Morgunblaðið - 22.05.2015, Qupperneq 21
MINNINGAR 21
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. MAÍ 2015
✝ Ingi SteinarÓlafsson fædd-
ist að Fossá í Kjós
21. janúar 1932.
Hann lést á hjúkr-
unarheimilinu Sól-
túni í Reykjavík 11.
maí 2015.
Foreldrar hans
voru hjónin Ásdís
Steinadóttir, f. að
Valdastöðum í Kjós
28. júlí 1911, d. 7.
janúar 2000, og Ólafur Ágúst
Ólafsson, f. að Fossá í Kjós 1.
ágúst 1902, d. 7. janúar 1988.
Systkini Inga Steinars eru: Unn-
ur, f. 17. nóvember 1930, d. 18.
nóvember 2003, Ólafur Þór, f.
10. desember 1936, og Tómas, f.
24. desember 1938.
Steinar giftist 13. desember
1958 eftirlifandi eiginkonu
Hvanneyri og útskrifaðist þaðan
sem búfræðingur.
Lengst af starfaði Steinar hjá
Búnaðarsambandi Kjalarnes-
þings, en síðar við almenn
smíðastörf hjá Stólpa ehf.
Steinar var mikill áhugamað-
ur um íþróttir og æskulýðsstörf.
Allt frá unga aldri tók hann
virkan þátt í starfi Ungmenna-
félagsins Drengs. Þar sat hann í
stjórn og sem formaður. Var
hann gerður að heiðursfélaga
fyrir störf sín. Steinar sat einnig
í stjórn UMSK.
Helstu áhugamál Steinars
voru fjölskyldan, ræktun í sum-
arbústaðalandinu í Kjósinni,
tónlist, dans, skák, bridge og
veiðimennska.
Útför Steinars fer fram frá
Kópavogskirkju í dag, 22. maí
2015, og hefst athöfnin kl. 15.
sinni, Ninnu B. Sig-
urðardóttur,
íþróttakennara frá
Háreksstöðum í
Norðurárdal í
Borgarfirði, f. 29.
júní 1938. Dætur
þeirra eru: 1)
Ágústa Kristín, f. 4.
október 1959, gift
Þórarni Ásgeirs-
syni, börn þeirra
eru: a) Jón Steinar,
b) Ninna og c) Jóna. 2) Þuríður
Elín, f. 27. júní 1961, gift Ragn-
ari Björnssyni, börn þeirra eru:
a) Fanney og b) Kjartan.
Steinar flutti með foreldrum
sínum að Valdastöðum í Kjós 6
ára gamall og ólst þar upp við
almenn sveitastörf. Hann gekk í
farskóla í sveitinni sinni, nam
síðan við Bændaskólann á
Nú er hann Steinar, hinn
ágæti maður, látinn. Það sem ég
skrifa hér eru örfá minningabrot
af kynnum okkar í áratugi.
Steinar var bráðmyndarlegur
maður, það sá ég þegar ég sá
hann snöggvast er hann kom
austur að Laugarvatni um há-
vetur, vonbiðill Ninnu skólasyst-
ur minnar sem þarna var kom-
inn að heimsækja hana.
Áður en langur tími leið voru
þau komin í hjónaband og Stein-
ar dáði Ninnu sína alla tíð og var
stoltur af henni.
Við skólasystkinin frá Laug-
arvatni höfum haldið hópinn og
makar okkar urðu brátt hluti af
hópnum.
Margar góðar stundir höfum
við átt saman vinahópurinn, við
höfum farið í ferðalög bæði inn-
anlands og utan, alltaf sami góði
félagsskapurinn með gleði- og
kátínuspjalli og alltaf mikið
sungið. Steinar var góður félagi
og stutt í grín og glens, hann var
ágætlega hagmæltur og margar
voru þær vísurnar er hann orti
við hin ýmsu tækifæri.
Við vorum oftlega að yrkjast
á nokkur úr vinahópnum, það
kryddaði tilveruna.
Steinar hafði gaman af veiði-
skap enda fæddur og uppalinn við
Laxá í Kjós. Þau Ninna byggðu
sér sumarbústað í landi Valda-
staða og kölluðu hann Steinahlíð,
fljótlega var þarna kominn skógi
vaxinn gróðurreitur.
Ninna sem vann á unglings-
árum sínum í Skógræktinni hef-
ur þann hæfileika að allt grær í
höndum hennar, tré blóm og
matjurtir.
Steinar ræktaði þar kart-
öflur, heimsins bestu kartöflur
hef ég alltaf sagt.
Hann laumaði gjarnan að mér
nokkrum vel spíruðum kart-
öflum á vorin svo að ég gæti sett
þær niður í örlitla garðinn minn
og jafnvel í blómabeð.
Honum fannst nú lítið til
koma með ræktunina hjá mér
enda hefur mér aldrei tekist hún
nándar nærri eins vel og hjá
honum.
Að vera boðin í sumarbústað-
inn til þeirra Ninnu og Steinars
hefur alltaf verið gleðiefni.
Gestrisin og glaðvær hafa þau
tekið á móti gestum sínum.
Steinar búinn að flagga og
allt hjá þeim snyrtilegt og í
blóma og Ninna með hlaðið borð
af veitingum, myndarskapurinn
uppmálaður.
Alltaf hefur það verið sér-
stakt og gaman að ganga um og
skoða landareignina þeirra,
þræða ótal stíga og leynigöng og
þá eru bekkir og borð hér og þar
og alltaf hefur eitthvað bæst við
ræktunina frá síðustu heim-
sókn. Þá útbjuggu þau hjónin
púttvöll á lóðinni og þar hefur
verið leikið golf af miklum
krafti.
Börnin þeirra og barnabörnin
hafa vanist golfinu frá barn-
æsku og hafa nokkur þeirra
starfað við golfvelli og einnig
keppt á golfmótum víða um
land.
Við sem höfum verið gestir
höfum oftlega tekið þátt í pútt-
keppnum á vellinum góða í
Steinahlíð og þótt kappið væri
stundum mikið var alltaf hlegið
og gantast og allir skemmtu sér
konunglega.
Þau hjónin Ninna og Steinar
voru bæði gefin fyrir söng og
músík, þau komu t.d. jafnan á
tónleika hjá okkur í Skagfirsku
söngsveitinni og fóru einnig í
söngferðir með okkur til Evrópu
og Kanada.
Það var alltaf gaman þegar
vinir og ættingar bættust í hóp-
inn þegar við fórum utan. Þetta
eru ógleymanlegar og frábærar
ferðir.
Ég þakka Steinari vináttu og
góð kynni og sendi fjölskyldu
hans innilegar samúðarkveðjur.
Rannveig Káradóttir
(Ranna).
Ingi Steinar Ólafsson HINSTA KVEÐJA
Umhyggju og ástúð þína
okkur veittir hverja stund.
Ætíð gastu öðrum gefið
yl frá þinni hlýju lund.
Gáfur prýddu fagurt hjarta,
gleðin bjó í hreinni sál.
Í orði og verki að vera sannur
var þitt dýpsta hjartans mál.
(Ingibjörg Sigurðardóttir)
Þökkum samfylgdina,
kæri frændi.
Ólafur Helgi, Ásdís,
Vigdís og Valdís.
✝ Ágústa Ingi-björg Hólm
fæddist í Reykja-
vík 10. september
1943. Hún lést á
líknardeild Land-
spítalans í Kópa-
vogi 15. maí 2015.
Foreldrar henn-
ar voru Haukur
Johnsen, f. 17.11.
1914 í Ofanleiti,
Vestmannaeyjum,
d. 17.5. 1957, og Ólafía Jóns-
dóttir, f. 18.10. 1907 á Syðstu-
Mörk, V-Eyjafjallahr., Rang., d.
31.8. 1953. Kjörfaðir hennar
var Guðbjartur Hólm Guð-
bjartsson, f. 7.12. 1917, d. 6.11.
1989. Hálfbræður sammæðra:
Gunnar Hólm Guðbjartsson, f.
1945, Guðjón Hólm Guðbjarts-
son, f. 1948, og Ólafur Sig-
dericia . Gísli Karlsson er fædd-
ur 19. júlí 1940. Foreldrar hans
voru Karl Sveinsson, f. 1899, d.
1997, og Hákonía Gísladóttir, f.
1915, d. 2009, bændur í
Hvammi á Barðaströnd. Ágústa
og Gísli fluttust til Hvanneyrar
í Borgarfirði árið 1971, í Borg-
arnes 1985 og til Reykjavíkur
árið 1988. Þau slitu samvistum
árið 1996. Synir þeirra: 1)
Benedikt, f. 1974, maki Ragn-
heiður Ásta Guðnadóttir, f.
1973, þeirra börn eru Jónína
Marín, Hildigunnur Ýr, Hafþór
Andri og Arna Þórey. 2) Ólafur
Haukur, f. 1981, maki Margrét
Rún Einarsdóttir, f. 1980,
þeirra synir eru Einar Benedikt
og Gísli Baldur.
Útför Ágústu fer fram frá
Bústaðakirkju í dag, 22. maí
2015, kl. 13.
urgeir Guðbjarts-
son, f. 1952, d. 2014.
Uppeldissystkini:
Anna Margrét, f.
1955, Hólmfríður, f.
1957, Guðbjartur, f.
1961, og Steinunn,
f. 1964.
Ágústa Ingibjörg
ólst upp á Króki á
Kjalarnesi, sótti
nám í héraðsskól-
ann í Reykholti og
fluttist ung að heiman til
Reykjavíkur þar sem hún starf-
aði meðal annars í bókhalds-
deildinni hjá Loftleiðum. Árið
1968 hóf hún búskap í Dan-
mörku með Gísla Karlssyni og
giftist honum árið 1970 í Pjeds-
ted Kirke í Danmörku og lauk
sama ár verslunarprófi frá
Verslunarskólanum í Fre-
Þótt móðir mín
sé nú aðeins minningin ein
mun ég ávallt minnast hennar
með glöðu geði
og dýpstu virðingu,
hugheilu þakklæti
og hjartans hlýju,
fyrir allt og allt.
(Sigurbjörn Þorkelsson)
Elsku mamma. Á þeim stutta
tíma sem við áttum með þér við
sjúkrabeð þinn urðum við syn-
irnir margs vísari. Við þekktum
hina greindu, hæglátu og yfir-
veguðu móður okkar sem vand-
aði sig við alla hluti sem hún
gerði en vissum ekki hversu
stálminnug hún var. Það var
gaman að fræðast um gömlu
tímana þegar þið pabbi voruð að
hefja sambúð og hversu litlu
munaði t.d. að við hefðum alist
upp í Tansaníu.
Það var þægilegt að ræða við
samferðafólk þitt sem við bræð-
urnir þekktum í sumum tilfellum
lítil deili á fyrir og var verulega
annt um líðan þína. Og að kom-
ast að því í spjalli við þig að þú
ættir frátekinn stað við hlið
móður þinnar sem þú misstir svo
ung. Sameinaðar á ný eftir rúm-
lega 60 ár. Við fylgdumst líka
með friðsælu fasi þínu sem auð-
veldaði svo margt og glöddumst
yfir heimsóknum pabba til þín,
sem þú sagðir okkur að væri
ræðinn.
Þessi stutti tími var ómetan-
legur og það var hugsað vel um
þig í þínum erfiðu veikindum.
Við viljum færa sérstakar þakkir
til starfsfólks lungna- og líkn-
ardeilda Landspítalans fyrir ein-
staka alúð.
Elsku mútta. Takk fyrir allt
og allt. Hvíl í friði,
Benedikt og Ólafur Haukur.
Það er orðið langt síðan við
Gústa kynntumst, en það var í
barnaskólanum að Klébergi
haustið 1950, þegar við vorum
sjö ára gamlar og vorum við
samfellt átta ár í skólanum. Síð-
an eru liðin mörg ár og alltaf
verið vinátta og náið samband
okkar á milli.
Gústa bjó í Borgarfirðinum og
eignaðist tvo syni með manni
sínum Gísla Karlssyni, myndar-
drengina Benedikt og Ólaf Hauk
og barnabörnin eru orðin sex
talsins. Hún hélt mikilli tryggð
við foreldra mína og var heima-
gangur hjá þeim á Miklubraut,
þar til þau féllu frá. Heimilið á
Miklubraut var staður þar sem
fólk kom saman og allir voru vel-
komnir. Hún kunni vel við and-
ann og húmorinn þar. Gústa
hafði einstaklega fallega rithönd
og einhvern tíma þegar hún var í
heimsókn á Miklubraut fyrir jól,
stakk pabbi upp á því að hún
skrifaði jólakortin fyrir þau og
það varð úr og gerði hún það
fyrir þau um árabil. Eftir Borg-
arfjarðarárin flutti fjölskyldan
til Reykjavíkur og bjuggu þau í
Drápuhlíð, vann Gústa þá hjá
Heilsugæslunni við aðhlynningu
aldraðs fólks í hverfinu. Hún að-
stoðaði pabba, sem þá var orðinn
fullorðinn og mamma dáin. Það
fór alltaf vel á með þeim pabba
og henni og höfðu þau um margt
að spjalla, eins og skáldskap sem
hún hafði góðan smekk fyrir, en
hún las alla tíð mikið. Einnig
kunni hún vel að meta góða tón-
list og fór oft á tónleika.
Seinna flutti hún í Kelduland,
þar átti hún góðar stundir er
hún vann á Landspítalanum.
Henni fór sú vinna vel úr hendi,
hafði þægilega framkomu, var
alltaf snyrtileg og smekkleg til
fara. Á þeim árum hittumst við
oft, orðnar nágrannar. Þegar
barnabörnin fæddust, eitt af
öðru, sýndi hún mér stolt mynd-
ir af þeim. Hún greindist fyrst
með krabbamein árið 2004 og
hætti þá að vinna á Landspít-
alanum.
Við vorum alltaf í sambandi
og ég fylgdist með hvernig
heilsu hennar hrakaði og fór
reglulega til hennar. Við skóla-
systurnar frá Klébergi, Sjöfn og
ég höfum svo heimsótt hana
nokkrum sinnum á spítalann og
var hún, þrátt fyrir mikil veik-
indi, ótrúlega skýr í kollinum.
Við rifjuðum upp tímann á Klé-
bergi, skemmtilegar stundir þar
í gamla daga, hjá þeim sæmd-
arhjónum, Ólafi og Björgu, hlóg-
um og fórum með gamanmál.
Gústa mat það mikils að Svenni,
gamli skólabróðir okkar, og
systur mínar Steinunn og Dúna
skyldu heimsækja hana á spít-
alann. Tveimur dögum áður en
hún lést fór ég svo í mína síð-
ustu heimsókn til hennar á Líkn-
ardeildina, þá rifjaði hún upp
draum sem hana dreymdi um
mömmu mína og mér fannst að
hún réði hann þannig að mamma
myndi taka á móti sér hinum
megin.
Langvinn veikindi Gústu voru
henni erfið, en nú er því lokið.
Hún yfirgaf þennan heim sátt.
Ég þakka henni samfylgdina.
Benna, Óla Hauki og fjöl-
skyldum þeirra eru sendar inni-
legustu samúðarkveðjur frá fjöl-
skyldu minni.
Kristín Guðmundsdóttir.
Ágústa Ingibjörg Hólm
✝ Alf Wilhelmsenmúrari fæddist
í Bergen í Noregi
18. nóvember
1923.Hann lést í
Reykjavík 1. maí
2015.
Foreldrar hans
voru Olaf Ragnvald
Wilhelmsen 1888-
1968 og kona hans
Kristine Strømme
1894-1960. Olaf var
upprunninn í Bergen, átti
norska móður en þýskan föður,
farmann á kaupskipi. Olaf flutt-
ist ungur vestur um haf, gerðist
bandarískur þegn og hlaut að
ganga í herinn, en kaus að snúa
heim úr Ameríku og gerðist
bruggari Hansabjórs í Bergen.
Kristine var ofan úr Gulaþings-
héraði, komin af bændafólki og
fiskimönnum á Hísarey við
Sognsæ, trúuð mjög, ólíkt manni
sínum heimsborgaranum. Auk
Alfs eignuðust þau Olaf og
Kristine dótturina Olgu sem enn
lifir í Bergen, komin fast að ní-
ræðu. Börn Olgu eru Leif, Kjel-
laug og Geir Vatle, fjöl-
skyldufólk með uppkomin börn.
Að skyldunámi loknu gekk
Alf í verslunarskóla en sneri sér
síðan að iðnnámi og lauk sveins-
prófi múrara.
Hálfþrítugur gekk hann í
hjónaband í Bergen og eignaðist
með konu sinni Ernu Cesilie Sto-
retvedt tvo sonu, Kenneth 1948
og Hugo 1958. Þau skildu og
giftist hún aftur. Synir Alfs búa
í Noregi og á annar þeirra af-
komendur.
Til Íslands kom Alf seint á
árinu 1963 í atvinnuleit ásamt
fleiri norskum starfsbræðrum
sínum. Fékk hann fyrst vinnu
við að múrhúða íbúðarblokkir
við Kleppsveg í Reykjavík. Eftir
jólaleyfi í Noregi kom Alf aftur,
settist hér að til frambúðar og
stundaði iðn sína, yfirleitt í
Reykjavík en einnig kom fyrir
að hann ynni tímabundið við
verk úti á landi.
Vann hann bæði
við íbúðarhús og
stórbyggingar,
ekki síst þar sem
reyndi á sérhæfni
hans svo sem við
hið vandasama
múrverk Háteigs-
kirkju og við bygg-
ingu Seðlabankans
þar sem gerðar
voru óvenjustrang-
ar kröfur til handverksins.
Um ári eftir að Alf tók upp
störf á Íslandi kynntist hann
(Magneu) Huldu Magnúsdóttur
og fluttust þau saman fyrri
hluta ársins 1965 en gengu í
hjónaband á Þorláksmessu
1967. Voru þá börn Huldu ekki
komin af barnsaldri, þau Bjarni
og Halldór, f. 1955, og Ólöf, f.
1956; ólust þau síðan upp á
heimili Alfs og móður sinnar.
Hulda lést 84ra ára að aldri eftir
nokkurn veikindaferil í febrúar
2010.
Alf var hraustmenni og hafði
yndi af átökum, hvort sem var
við vinnu eða íþróttir sem hann
stundaði mjög á ungum aldri,
einkum knattspyrnu með Va-
regg. Seinni árin var gamla and-
stæðingaliðið Brann orðið hans
eftirlæti. Íþróttasjónvarp varð
honum öldnum til yndis. Hann
var slunginn bridgespilari og
spilaði síðustu mánuðina í sýnd-
arheimi á spjaldtölvu, en slíkri
tækni kynntist hann kominn yfir
nírætt. Las einnig norsku dag-
blöðin á tölvuskjá. Hann hélt
andlegum styrk fram í andlátið
en margt hið líkamlega farið að
hrörna. Sárt var honum að
missa göngufærni en uppbót var
að rafskutlu sem hann notaði úti
við og efldi lífsgæðin verulega.
Ekkill bjó hann einn í íbúð og sá
um sig sjálfur.
Útför Alfs Wilhelmsen fór
fram í Reykjavík 8. maí en duft-
keri hans verður komið fyrir í
fjölskyldugrafreit í Bergen.
Norskur mágur minn, nokk-
urs konar, andaðist snemma
morguns hins bjarta en kalda
verkalýðsdags 1. maí eftir fárra
daga sjúkrahúslegu. Þegar
komið var út af kveðjustund við
dánarbeð hans fór vel á því að
ganga spöl undir kröfuspjöld-
um og rauðum fánum við
hljóma internasjónalsins. Alf
hafði ungur skipað sér í raðir
stéttvísra verkamanna, það var
meginstaðreynd í lífi hans og
skaphöfn. „En í kvöld lýkur
vetri / hins vinnandi manns / og
á morgun rís maísól“ var að
verðugu sungið við útför hans.
Alf ólst upp í fátæktarbasli
heimskreppu og heimsstyrjald-
ar og það setti mark á hann
sem og heila kynslóð fólks af
alþýðustétt. Í stríðslok fór eld-
ur um hugi að una ekki nið-
urlægingu og kúgun heldur rísa
upp. Alf gerðist heilshugar
fylgismaður Einars Gerhar-
dsen, leiðtoga verkamanna-
flokksins; nýsloppinn úr þýsk-
um fangabúðum settist hann í
stól forsætisráðherra 1945 og
fór fyrir landstjórn í nær tvo
tugi ára.
Bergen, á fornmáli Björgvin,
vinin milli fjallanna sjö, er
meginás í norskri sögu, höf-
uðstaður landsins til forna,
verslunarmiðstöð Norðurlanda
á dögum Hansa, þá og síðar ein
af helstu höfnum Noregs, að-
setur auðugra kaupmanna og
reiðara. Borgarlýðurinn var
löngum blendingur margra
þjóða, eiginlegir norðmenn
jafnvel stundum í minnihluta.
Þetta víkkaði sjóndeildarhring
fólks og setti svip á menningar-
líf og tungutak.
Bergen var í þjóðbraut hafs-
ins og leið ekki fyrir einangrun
eins og svo margar norskar
byggðir. Alf Wilhelmsen bar
sterkar taugar til ættborgar
sinnar, var ekki síður bergen-
ser en nordmann. Ungur
kynntist hann einnig kjörum
smábænda á sveitabæ móður-
foreldra þar sem þau Olga
systkin dvöldust iðulega sum-
arlangt enda greiðara með mat-
föng á Hísarey heldur en í
borginni. Síðar varð eyðibýlið
sumarhús fjölskyldunnar og
griðastaður, einnig fyrir Alf er
hann vitjaði bernsku sinnar. En
aðalerindið heim til Noregs átti
hann jafnan í Bergensborg, að
þramma um æskuslóðir í hlíð-
um Fløyens, líta hina sýnilegu
sögu aldanna, finna frændur og
vini, þar á meðal gamla fót-
boltafélaga í Varegg.
Að ýmsu leyti hafði útkoma
Alfs hingað til lands sömu ein-
kenni og landnámsmanna fyrr-
um, rótfesta heimafyrir hafði
bilað, en þrek hans ómælt og
einbeittur vilji til að duga. Ís-
land brást ekki vonum og á
margan hátt sótti hann hingað
frið og farsæld. Alf var maður
athugull, stilltur í fasi hvers-
dags þótt nokkur óeirð byggi
undir, óhlutdeilinn um annarra
hagi. Hann fylgdist með fram-
vindu mála og stóð ekki á sama
um það hvernig veröldin veltist.
En ekki var auðvelt að lesa í
lífsbók hans. „Innsta þrá í
óskahöllum / á svo margt í
skauti sínu“ var slegið á hörp-
una hljómaþýðu yfir moldum
hans. Ég hygg að óskahallir
Alfs hafi flestar staðið austan-
hafs og er að vonum um mann
sem flyst landa á milli á
miðjum aldri. „Nú langar mig
heim að hverfa um stund,“ yrk-
ir Jørgen Moe um sunnudag
selstúlkunnar svo sem sungið
var yfir Alf heitnum við seið-
andi fagurt lag Ole Bull; Björg-
vinjarmaður var hann eins og
Alf Wilhelmsen.
Hjalti Kristgeirsson.
Alf Wilhelmsen