Morgunblaðið - 22.05.2015, Qupperneq 25
MINNINGAR 25
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. MAÍ 2015
✝ Jón ÞórmundurÍsaksson, fv.
flugmaður og flug-
umferðarstjóri,
fæddist að Selja-
landi í Vestmanna-
eyjum 28. febrúar
1927. Hann lést á
Landspítalanum í
Reykjavík 14. maí
2015.
Foreldrar Jóns
voru Ísak Árnason,
f. 24.12. 1897, d.
13.2. 1971, og kona hans Jónína
Einarsdóttir, f. 25.3. 1885, d.
22.9. 1968. Jón átti engin al-
systkini en hálfsystkini hans,
sammæðra, voru Einar Jónsson
og Guðmunda Jónsdóttir. Jón
kvæntist hinn 11.12. 1954 eft-
irlifandi eiginkonu sinni, Þóru
Karitas Ásmundsdóttur, f. 7.11.
1926, frá Lindahlíð í Aðaldal.
Bryndís Lára og Iðunn Brynja.
Jón stundaði svifflugsnám og
hóf síðan flugnám hjá Flugskóla
Akureyrar á Melgerðismelum í
Eyjafirði og lauk sólóprófi árið
1946. Hann fór í framhaldsnám
til Spartan School of Aeronau-
tics í Tulsa, Oklahoma, og lauk
atvinnuflugmannsprófi þar í
árslok 1947 og blindflugsprófi í
maí 1948. Við heimkomuna var
Jón ráðinn flugmaður hjá Loft-
leiðum og starfaði þar til ársins
1953, er hann hóf nám og störf
hjá Flugmálastjórn. Jón lagði
stund á og lauk grunnnámi og
ýmsu sérnámi í flugumferð-
arstjórn og starfaði lengst af
sem varðstjóri í flugturni
Reykjavíkurflugvallar. Hann lét
af starfi í árslok 1990.
Úför Jóns verður gerð frá
Grensáskirkju í dag, 22. maí
2015, og hefst athöfnin kl. 13.
Börn Jóns og Þóru
eru a) Jónína
Helga, f. 17.9.
1955, gift Þor-
steini Þorsteins-
syni. Börn hennar
eru Elín Hrund,
Þóra og Sigurður
Orri. b) Svanhild-
ur, f. 14.12. 1956,
gift Jóhanni Jóns-
syni. Börn hennar
eru Stefán Þór,
Kári Freyr, María
Sif og Jón Snorri. c) Drengur, f.
8.12. 1960, d. 15.12. 1960. d)
Helena, f. 13.5. 1964, gift Páli
Ríkarðssyni. Börn hennar eru
Karitas, Davíð og Elín. e) Ás-
mundur Ísak, f. 2.12. 1965,
kvæntur Guðrúnu Björgu
Ragnarsdóttur. Hans börn eru
Daníel Pétur, Kjartan Ingi, f.
og d. 23.4. 2003, Viktor Ingvi,
Í dag verður til moldar bor-
inn tengdafaðir minn Jón Ís-
aksson og langar mig að minn-
ast hans í nokkrum orðum.
Jón var fæddur og uppalinn í
Vestmannaeyjum. Hann átti
góðar minningar frá bernsku-
slóðum og hélt tryggð við þær.
Hann var hreykinn af því að
vera þaðan og fólk úr Eyjum
var í miklu áliti hjá honum.
Þegar dóttursonur hans einn
tók saman við stúlku ættaða úr
Eyjum þótti það afar vel valið
kvonfang.
Jón varð snemma áhugasam-
ur um flug og hélst sá áhugi
alla ævi. Reyndar má segja að
hann hafi verið einn af frum-
kvöðlum flugsins. Þegar honum
bauðst að fara til Tulsa í Okla-
homa í Bandaríkjunum, þá
kornungum manni, til að læra
flug var hann snöggur að
ákveða sig.
Reyndar var það eitt af ein-
kennum Jóns að hann var
snöggur í allri ákvarðanatöku
og drífandi í aðgerðum. Þegar
til Tulsa var komið kom í ljós
að enskukunnáttu Jóns var
nokkuð áfátt. Tók Jón þá á það
ráð að halda lengra vestur, alla
leið til Utah og dvaldi þar um
nokkurt skeið hjá frændfólki
sínu og lærði af þeim ensku.
Hélt hann síðan aftur til Tulsa
og lauk sínum prófum. Jón átti
margt skyldfólk sem flutt hafði
til Vesturheims, og lagði sig
fram um að halda sambandi við
það. Fór hann síðar á ævinni í
mikinn leiðangur til Bandaríkj-
anna og Kanada ásamt konu
sinni til að heimsækja ættingja
sína þar.
Annað áhugamál Jóns, og
sem við áttum sameiginlegt,
var fluguveiði. Jón var félagi í
Ármönnum og kynntist hann
meðal annars Hlíðarvatni gegn-
um þann félagsskap og þótti
vænt um það. Jón hafði ekki
heilsu til að fara til veiða hin
síðari ár en við náðum þó að
fara einu sinni saman í Hlíð-
arvatn.
Skorti þá ekki á leiðbeining-
ar um veiðistaði, stærðir, gerð-
ir og liti flugna, dráttarhraða
eða aðra leyndardóma flugu-
veiðanna, sem þeir einir þekkja
sem stundað hafa. Jón gekk
snemma til liðs við Ármenn og
var því með lágt félaganúmer
sem þykir merkilegt í þeim fé-
lagsskap.
Hann var stoltur af því og
vildi að númerið héldist í ætt-
inni eftir sína daga. Jón stund-
aði einnig skotveiði á yngri ár-
um. Hann hafði gaman að segja
frá rjúpnaveiðum sínum, en
hann notaði ekki haglabyssu er
hann gekk til rjúpna heldur lít-
inn 22 kalíbera rifill sem var
svo hljóðlátur að rjúpurnar
fældust ekki við skotin. Gat
hann því tínt þær upp eina af
annarri og hafði að eigin sögn
oftast meira en hinir hávaða-
sömu haglabyssumenn.
Ekki er hægt að ljúka
minningarorðum um Jón án
þess að minnast sumarbústaðar
þeirra hjóna. Þegar Jón valdi
stað fyrir sumarbústað varð sá
staður að hans sögn að líta vel
út úr lofti. Flaug hann því yfir
allt suðvesturhorn landsins til
að leita að fallegum stað, en
þegar flogið var yfir Syðri-
Hraundal á Mýrum var leitinni
lokið. Þar var reistur bústaður
í hrauninu og varð staðurinn
þeim afar kær og hjartabund-
inn.
Jón tók mér vel þegar ég
kom inn í hans ætt og er ég
þakklátur fyrir það. Við virtum
hvor annan, sem sést best á því
að eftir að ég kom til var eng-
um öðrum treystandi til að sjá
um skattframtöl og önnur sam-
skipti við opinbera aðila eða
banka.
Á þessum tímamótum hvarfl-
ar hugurinn til heimasætunnar
frá Lindahlíð í Aðaldal í skóla á
Laugum sem fór að skrifast á
við strák frá Vestmannaeyjum
sem setti nafnið sitt í Æskuna
og óskaði eftir pennavini. Nú er
strákurinn úr Vestmannaeyjum
horfinn á braut, en við sem eft-
ir erum ætlum að hugsa um
heimasætuna fyrrverandi eins
vel og við getum.
Þorsteinn Þorsteinsson.
Kveðja frá flugleið-
sögusviði Isavia
Jón hóf grunnnám í flugum-
ferðarstjórn árið 1956. Á ferli
sínum öðlaðist hann réttindi til
starfa í flugturninum í Reykja-
vík og Vestmannaeyjum, auk
réttinda til aðflugsstjórnar í
Reykjavík. Hann starfaði sem
flugumferðarstjóri og síðan
vaktstjóri í flugturninum á
Reykjavíkurflugvelli og einnig
starfaði hann við afleysingar í
flugturninum í Vestmannaeyj-
um.
Jón lét af störfum árið 1990
vegna starfslokaákvæða.
Að leiðarlokum vil ég fyrir
hönd starfsmanna flugleiðsögu-
sviðs Isavia þakka Jóni sam-
fylgdina. Fjölskyldu og vinum
vottum við okkar dýpstu sam-
úð.
Ásgeir Pálsson,
framkvæmdastjóri.
Jón Þórmundur Ísaksson
Hún Eygló
elskuleg vinkona
mín hefur nú kvatt
þetta líf hér á jörðu. Vonandi
svífur hún nú um í sól og eilífri
birtu.
Leiðir okkar Eyglóar lágu
fyrst saman þegar hún var 17
ára, en ég árinu eldri og með
árunum þróaðist sú nána vin-
átta sem nú hefur staðið traust-
um fótum í 57 ár. Þegar ég hitti
Eygló þessi fyrstu ár, fannst
mér hún vera eins og prins-
essan úr ævintýrabókum barn-
æskunnar; alltaf svo fín og í
fallegum fötum, en einnig fáguð
í framkomu eins og „lady“.
Eygló var fagurkeri – allt
var svo fallegt í kringum hana.
Eiður minn, þú valdir vel. Þið
áttuð svo margt sameiginlegt,
enda báruð þið ómælda virð-
ingu fyrir hvort öðru og áhuga-
málum hvort annars. Sú virðing
er sterkur hlekkur í löngu og
góðu hjónabandi.
Eygló var brosmild og húm-
oristi mikill, enda hlógum við
mikið þegar við vorum tvær
saman. Eygló var skemmtileg –
hún var samviskusöm. Hún var
bráðvel gefin – hún var traust.
Eygló var góð móðir. Hún var
hjartahlý amma og hún var
elskuð eiginkona.
Eiður minn, þú átt heiður
skilinn fyrir umhyggju þína
fyrir Eygló í veikindunum. Þú
varst ávallt tilbúinn að gera allt
fyrir eiginkonu þína. Þú pass-
aðir upp á að hún færi í hár-
greiðslu, handsnyrtingu og
bæri fallegu skartgripina sína.
Eygló var alltaf eins og drottn-
ing þegar þið voruð að fara út
úr húsi.
Heimili ykkar á sérhverjum
tíma, í Fossvogi, í Garðabæ eða
í Osló, hefur alls staðar verið
eins og listaverk. Veggirnir
þaktir af fallegum málverkum
fagurkera sem lagst hafa á eitt
Eygló Helga
Haraldsdóttir
✝ Eygló HelgaHaraldsdóttir
fæddist 19. janúar
1942. Hún lést 13.
maí 2015.
Eygló Helga var
jarðsungin frá
Hallgrímskirkju
21. maí 2015.
að gera heimilið
sem fallegast, en
jafnframt hlýlegt.
Nóturnar á til-
komumiklum flygl-
inum verða ekki
spilaðar af Eygló
framar.
Elsku Helga
Þóra mín, nú þurf-
ið þið Ingvar að
hlúa að pabba þín-
um, ásamt Halla og
Þórunni. Öll hafið þið misst
óendanlega mikið. Ég sendi
tengdabörnum og barnabörnum
einnig alla mína samúð.
Eygló mín, minning þín mun
lifa í ljósinu.
Vertu guði falin.
Þín vinkona
Sigurhanna.
Árið er 1967. 11 ára stúlka
flytur til Íslands eftir búsetu
erlendis með foreldrum sínum
og systkinum og vantar píanó-
kennara til að halda áfram
námi. Eygló H. Haraldsdóttir
var í fyrsta árgangi píanókenn-
aradeildar Tónlistarskólans í
Reykjavík og hafði útskrifast
vorið 1965.
Það varð úr að undirrituð
sótti einkatíma í píanóleik hjá
Eygló þar sem hún kenndi
heima hjá sér í Skipholti og var
það gæfuspor. Það var alltaf til-
hlökkun að fara í píanótíma og
síðan heim að æfa fyrir næsta
tíma.
Námsefnið sem við Eygló
unnum saman var ekki lítið:
nánast hvert einasta verk úr
Nótnabók Önnu Magdalenu
Bach og nokkrar prelúdíur að
auki, hver sónatínan á fætur
annarri og síðar sónötur, ótrú-
legur fjöldi dansa eftir Schu-
bert, valsar eftir Chopin,
barnalögin eftir Bartók. Margt
fleira mætti nefna en hjá Eygló
opnaðist fyrir mér heimur pí-
anótónlistarinnar í allri sinni
dýrð og hún kenndi mér að
vinna hratt og vel. Eygló und-
irbjó mig fyrir inntökupróf í
Tónlistarskólann í Reykjavík
vorið 1970 og þá um haustið hóf
hún að kenna við sama skóla
þótt ég væri ekki lengur henn-
ar nemandi.
Síðar áttu leiðir okkar
Eyglóar eftir að liggja saman á
ýmsa vegu. Þau hjónin treystu
mér fyrir Þórunni dóttur sinni,
sex ára gamalli, þegar ég var
að stíga mín fyrstu skref sem
píanókennari 19 ára gömul. Við
Eygló vorum síðan samkenn-
arar um nokkurra ára skeið við
Tónlistarskólann í Reykjavík
allt þar til hún flutti til útlanda
1993 þar sem Eiður varð sendi-
herra.
Á þeim árum sem við kennd-
um saman við Tónlistarskólann
í Reykjavík áttaði ég mig á
styrkleikum Eyglóar sem pí-
anókennara. Hennar nemendur
léku fallega og áreynslulaust og
flæðið var eðlilegt. Hjá henni
fékk hver nemandi að halda
sérkennum sínum. Eygló var
dugleg að finna nýtt námsefni
og nemendur hennar voru oft
með verkefni sem við hin vor-
um að heyra í fyrsta sinn. Allt
frá því ég man fyrst eftir Eygló
25 ára gamalli var hún bros-
mild, jákvæð og hafði hlýlegt
viðmót auk þess að vera óað-
finnanleg í klæðaburði. Eygló
var glæsilegur fulltrúi Íslands
við hlið Eiðs í utanríkisþjónust-
unni en ég átti því láni að fagna
að hitta þau í Winnipeg og
Gimli haustið 2002. Þrátt fyrir
erfið veikindi síðastliðin ár var
fegurð og reisn yfir Eygló. Síð-
ast sá ég hana á afmælistón-
leikum Hljómsveitar Tónlistar-
skólans í Reykjavík 3. mars þar
sem hún geislaði af gleði og
hamingju.
Nú, þegar sólin er hnigin til
viðar í lífi Eyglóar er hugur
minn hjá fjölskyldu hennar.
Þeim öllum sendi ég mínar
dýpstu samúðarkveðjur.
Guðríður St. Sigurðardóttir.
Við Eygló kynntumst í 7 ára
bekk í Laugarnesskólanum og
bjuggum stutt frá hvor annarri.
Ég í Miðtúni en Eygló í Nóa-
túni.
Þetta var löng leið fyrir litla
fætur, enda ekki farin fyrr en
kynnin hófust. Við vorum báðar
í spilatíma hjá Gunnari Sigur-
geirssyni.
Snemma fórum við að spila
fjórhent saman og komum fram
á flestum skemmtunum í skól-
anum. Margir muna eftir því.
Við vorum saman í bekk alla
skólagöngu okkar fram að stúd-
entsprófi og lukum saman pí-
anókennaraprófi frá Tónlistar-
skólanum í Reykjavík fyrir 50
árum. Þegar við vorum ungar
vorum við ýmist heima hjá mér
eða henni og æfðum okkur.
Mæður okkar voru mjög
ánægðar með þetta. Við spil-
uðum allt Söngvasafn fyrir
skóla og heimili sundur og sam-
an! Ég spilaði alltaf efri rödd-
ina en Eygló þá neðri. Sem
ungar stúlkur spiluðum við
fjórhent með Stúdentakórnum
undir stjórn Jóns Þórarinsson-
ar. Það var skemmtilegur tími.
Sagt hefur verið að við spil-
uðum fjórhent eins og ein
manneskja með fjórar hendur!
Við töluðum saman með hreyf-
ingum. Við vorum alla tíð mjög
samrýndar og aldrei bar
skugga á vináttu okkar.
Ég kveð þig, Eygló, með
miklum söknuði en jafnframt
þakklæti að hafa átt þig að vin-
konu öll þessi ár.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér,
og það er svo margs að minnast
svo margt sem um hug minn fer.
Þó þú sért horfin úr heimi
ég hitti þig ekki um hríð.
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þ.Sig.)
Kolbrún Sæmundsdóttir.
Eygló. Sannarlega bar hún
nafn með rentu. Björt, fínleg og
falleg, viðkvæm, seig og sterk.
Hún var eins og Snæfríður
Íslandssól, bognaði kannski en
brotnaði ekki.
Sumar okkar muna Eygló
síðan hún var aðeins sjö ára
gömul og gekk í Laugarnes-
skóla. Hún var líka skáti og
lærði á píanó – hún og Kolla
léku oft saman fjórhent og
muna það margir, enda komu
þær víða fram og oft, á árum
áður. Þegar fram liðu stundir
kenndi hún á píanó og fórst það
einstaklega vel úr hendi, eins
og allt annað sem hún kom ná-
lægt. Í fjöldamörg ár kenndi
hún við Tónlistarskólann í
Reykjavík, auk þess sem hún
tók nemendur í læri heima hjá
sér.
Sumar okkar nutu góðs af
því. Eygló hafði hárbeitta
kímnigáfu, var orðheppin, bein-
skeytt í tilsvörum og skarp-
greind. Hún átti líka til kald-
hæðni á góðum stundum!
Undirritaðar voru í sauma-
klúbbi í hálfa öld saman og eig-
um við eingöngu dásamlegar
minningar frá þeim stundum,
sem og öllum öðrum, þar sem
við komum saman, ýmist með
eða án maka okkar. Þrátt fyrir
að Eygló dveldist hin síðari ár
oft langdvölum erlendis, breytti
það engu um vinskap okkar;
þráðurinn var aðeins tekinn
upp þar sem frá var horfið,
þegar hún kom til landsins.
Alltaf voru það gæðastundir,
sem við erum einstaklega þakk-
látar fyrir að hafa notið svo vel
og lengi.
Sárt er vinar að sakna.
Sorgin er djúp og hljóð.
Minningar mætar vakna.
Margar úr gleymsku rakna.
Svo var þín samfylgd góð.
Daprast hugur og hjarta.
Húmskuggi féll á brá.
Lifir þó ljósið bjarta,
lýsir upp myrkrið svarta.
Vinur þó félli frá.
Góða minning að geyma
gefur syrgjendum fró.
Til þín munu þakkir streyma.
Þér munum við ei gleyma.
Sofðu í sælli ró.
(Höf. ók.)
Kolbrún, Hallfríður,
Elísabet, Áslaug, Guðríður
og Guðbjörg.
Við hittumst fyrst við Nóa-
tún 18 og 19 í barnavögnum.
Hún rétt á öðru ári ég rétt á
því fyrsta. Við horfðum hvor á
aðra glettnar og síðan skelli-
hlæjandi. Kærleiksband við
fyrstu sýn.
Upphaf ævilangrar vináttu,
engin hversdagsleg vinátta
heldur gulls ígildi sem entist
ævilangt.
– Við uxum úr grasi saman,
vorum ekki mjög lukkulegar
með tímabilið sem við vorum
bundnar við flaggstöng úti í
garði, en svo kom barnapíu-
tímabilið og þá vænkaðist hag-
ur okkar, og aldursmunurinn
minnkaði einhvern veginn með
árunum, og fyrr en varði vorum
við farnar að hlaupa upp á eigið
eindæmi yfir götuna.
Síðustu árin sem Eygló lifði
átti hún það til að segja upp úr
þurru: „Manstu þegar við gáð-
um að bílunum en stukkum svo
bara yfir götuna og pössuðum
okkur ekkert?“ Þetta fannst
henni alltaf jafn fyndið og gam-
an að minnast þess.
Það skyggði stöðugt á
bernskuna að Eygló var heilsu-
veil, fékk berkla ung, og var
alltaf viðkvæmt og veikburða
blóm. Ég gerði allt til að stytta
henni stundirnar. Sat á rúm-
stokknum hjá henni dögum
saman, eða lék leikrit úti á
gangstétt fyrir utan stofu-
gluggann hennar, skipti þá
engu hvort rigndi eða sólin
skein.
Hún giftist Eiði Guðnasyni
og þau eignuðust þrjú efnileg
börn, luku námi, hann starfaði
sem einn af frumkvöðlum sjón-
varpsins og tók snemma þátt í
stjórnmálum. Þau hjónin störf-
uðu um árabil sem sendiherrar
fyrir land okkar erlendis og
fékk Eiður á öllum þeim póst-
um erfið mál til úrlausnar, sem
hann leysti með miklum sóma.
Ég hefði ekki séð aðra gera það
betur, t.d. í Noregi og Kína.
Árin hafa liðið og við hitt-
umst eins oft og tækifæri gáf-
ust.
„Alltaf eins og við höfum hist
í gær“ var viðkvæðið í hvert
sinn sem við féllumst í faðma í
kveðjuskyni. Við höfum fylgst
með börnum hvor annarrar
vaxa upp, og við höfum stutt
hvor aðra í amstri lífsins, þegar
við höfum þarfnast þess.
Mér er frekari orða vant. Ég
get ekki kvatt þig, mín elsku-
lega vinkona. Engin óskyld
manneskja hefur verið mér
nánari.
Vegna heilsubrests hef ég
ekki getað setið við rúmstokk-
inn sl. 2-3 ár, og ég á erfitt með
að sætta mig við hve langt er
um liðið síðan ég sat þar síðast.
Mér finnst næstum því und-
arlegt að hún sé farin án þess
að ég hafi tekið hana í fangið …
bara einu sinni enn. Það er svo
margt sem rennur í gegnum
hugann, sætt og súrt sem við
deildum, gáfum, hugguðum,
milduðum og sættum.
Nú er hún liðin mín ljúfa, og
eiginmaður, börn og barnabörn
og aðrir syrgja dásamlegan ást-
vin.
Megi almættið vera þeim
styrkur um ókomna tíð, hún
mun aldrei gleymast þeim sem
þekktu hana.
Þó að ég viti að hún var ekki
í sambandi við jörðina undir
það síðasta, þá var tilvist henn-
ar á jörðinni ein og sér af-
skaplega mikils virði fyrir mig.
Nú er komið að því að ég kveð
þig, vina mín, og þakka þér allt
mitt líf.
Guð geymi þig og blessi æv-
inlega og vaki yfir fólkinu þínu.
Fanney Edda Pétursdóttir.