáms Vörugjalda
nú kr. 6.990 m2