Morgunblaðið - 22.05.2015, Page 20

Morgunblaðið - 22.05.2015, Page 20
Umræðan MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. MAÍ 2015 Nýlega sögðu dýra- læknar, að þeir ættu ekki í stríði við bændur. Þá er mér spurn, hvort heilbrigðisstéttirnar, sem eru í svo grjót- hörðu verkfalli, að lífi fólks er ógnað að meira eða minna leyti, séu í stríði við sjúklinga og þá, sem veikjast og þurfa á þjónustu heil- brigðisstétta að halda? Það væri hægt að ætla, að svo sé, eins og málum er komið hér á landi núna. Hvað þarf eiginlega að gerast, til þess að þetta fólk geri sér grein fyrir, að framkoma þess er óboðleg í sið- menntuðu þjóðfélagi, eins og við Ís- lendingar teljum, að sé hér á landi? Ég spyr líka ríkisstjórnina, hvort þeir þurfi að finna það á eigin skinni hvernig ástandið er orðið í heil- brigðis- og sjúkrahússmálum, áður en þeir fara að láta sverfa til stáls í verkföllunum og hafa lagasetningu á verkföllin tilbúin til afgreiðslu á þingi til að þrýsta á um lausn deilunnar, eins og forverar þeirra gerðu oftar en ekki hér á árum áður, þegar allt stóð stál í stál og ekkert gerðist. Eða hvað halda þessir ungu menn, sem nú stjórna þjóðinni, að faðir minn og aðr- ir verkalýðsforingjar á síðustu öld hafi oft þurft að eiga í kjaraviðræðum og semja um kaup og kjör með laga- setningu og kjaradóm hangandi yfir höfðum sér, vegna þess að þáverandi ríkisstjórnir höfðu ekki þá þolinmæði, sem þessi ríkisstjórn virðist hafa? Ég veit, að föður mínum var ekki verra við nokk- uð annað, en að yrðu sett lög á sjómenn og málið látið í kjaradóm, ef hvorki gekk né rak. Þá var líka meiri sveigj- anleiki til í samningum, og þeir, sem þá sátu við samningaborðið, kunnu líka þá tækni að semja um kaup og kjör, nokk- uð, sem þetta lið virðist vanta vitneskju um, og þó hélt ég, að Páll Halldórsson, Sigurður Bessason og aðrir verkalýðsforingjar væru eldri en tvævetrir í þeim efnum. Hér áður fyrr, ef þref um kaup- taxta ætlaði að standa samningum fyrir þrifum, þá settu menn það til hliðar og reyndu að koma sér saman um aðra hluti, sem þeir þurftu að semja um, og þeir vissu, að nokkurn veginn var samkomulag um, og klár- uðu það fyrst, sneru sér síðan að launakröfunum. Ef þetta fólk, sem á í samningviðræðum í dag, heldur líka, að það þurfi ekkert að slá af kröf- unum til að ná saman, þá er það grænna, en ég hélt, að það væri. Þeir, sem eldri eru í hópnum, ættu að vita betur. Það þarf tvo til. Þessar kröfur þeirra eru líka með þvílíkum hætti, að það er ekki hægt að ganga að þeim. Þetta fólk á að gera sér grein fyrir, að það er heldur ekki hægt að líkja Ís- landi við forrík milljónalönd, þótt við kunnum að vera rík á margan hátt. Það varð líka hér bankahrun. Ekki má gleyma því. Um hvað væri líka að semja í framtíðinni, ef fólk fengi alla hækkunina í einu? Það sér hver heil- vita maður, að þetta gengur ekki upp, sem fólk fer fram á, hvernig sem á það er litið. Oft þurftu faðir minn og aðrir verkalýðsforingjar síðustu aldar að fórna hærri launatölu, en fengu þá eitthvað í staðinn, sem var nauðsyn- legt fyrir launafólk, og gátu þá gengið nokkurn veginn sáttir frá borði. Stífni og óbilgirni borgar sig aldrei í samn- ingum. Það hélt ég nú, að þetta fólk, sem er að semja í dag, ætti að vita. Ég spyr líka ríkisstjórnina, hvenær henni finnst nóg komið af þessum ósköpum, sem við búum við í dag? Finnst henni virkilega ekki mál að linni og kominn tími til að fara að hóta lagasetningu og kjaradómi, ef ekki semst innan ákveðins tíma? Ég er ansi hrædd um, að Ólafur Jóhann- esson, Jóhann Hafstein, og afabróðir og alnafni núverandi fjármálaráð- herra, Bjarni Benediktsson, hafi ekki verið eins þolinmóðir á sínum tíma og eftirmenn þeirra í ráðherrastólum í dag. Þessir heiðursmenn, sem ég nefndi hér áðan, sátu ásamt fjármála- og félagsmálaráðherrum sínum oft í Karphúsinu með deiluaðilum og yfir þeim jafnvel, þangað til samningar voru í höfn, þegar illa gekk, og reyndu með ýmsu móti að liðka fyrir samningum. Þeir heiðursmenn hefðu líka verið búnir að setja lög á svona verkföll, þar sem lífi fólks er jafnvel ógnað með stífum verkfallsaðgerðum, og matvælaiðnaðurinn sömuleiðis í húfi, og látið málin í kjaradóm heldur en að láta þetta ganga svona viku eft- ir viku, mánuð eftir mánuð, án þess að nokkuð gerist, og kjötfjall hleðst upp á meðan, svo að sé ekki minnst á þá lífshættu, sem heilbrigðisstétt- irnar setja verst settu sjúklingana í. Þessi framkoma verkfallsfólks getur líka orðið til þess, að verkfallsrétt- urinn verði tekinn af því, því að þetta er farið að ganga alltof langt út yfir öll mörk. Nú þarf ríkisstjórnin að fara að brýna sig og sýna sínar klær, áður en í algert óefni er komið og hafa lagasetningu tilbúna inná þingi, ef ekki vill betur. Þetta fólk gerir ekki neitt, meðan það hefur enga pressu á sér eins og lagasetningu og kjara- dóm, sem er það allra versta, sem nokkur samningsaðili vill fá yfir sig. Það verður að fara að setja pressu á þetta lið. Annað gengur ekki. Þol- inmæði landans gagnvart þessu er löngu liðin. Ég skora því á rík- isstjórnina að grípa til róttækra ráð- stafana, áður en ástandið verður al- gerlega óþolandi fyrir landann. Mál er löngu að linni. Verkföll, kjarasamningar og ríkisstjórnir fyrr og nú Eftir Guðbjörgu Snót Jónsdóttur »Ég veit, að föður mínum var ekki verra við nokkuð annað, en að yrðu sett lög á sjómenn og málið látið í kjaradóm, ef hvorki gekk né rak Guðbjörg Snót Jónsdóttir Höfundur er guðfræðingur og fræðimaður. „Alþingismenn, hver um sig, gætu kosið leynilegri kosningu þá menn utan þings sem þeir treysta best. Þeirra eina hlutverk væri að sætta þá deiluaðila sem nú berast á bana- spjót.“ Þannig hljóðar tillaga okkar hér fyrir vestan sem við settum fram um daginn. Ríkisstjórnin gæti að sjálfsögðu einnig staðið að slíku máli ef hún þekkti sinn vitj- unartíma. En það hlustar náttúrlega enginn maður á svona vitlausar til- lögur. Samt höldum við að það væri tilbreyting fyrir Alþingi að standa einu sinni á þennan hátt að tilnefn- ingu manna til þjóðþrifaverka. Nokkra hina bestu menn úr öllum landsfjórðungum. Þessir umræddu góðu menn eru úti á stéttunum. Nú þarf skynsamlegar viðræður á bak við tjöldin eins og allir raunsæir menn nota þegar í harðbakkann slær. Nota má síma og internetið og hvað eina. Styðja við bakið á þeim í Karphúsinu. Tíminn er naumur. Nú býður þjóðarsómi. Hallgrímur Sveinsson. Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12 velvakandi@mbl.is Hinir bestu menn eru úti á stéttunum Morgunblaðið/Þorkell Alþingi Bréfritari vill menn utan þings til hjálpar. Viðhorfið var að börn ættu að sjást en ekki heyrast. Börn áttu að þegja þegar full- orðna fólkið talaði og á meðan fréttirnar voru í útvarpinu. Þau máttu ekki hafa hátt til að trufla ekki foreldrana sem voru að vinna heima eða fá sér í glas. Helst áttu börn bara að vera úti að leika eða inni í herbergi, nema rétt á meðan þau settust prúð við matarborðið. Sumir eru sterkir og láta mótlætið verða hvatningu til að verða eitthvað margt og mikið. Þeir ætla að sýna for- eldrunum og samfélaginu að þeir séu einhvers virði og eigi skilið að það sé hlustað á þá. Þeir sækja í frægð og ríkidæmi eða völd og áhrif. En aðrir verða vonlausir, hjálparlausir og framtakslausir og álykta að þeir hafi enga stjórn á lífinu. Þeir hafi ekki rétt á að hafa langanir og þrár, drauma og vænt- ingar og verði bara að taka því sem kemur og bíða af sér óþægindin. Börn sem alast upp við að þau séu fyrir og megi ekki hafa hátt hætta að vera þau sjálf. Þau fyllast ótta af því að vera fyrir eða vera að ónáða aðra. Þau bæla niður eigin þarfir og langanir því þau lærðu strax í æsku að aðrir ganga fyrir. Sjálfstraustið er brotið því þau voru alltaf að reyna að vera eitthvað sem þau voru ekki í stað þess að fá hrós fyrir það sem þau voru. Ef það var aldrei hlustað á þínar skoðanir, þarfir eða langanir í æsku er eðlilegt að þú eigir erfitt með að vita hvað þú vilt á fullorðinsárum. Þú ert kannski í aðstæðum sem þú ert ekki sátt við en hefur ekki styrk til að standa með sjálfri þér. Kannski held- urðu að þú eigir ekki rétt á að upp- fylla þarfir þínar eða drauma. Sumir hegna sér með því að borða sælgæti og kökur, til að bæta sér upp skort á vellíðan og bæla niður skömmina yfir að vera ekki nógu góðir. Sumir neita sér um það sem þeim finnst skemmti- legt því þeir eru hræddir um að verða sér til skammar. Sumir eru hræddir við að mistakast og þar með yrði það staðfest að þeir séu ómögulegir og eigi ekkert gott skilið. Á meðan við ekki uppfyllum eigin þarfir, langanir og drauma erum við ekki sátt, heldur söfnum upp ótta, sektarkennd og skömm. Við forðumst að hugsa um eigin vanlíðan heldur einbeitum okkur að því að uppfylla þarfir og langanir annarra, þar til kemur að því að við fáum kvíðaköst eða verðum þunglynd. Þú getur lært að standa með sjálfri þér og byggja sjálfa þig upp. Þú getur fundið innri styrk til að gera það sem þú vilt. Þú þarft ekki endilega að koll- varpa lífinu til að verða hamingjusöm, það er nóg að vera í tengslum við til- finningar sínar og þarfir, leyfa ein- hverjum draumum að rætast og segja hvað þér finnst, því aðrir vita ekki hvernig okkur líður eða þegar þeir særa okkur nema við segjum þeim það. Með heilun getur þú hreinsað út uppsafnaðar tilfinningar og unnið með fortíðina þannig að hún hætti að draga úr þér kjarkinn. Ertu sátt við lífið? Eftir Hildi Þórðardóttur » Þegar við hunsum eigin þarfir og lang- anir og uppfyllum að- eins þarfir og langanir annarra kemur að því að við fáum kvíðaköst eða þunglyndi. Hildur Þórðardótttir Höfundur er rithöfundur, þjóðfræð- ingur og heilari, hildurheilari.blog.is. Vatnsendahlíð 134, 311 Borgarnesi Glæsilegur nýlegur 79,6 fm sumar- bústaður á frá- bærum stað við Skorradalsvatn í landi Vatnsenda- hlíðar. Fallegt útsýni er yfir vatnið. Bústaðurinn með verönd allan hringinn, heitum potti og geymslurými undir bústaðnum. Lóðin er öll skógi og kjarri vaxin. V. 27 m. 3996 MAGNÚS SÝNIR S. 617 1712 OPIÐ HÚS VERÐUR UM HVÍTASUNNUHELGINA Kíktu á úrvalið í vefversluninni á michelsen.is Laugavegi 15 - 101 Reykjavík Sími 511 1900 - www.michelsen.is ARMANI 38.400 kr. TISSOT 63.300 kr. Daniel Wellington 29.800 kr. SKAGEN 38.700 kr. BÖRKUR 24.400 kr. Glæsilegar útskriftar- gjafir fyrir herra

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.