Morgunblaðið - 22.05.2015, Side 15

Morgunblaðið - 22.05.2015, Side 15
FRÉTTIR 15Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. MAÍ 2015 Þorsteinn Ásgrímsson thorsteinn@mbl.is Hvenær verður stöðugt gengi stöð- ugt gengi, því ljóst er að stöðugt gengi er ekki alltaf það sama og stöð- ugt gengi. Í raun er þessi heimspeki- lega spurning orðin að gildri spurn- ingu í stóra markaðsmisnotkunar- máli Kaupþings þar sem menn hafa hingað til frekar kafað í tæknilegar lögskýringar eða tölulegar stað- reyndir. Verjendur málsins hafa síð- ustu daga gert fjölmargar athuga- semdir við það hvernig mál saksóknara er sett fram í ákæru og einnig hvernig framburður vitna og gögn málsins hafi verið notuð vísvit- andi á villandi hátt, eða gögnum sem bendi til sakleysis hafi verið sleppt yfir höfuð. Vífill Harðarson, verjandi Péturs Kristins Guðmarssonar, fv. starfs- manns eigin viðskipta bankans, gerði eitt þessara atriða að umtals- efni í gær, en hann benti á að í ákær- unni væri rakið hvernig hlutabréfa- verð Kaupþings hefðu þróast á ákveðnu tímabili. Villuleit í réttarsal Segir hann meðal annars að hluta- bréfaverð bankans hafi lækkað hratt frá byrjun nóvember 2007, þegar það var 1.090 kr. á hlut, og fram í miðjan febrúar 2008, þegar það var komið niður í 700 krónur á hlut. Á næstu mánuðum „tókst ákærðu í upphafi að hækka verðið aftur og síðan að halda því nokkuð stöðugu,“ með miklum hlutabréfakaupum. Var nokkrum tíma varið í umræður um það hvenær stöðugleiki væri stöðugleiki. Í gær fann verjandi ákærða, Ein- ars Pálma Sigmundssonar, upp á leik sem hann hvatti viðstadda til að taka þátt í. Hann sagði í málflutn- ingi sínum að það væri ótrúlegt að sjá ákveðinn grundvallar misskiln- ing í rökstuðningi með ákæru máls- ins og sagði að þetta væri eins og leikurinn að finna fimm villur. Setti hann upp tvær málsgreinar úr ákær- unni og sagði viðstöddum að finna þær þrjár villur sem þar væri að finna. Tvær villur sagði hann tengj- ast útreikningi á þróun gengis ann- ars vegar og gengislækkun krónunn- ar hins vegar. Ekki kom fram hver sú þriðja var að mati verjandans. Margt hefur því verið rætt í réttarsal síðustu daga en eftir sem áður hafa dagarnir verið nokkuð einsleitir þar sem mikið hefur verið um endurtekningar og flókin laga- tæknileg atriði. Hafa nú þegar verj- endur sjö af ákærðu farið í gegnum málflutning sinn, en flest málin skar- ast talsvert og ítrekanir samkvæmt því. Heimspekilegt í réttarsal Umræður Pétur Kristinn og verjandi hans Vífill Harðarson í réttarsal þar sem margt hefur verið rætt að undanförnu. Í gær var rætt um stöðugleika.  Leitað að villum í gögnum saksóknara að áeggjan verjanda ákærða í markaðs- misnotkunarmáli Kaupþings  Hvenær verður stöðugt gengi stöðugt gengi? Morgunblaðið/Árni Sæberg Húnaþing vestra hefur nú lokað urðunarstað sínum að Syðri– Kárastöðum og þannig bæst í hóp fjölmargra sveitarfélaga sem hafa stigið það skref. Frá árinu 2012 hefur 14 urðunarstöðum verið lok- að, sem þýðir að urðunarstöðum á Íslandi hefur fækkað um tæp 40% á fjögurra ára tímabili. Frá þessu er greint á heimasíðu Umhverfisstofnunar og þar segir að aukin endurvinnsla úrgangs og samdráttur í urðun séu lykilþættir í þessari þróun en kröfur um mengunarvarnir sem urðunar- staðir þurfa að uppfylla hafi einnig áhrif. „Við lokun urðunarstaðar ber rekstraraðili ábyrgð á hreinsun og frágangi staðarins og hann ber ábyrgð á eftirliti og vöktun í allt að 30 ár eftir lokun. Þegar urðunar- stað er lokað gefur Umhverfis- stofnun út svokölluð fyrirmæli um frágang og vöktun þar sem mælt er fyrir um hvernig rekstraraðilanum beri að standa að hreinsun, frá- gangi, eftirliti og vöktun. Þessum fyrirmælum er þinglýst á viðkom- andi jörð,“ segir á ust.is aij@mbl.is Fjórtán urðunarstöðum fyrir úrgang hefur verið lokað á undanförnum fjórum árum Gunnar Bragi Sveinsson utanríkis- ráðherra tók í fyrradag við He- ForShe verðlaunum UN Women. Verðlaunin eru veitt því landi sem stendur sig best í að fá karla til liðs við jafnréttisbaráttuna. Samkvæmt tilkynningu frá utan- ríkisráðuneytinu hefur næstum einn af hverjum tólf íslenskum karl- mönnum á aldrinum 15-64 ára gengið til liðs við hina alþjóðlegu HeForShe herferð og talaði Khet- siwe Dlamini hjá UN Women um hversu gott fordæmi slíkt væri fyrir önnur lönd í heiminum. Hún nefndi sérstaklega hversu hrifin hún væri af átaki íslensku landsnefndar UN Women og hvatti alla íslenska karl- menn til að ganga til liðs við He- forShe á heforshe.is Ísland gott fordæmi Verðlaun Khetsiwe Dlamini hjá UN Women afhenti Gunnari verðlaunin. Ljósmynd/UN Women/Ryan Brown Munur á dýrasta og ódýrasta fisk- inum úr fisk- borðum er allt að 153%. Þetta leiddi saman- burður Verðlags- eftirlits ASÍ í ljós, þar sem bor- ið var saman verð á fisk- afurðum í 25 fiskbúðum og öðrum verslunum með fiskborð víðsvegar um landið sl. miðvikudag. Kannað var verð á 33 algengum tegundum fiskafurða. Í um 70% tilvika var verðmunurinn á hæsta og lægsta að lágmarki 50%. Lægsta verðið var oftast hjá Litlu fiskbúðinni, Miðvangi, Hafnarfirði eða í 14 tilvikum af 33 og hjá Litlu fiskbúðinni Háaleitisbraut í 9 til- vikum. Verslunin Kjöt og fiskur Bergstaðastræti var með hæsta verðið í 6 tilvikum af 33. Mestur verðmunur í könnuninni, 153%, var á súrum hval sem var dýrastur á 3.763 kr./kg hjá Fiskbúð Sjávarfangs, en ódýrastur á 1.490 kr./kg hjá Litlu fiskbúðinni Háa- leitisbraut. Minnstur verðmunur, 24%, var á roðflettu og beinlausu ýsuflaki sem var ódýrast á 1.690 kr./kg hjá Litlu fiskbúðinni Mið- vangi. Dýrast var ýsuflakið, 2.090 kr./kg, hjá Hagkaupi, Kringlunni og Kjöt og fisk. Ekki er lagt mat á gæði eða þjónustu, einungis verð. 153% verðmunur á súrum hval samkvæmt verðsamanburði Verðlagseftirlits ASÍ Úr fiskborði Verð- munur er á fiski. Funahöfði 1 | 110 Reykjavík | Sími 567 4840 | www.bilo.is | bilo@bilo.is KIA SORENTO EX LUXURY 2,5 02/2006, ekinn 163 Þ.km, dísel, sjálfskiptur. TILBOÐSVERÐ 1.990.000, ásett verð 2.290þkr. Raðnr.253577 DODGE CHARGER R/T Árg. 2006, ekinn 120 Þ.km, 5,7L, sjálfskiptur. Verð 2.890.000. Rnr.253124 FORD MUSTANG GT PREMIUM Árg. 2005, ekinn 93 Þ.km, 8 cyl, sjálfskiptur. Supercharged, ca. 500 hö! Verð 3.980.000. Raðnr.253617 FIAT JOINT 1 HÚSBÍLL 03/2007, ekinn aðeins 19 Þ.km, dísel, 5 gírar. Verð 5.590.000. Raðnr.310829 TOYOTA HILUX DOUBLE CAB D/C SR 38“ Breyttur 09/2007, ekinn 100 Þ.km, dísel, sjálfskiptur, pallhús ofl.Verð 5.880.000. Raðnr.285576 Þú finnur bílinn á bilo.is Auglýstir bílar eru á staðnum Skráðu bílinn á bilo.is Ármúli 32, 108 Reykjavík Sími 568 1888 www.parketoggolf.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.