Morgunblaðið - 22.05.2015, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. MAÍ 2015
Raðauglýsingar
Fundir/Mannfagnaðir
Aðalfundur
Hollvina Grensásdeildar
verður haldinn miðvikudaginn 3. júní nk. í
kennslustofu Grensásdeildar og hefst kl. 17.30.
Dagskrá fundarins: Venjuleg aðalfundarstörf
StefánYngvason yfirlæknir mun gefa stutt yfir-
lit um stöðu mála á Grensásdeild.
Athugið að aðalfundurinn er haldinn á nýjum
fundarstað, nú í húskynnum Grensásdeildar.
Stjórn Hollvina Grensásdeildar.
Nauðungarsala
Uppboð
Einnig birt á www.naudungarsolur.is.
Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á
þeim sjálfum, sem hér segir:
Álfholt 48, 0201, (221-7227), Hafnarfirði, þingl. eig. Þóra Guðrún
Friðriksdóttir, gerðarbeiðendur Álfholt 48, húsfélag, Hafnarfjarðar-
kaupstaður, Íslandsbanki hf. og Vörður tryggingar hf., fimmtudaginn
28. maí 2015 kl. 10.00.
Hjallabraut 21, 0102, (207-5523), Hafnarfirði, þingl. eig. Guðrún Malena
Ágústsdóttir og Guðjón Haukur Ingólfsson, gerðarbeiðendur Gildi -
lífeyrissjóður, Hafnarfjarðarkaupstaður, Hjallabraut 21, húsfélag,Toll-
stjóri og Vörður tryggingar hf., fimmtudaginn 28. maí 2015 kl. 13.00.
Holtabyggð 3, 0202, (223-9092), Hafnarfirði, þingl. eig. Jóhann
Konráð Birgisson, gerðarbeiðendur Íslandsbanki hf., Olíuverzlun
Íslands hf. og Vátryggingafélag Íslands hf., fimmtudaginn 28. maí
2015 kl. 09.30.
Hringbraut 21, 0101, (207-6055), Hafnarfirði, þingl. eig. Sigrún Krist-
insdóttir, gerðarbeiðendur Hafnarfjarðarkaupstaður, Íbúðalánasjóður
og Vátryggingafélag Íslands hf., fimmtudaginn 28. maí 2015 kl. 14.00.
Hringbraut 4, 0103. (207-6031), Hafnarfirði, þingl. eig. Ewa Zubrzycka,
gerðarbeiðendur Hafnarfjarðarkaupstaður, Sjóvá-Almennar trygging-
ar hf. og Sýslumaðurinn á Norðurlandi vestra, fimmtudaginn 28. maí
2015 kl. 13.30.
Hringbraut 4, 0204, (224-1968), Hafnarfirði, þingl. eig. Guðbjörg
Aðalh. Haraldsdóttir, gerðarbeiðendur Hafnarfjarðarkaupstaður,
Hringbraut 4, húsfélag ogTryggingamiðstöðin hf., fimmtudaginn 28.
maí 2015 kl. 13.45.
Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu,
21. maí 2015.
Félagsstarf eldri borgara
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9.
Árskógar 4 Opin smíðastofa, útskurður með leiðbeinanda kl. 9-16.
Bingó með vinningum kl. 13.15.
Boðinn Handverk kl. 9-12.
Dalbraut 18-20 Stólaleikfimi kl. 10.15, söngstund kl. 14.
Garðabær Vatnsleikfimi í Sjálandi kl. 7.30, 8.15 og 12.20, félagsvist
FEBG. kl. 13, bíll frá Litlakoti ef óskað er, frá Hleinum kl. 12.30, frá
Garðatorgi 7 kl. 12.40, og til baka að loknum spilum.
Gerðuberg Handavinnustofa kl. 9-16. Glerhópur kl. 9-12. Prjónakaffi
kl. 10-12. Leikfimi gönguhóps kl. 10. Gönguhópur um hverfið kl. 10.30.
Leikfimi Maríu kl. 10.30. Bókband með leiðbeinanda kl. 13-16.
Kóræfing kl. 14.30-16.30.
Gjábakki Handavinnustofa, botsía kl. 9.10, postulínsmálun kl. 9.30.
félagsvist kl. 20.
Grensáskirkja Vorferð miðvikudag 27. maí. Brottför kl. 13, heim-
koma kl. 16.40. Áfangastaður Þingvellir, kaffi í Mosfellsbæ á heim-
leiðinni. Verð kr. 2.000. Skráning í síma 528 4410, lýkur á hádegi
þriðjudaginn 26. maí.
Hraunsel Ganga alla daga Kaplakrika kl. 10-12. Leikfimi Bjarkarhúsi
kl. 11.30. Brids kl. 13. Botsía kl. 13.30.
Hvassaleiti 56-58 Opið kl. 8-16, kaffi til kl. 10.30, blöð og púsl,
vinnustofa, leikfimi kl. 9.45, matur kl. 11.30. Bingó kl. 13.15, kaffisala í
hléi. Fótaaðgerðir, hársnyrting.
Hæðargarður 31 Við hringborðið kl. 8.50, listasmiðjan kl. 9, thai chi
kl. 9, botsía kl. 10.20, bingó kl. 13 í umsjón nemenda úr 10. bekk
Réttarholtsskóla. Nánar í síma 411-2790.
Íþróttafélagið Glóð Í Boðanum Boðaþingi 9 línudansaæfing frá kl.
20 til 23, verð kr. 1.500, kaffi og meðlæti selt á staðnum.
Korpúlfar Sundleikfimi kl. 9.30 í Grafarvogssundlaug, frjáls spil alla
daga í Borgum og vöfflukaffi eftir hádegi.
Norðurbrún Kaffi kl. 8.30. Útskurður kl. 9. Leikfimi kl. 9.45. Ganga kl.
10. Bókmenntahópur kl. 11. Hádegisverður kl. 11.30-12.30. Bingó kl. 14.
Sléttuvegur 11-13 Dagblöð og kaffi kl. 8.30. Gönguhópur kl. 10.
Hádegisverður kl. 11.30. Bíósýning kl. 13.15. Kaffi kl. 14.
Vesturgata 7 Setustofa/kaffi kl. 9. Fótaaðgerð kl. 9. Hárgreiðsla kl. 9.
Enska kl. 10.15. Matur kl. 11.30. Sungið við flygilinn undir stjórn Gylfa
Gunnarssonar kl. 13.30. Kaffi kl. 14.30. Dansað í aðalsal kl. 14.30.
Vitatorg Handavinna kl. 9, bingó kl. 13.30. Vorsýning 28./29. maí og
1./2. júní.
Smáauglýsingar 569 1100
Bækur
Blöð til sölu
Stjórnartíðindi 1885 - 2000 - 5 ár,
130 bækur, gott band, Daily Post
Reykjavík 1940 - ‘43, heft, Líf og
list 50 - 53, ib, Þjóðviljinn 1886 -
1891 Ísafjörður ib, Þjóðviljinn
ungi 1892 - ‘98 Ísafjörður, ib,
Gandur 1,1, ib, Tíminn 1917 -
‘18, 1. - 2. ár, ib, Sunnudagsblað
Tímans 1. - 4. árg , skinnband,
Lesbók Morgunblaðsins 1. - 13.
árg. skinn, Stjórnartíðindi 1885 -
1970 - 5 ár, 80 bækur, gott band,
Skákheimsmeistaraeinvígið
1972, ib.
Upplýsingar í síma
898 9475.
Sumarhús
Sumarhús – Gestahús –
Breytingar
Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla –
endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892-3742 og 483-3693,
www.tresmidjan.is
Íþróttir
Verðlaunagripir
- gjafavara -áletranir
Bikarar, verðlaunapeningar, barm-
merki, orður, póstkassaplötur,
plötur á leiði, gæludýramerki,
starfsgreinastyttur.
Fannar,
Smiðjuvegi 6, Rauð gata,
Kópavogi, sími 5516488
Til sölu
Sumarbústaðalóðir
til sölu í Vaðnesi
Til sölu fallegar sumarhúsalóðir með
aðgangi að heitu og köldu vatni í
vinsælu sumarhúsahverfi í landi
Vaðness í Grímsnes- og Grafnings-
hreppi ca 45 km frá Rvk. Vaxtalaust
lán. Allar nánari upplýsingar gefur
Jón í síma 896-1864.
Rotþrær-vatnsgeymar-
lindarbrunnar.
Rotþrær og siturlagnir.
Heildar lausnir - réttar lausnir.
Heitir Pottar.
Lífrænar skolphreinsistöðvar.
Borgarplast.is,
Mosfellsbæ, sími 561 2211
Óska eftir
Staðgreiðum gull, demanta og úr
Hringar, hálsmen, armbönd, Rolex,
Cartier, Patek Philippe o.fl.
Hringdu núna og fáðu tilboð þér að
kostnaðarlausu!
www.kaupumgull.is
Opið alla daga 11–18.
Kringlan – 3. hæð
(Hagkaupsmegin)
Upplýsingar í síma 661 7000.
Ýmislegt
Teg. SMOOTHING - stærðir 32-40,
D, DD, E, F og 32-38FF, G á kr. 7.880.
Teg. SUSANNA - 32-42, DD, E, F,
FF, G-skálar á kr. 11.885.
Laugavegi 178, sími 551 3366.
Opið mán.-fös. 10–18,
laugardaga 10–14.
Þú mætir – við mælum og
aðstoðum.
www.misty.is
– vertu vinur
Teg. 15450 Sérlega mjúkir og
þægilegir inniskór úr leðri. Litir:
bordo og brúnt. Stærðir: 36-42.
Verð: 11.885.
Teg. 915S Sérlega mjúkir og
þægilegir inniskór úr leðri. Stærðir:
36-42. Verð: 12.900.
Teg. 2173 Vandaðir og mjúkir inni-
skór með hælkappa sem styður vel
við ökkla og hæl. Litir: rautt og svart.
Stærðir: 36-42. Verð: 12.500.
Teg. 983 Fallegir og þægilegir inni-
skór úr leðri. Litur: svart lakk.
Stærðir: 36-42. Verð: 11.600.
Komdu og líttu á úrvalið
hjá okkur!
Sími 551 2070.
Opið mán.-fös. 10–18,
laugardaga 10–14.
Góð þjónusta – fagleg ráðgjöf.
Sendum um allt land
www.mistyskor.is
Erum einnig á Facebook.
Vespur
Til sölu vespa
ZNEN ZN50 QT-C11
Árgerð 2013, ek. 41 km. Blá á
litinn. Götuskráð. Verð 180 þús.
Má skoða það.
Upplýsingar í síma 862 8980.
Húsviðhald
Tökum að okkur viðhald, við-
gerðir og nýsmíði fasteigna
fyrir fyritæki húsfélög og einstak-
linga. Fagmenn á öllum sviðum.
Tilboð/ tímavinna. S. 858 - 3373.
brbygg@simnet.is
Hreinsa þakrennur,
laga vatnstjón, ryð á
þökum og tek að mér
ýmis smærri verkefni
Uppl. í síma 847 8704
manninn@hotmail.com
Bátavélar - Bílalyftur -
Rafstöðvar o. fl.
Bátavélar - Bílalyftur - Rafsuðuvélar -
Utanborðsvélar - Vatnstúrbínur -
Varaaflsstöðvar 10-15-30 kw.
Kortalán.
Vélaverkstæði Holti
Sími 895-6662
www.holt1.is
Vélar & tæki
að taka pullurnar úr sófasettinu
og búa til hús undir borðstofu-
borðinu. Við notuðum puntið
hennar að vild í mömmó og fór-
um með eldhúsáhöldin út til að
drullumalla. Við hertókum
geymsluna og gerðum hana að
húsinu okkar og breyttum öllu
þar inni ef okkur þótti það henta
betur. Hún steikti bestu kleinur
í heimi og allir máttu borða eins
og þeir vildu, ef þær kláruðust
gerði hún nýjar í hvelli.
Svo mátti líka sofa uppi í hjá
henni og það var sko þess virði,
þrátt fyrir hrotur, því hvergi var
betra að vera en í ömmufangi.
Og sængurnar hennar voru þær
mýkstu sem ég veit um og alltaf
svo góð lykt af þeim. Þegar við
svo skriðum fram á morgnana
var eins og enginn hefði verið að
leik í húsinu. Allt var á sínum
stað og húsið hreint og fínt.
Amma lék oft litla flugu sem
skreið á hálsinum á okkur aft-
anverðum og ofan í hálsmálið.
Það kitlaði en var líka svo þægi-
legt. Þetta var eitt af hennar
einkennum sem hélst þrátt fyrir
að Alzheimers-sjúkdómurinn
væri búinn að ræna hana mörgu.
Hún mundi kannski ekki alltaf
hver við vorum en ef lítið barn
var með í för fór flugan af stað.
Amma var líka trúnaðarvin-
kona mín. Við deildum sárri
reynslu sem gerði okkur nánari
en nokkru sinni fyrr og svo gaf
hún mér góð ráð í ástarmálum.
Hún var líka traust og trú öllum
samferðamönnum sínum. Hún
átti oft erfitt og þurfti að hafa
fyrir lífinu en aldrei minntist
hún á það.
Hún talaði bara um góða
hluti. Hún sagði mér frá því
hvernig hægt væri að elska fólk
þrátt fyrir að eiga ekki skap
með því og þannig var einmitt
samband hennar og afa. Þrátt
fyrir að leiðir þeirra hefði skilið
þegar ég var bara smástelpa tal-
aði hún alltaf fallega um hann og
sagði mér við jarðarförina hans
að hún hefði aldrei hætt að elska
hann, þau hefðu talað saman
daglega undir það síðasta og að
hún upplifði sig sem syrgjandi
ekkju þrátt fyrir að hafa ekki
búið með honum svo árum
skipti.
Ég á eftir að sakna þín, elsku
amma mín, og aldrei mun ég
borða kleinu án þess að hugsa til
þín. Þú ert fyrirmyndin mín og
ég hlakka til þegar ég fæ að
verða amma því þá ætla ég að
gera allt eins og þú.
Hvíldu í friði, elsku amma
mín.
Þín
Anna Pála (Paula).
Þú gengin ert hugglöð á frelsarans
fund
og fagnar með útvaldra skara,
þar gleðin er eilíf, þar grær sérhver
und.
Hve gott og sælt við hinn hinsta
blund
útbreiddan faðm Guðs að fara.
Nú kveðja þig vinir með klökkva og
þrá
því komin er skilnaðarstundin.
Hve indælt það verður þig aftur að
sjá
í alsælu og fögnuði himnum á,
er sofnum vér síðasta blundinn.
(Hugrún)
Takk fyrir allt, elsku Erla.
Við áttum margar góðar stundir
saman og ég mun ylja mér við
góðar minningar um góða konu.
Þín
Hólmfríður (Día).
Erla Baldvinsdóttir varð ung
hluti af fjölskyldu okkar og bjó
fyrstu búskaparár sín undir þaki
tengdaforeldra sinna, Fannýjar
Kristínar Ingvarsdóttur og Gísla
Kristjánssonar á Akureyri, eftir
að þau Kristján Gíslason kynnt-
ust ung í Gagnfræðaskóla Ak-
ureyrar, þar sem hún var falleg-
ust allra stúlknanna í bekknum,
eins og hann sagði, og hann eina
ástin í lífi hennar, eins og hún
sagði þegar hann dó. Ung að ár-
um eignuðust þau fyrsta barn
sitt af fimm og síðan fylgdi Erla
Kristjáni gegnum þykkt og
þunnt í áratugi: frá Akureyri til
Siglufjarðar, Sauðárkróks, Vest-
mannaeyja og Eyrarbakka með
viðkomu í Reykjavík og Hafn-
arfirði. Að lokum var mælir
hans fullur og skekinn og þau
slitu samvistir, því að gæfa er
ekki sama og gjörvileiki, en
Kristján hafði um árabil átt
brigðulan vin sem sleppti ekki
takinu fyrr en allt var komið í
óefni.
Við minnumst Erlu Baldvins-
dóttur með virðingu og þakk-
læti. Hún var ekki aðeins falleg
kona og góð heldur dugandi
kona sem skilaði góðu lífsverki.
Við sendum samúðarkveðjur til
barna hennar og allra afkom-
enda.
Margrjet Gísladóttir
Ingvar Gíslason
María Gísladóttir
Ásdís Gísladóttir
Margrét Eggertsdóttir
Tryggvi Gíslason.
Þegar ég ásamt móður minni
og bróður fluttum að Háeyr-
arvöllum 44 á Eyrarbakka 1975,
féllum við strax inn í samfélag
góðra nágranna, suma höfðum
við þekkt lengi aðra skemur.
Erla var ein af þeim sem við
þekktum lítið en á því varð fljót-
lega breyting. Þó aldursmunur
væri mikill á mömmu og Erlu
urðu þær fljótt góðar vinkonur
og síðustu árin sem mamma lifði
leit Erla inn hjá henni flesta
daga. Eftir að ég flutti til
Reykjavíkur fannst mér gott að
vita af þessum heimsóknum
Erlu. Það var því varla tilviljun
þegar mamma varð fyrir því að
lærleggur hennar brotnaði, að
því er virtist vegna einhvers
galla í beini, þar sem hún stóð á
gólfinu, að Erla var stödd hjá
henni, horfði á það sem gerðist
og nota ég hér hennar lýsingu á
slysinu. Hún var svo Önnu syst-
ur og Helgu frænku, sem voru
þarna á næstu grösum, hjálpleg
við að annast mömmu og koma
henni undir læknishendur. Af-
leiðingarnar af þessu slysi
drógu mömmu til dauða.
Eftir fráfall mömmu hélt Erla
uppteknum hætti og leit inn hjá
Kalla bróður flesta daga. Á
þessum árum hitti ég Erlu oft
enda tíður gestur á Bakkanum á
meðan Kalli og mamma lifðu.
Það var einhvern veginn orðið
hluti af tilverunni að Erla birtist
inni á gólfi, hógvær og glæsileg
fékk hún sér sæti, og umræðu-
efnin voru ótæmandi. Það voru
einfaldlega engin leyndarmál og
allt uppi á borðinu eins og sagt
er stundum, sama hvort um fjöl-
skyldumál var að ræða eða bara
málefni samfélagsins á líðandi
stund og í persónulegum málum
ríkti samhugur í gleði og sorg.
Erla var fjölskylduvinur.
Svo breyttust ytri aðstæður,
Kalli bróðir deyr og um svipað
leyti flytur Erla til Vest-
mannaeyja, þar sem hún hafði
áður búið og átti því góða end-
urfundi við eyjarnar fögru. Eftir
það voru það helst jólakortin
sem sáu um samskiptin á milli
okkar. Ég heyrði síðast í Erlu
fyrir nokkrum árum þegar hún
hringdi í mig og lét mig vita af
að hún sá minningargrein sem
ég skrifaði um frænda minn,
hún vildi vera viss um að hún
tengdi hlutina rétt sem hún
gerði. Hvorugt okkar gat þá vit-
að að næstu fundir okkar yrðu í
þessum minningarorðum. Bjart-
ar minningar um góðan ná-
granna og traustan vin eru nú
það sem eftir stendur. Líf vakn-
ar og lífi lýkur, það er gangur
lífsins.
Við Eygló, Anna systir og
Ágúst mágur vottum aðstand-
endum Erlu, okkar innilegustu
samúð og biðjum þeim Guðs
friðar.
Ársæll Þórðarson.