Morgunblaðið - 22.05.2015, Page 35
Úr frændgarði Bjarna Más Gylfasonar
Bjarni Már
Gylfason
Guðrún Jóhannesdóttir
húsfr. á Hellissandi og í Rvík
Magnús Sigurðsson
sjóm. á Hellissandi og í Rvík,
fórst með bv. Jóni forseta 1928
Bjarni Magnússon
yfirvélstjóri hjá Landhelgisgæslunni
Ástríður Hannesdóttir
húsfr. í Rvík
Dóra Bjarnadóttir
B.Ed. í Garðabæ
Guðrún Jóhannesdóttir
húsfr. á Hellissandi og í Rvík
Hannes Friðsteinsson
skipherra í Rvík
Kjartan Magnússon
kaupm. í Rvík
Vilhjálmur Þór Kjartansson
rafeindaverkfr. í Rvík
Hannes Högni Vilhjálms-
son dósent við HR
Jóhannes Magnússon
kaupm. í Rvík
Skúli Jóhannesson
kaupm. í Tékkkristal
Vilhjálmur
Skúlason
verslunar- og
skrifstofum.
í Rvík
Unnur Birna
Vilhjálmsd.
fv. alheims-
fegurðar-
drottning
Rósbjörg Beck
húsfr. í Rvík
Edda Gunnarsdóttir
verslunarstj. í Rvík
Hannes Bjarnason
vélstj. í Rvík
Hildur Sveinsd.
viðskiptafr. í Rvík
Ágústa Hannesdóttir
starfsm. í Skálatúni
Gunnar Gunnarsson
viðskiptafr. og fram-
kvæmdastj. í Gbæ
Gunnar Ásbjörn
Bjarnason raf-
magnsverkfr. í Rvík
Alex Freyr
Gunnarsson
dansari
Ásthildur
Gunnarsdóttir stjórn-
málafræðingur
Guðmundur Geir
Gunnarsson
viðskiptafr. og fram-
kvæmdastj. í Rvík
Guðjón Geir
Guðmundsson
flugmaður og
skrifstofum. í Rvík
Marselíus Bern-
hardsson skip-
asmíðam. á Ísafirði.
Guðmundur
Marselíusson skipa-
smíðam. á Ísafirði
Sigríður Bernhards Guðmunds-
dóttir ljósmóðir í Rvík
Geirþrúður Anna Gísladóttir
verkakona í Rvík
Guðmundur Einarsson
vélstj. í Rvík, fórst með bv.
Braga við England 1940
Sigríður Guðmundsdóttir
kaupmaður í Rvík
Gunnar Bernhard
gull- og silfursmíðam. og
forstj. Bernhard í Rvík
Gylfi Gunnarsson
framkvæmdastj. í Garðabæ
Ragna Gunnarsdóttir
húsfr. á Akureyri og í Rvík
Guðjón Rósinkrans
Bernhardsson
gullsmiður á Akureyri og í Rvík
Kristín Marsellíus-
dóttir húsfr. í
Bolungarvík
Marselíus
Guðmundsson
fiskmatsmaður
Einar Guðmundsson
umboðsm. OLÍS í
Bolungarvík
Guðrún Beck
húsfr. í Rvík
Þórólfur Beck einn fremsti knattspyrnu-
maður Íslendinga fyrr og síðar
iðnaðarins sem er ákaflega fjölbreytt,
skemmtilegt og krefjandi starf. Í
grunninn snýst starfið um að vinna,
ásamt góðum hópi samstarfsmanna,
að bættum starfsskilyrðum um 1.300
fyrirtækja í margvíslegum iðnaði.
Daglegt líf mótast hins vegar af
fjölskyldunni. Ég er ákaflega vel
kvæntur. Við hjónin eigum fjögur
börn þannig að heimilishaldið er
fjörugt og krefjandi.“
Bjarni naut ferðalaga og útivistar á
æskuárunum. Hann á ótal minningar
um langa jeppatúra og tjaldferðir:
„Það hefur að mörgu leyti mótað mig
og mín áhugamál. Ég gekk í Hjálpar-
sveit skáta í Kópavogi 1995 og var
mjög virkur í því í 4-5 ár en síðan var
stækkandi fjölskylda tekin fram yfir
hjálparsveitarstarfið. Hins vegar
fann ég annan flöt með fararstjórn og
ég hef gripið í slík störf fyrir Ferða-
félagið reglulega frá 1997.“
Á síðustu árum hefur Bjarni Már
svo tekið hjólreiðar fram yfir eldri
áhugamál: „Ég hefði ekki trúað því
hvað hjólasportið næði miklum tök-
um á mér. Í árslok 2011 hóf ég að æfa
hjólreiðar skipulega og hef verið dug-
legur að keppa í flestum greinum
hjólreiða nema í fjallabruni. Ég æfi 8-
12 klukkustundir á viku, hjóla u.þ.b.
1.000 km á mánuði og keppi þegar ég
get. Ég sit í stjórn Hjólreiðafélags
Reykjavíkur og er á fullu að skipu-
leggja mót með skemmtilegu fólki.
Þetta er erfitt en það er hins vegar
frábær tilfinning að standa á fertugu
og vera í betra formi en nokkru sinni
fyrr. Vegna hjólreiðanna hef ég að
mestu lagt golfkylfunum, veiðistöng-
inni og haglabyssunni og er meira að
segja búinn að selja bassann en ég
var bassaleikari í hljómsveitinni
Krummafæti sem fæstir kannast
við,“ segir Bjarni Már og glottir.
Fjölskylda
Eiginkona Bjarna Más er Jóhanna
Vernharðsdóttir, f. 5.10. 1975, verk-
efnastjóri með MS-próf í stjórnun og
stefnumótun.
Börn Bjarna Más og Jóhönnu eru
Bergdís Bjarnadóttir, f. 21.9. 2000,
Steinar Bjarnason, f. 24.9. 2002,
Brynja Bjarnadóttir, f. 1.11. 2006, og
Rakel Dóra Bjarnadóttir, f. 14.12.
2011.
Bræður Bjarna Más eru Atli Gylfa-
son, f. 13.6. 1975, viðskiptafræðingur í
Reykjanesbæ, og Egill Gylfason, f.
4.9. 1975, lögfræðingur í Reykjavík.
Foreldrar Bjarna Más eru Gylfi
Gunnarsson, f. 13.6. 1955, fram-
kvæmdastjóri í Reykjavík, og Dóra
Bjarnadóttir, f. 27.5. 1957, kennari.
ÍSLENDINGAR 35
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. MAÍ 2015
L árus fæddist í Reykjavík22.5. 1903. Hann var sonurséra Sigurbjörns Á. Gísla-
sonar, ritstjóra og prests í Ási í
Reykjavík, og k.h., Guðrúnar Lár-
usdóttur, rithöfundar og alþm., sem
drukknaði ásamt tveimur dætrum
sínum í Tungufljóti er bifreið sem
þær voru í rann út í fljótið árið 1938.
Sigurbjörn var sonur Gísla Sig-
urðssonar, bónda í Glæsibæ í Sæ-
mundarhlíð og í Neðra-Ási í Hjalta-
dal, og Kristínar Björnsdóttur
húsfreyju, en Guðrún var dóttir Lár-
usar Halldórs Halldórssonar, pró-
fasts á Valþjófsstað í Fljótsdal og
síðar fríkirkjuprests og alþm. á
Kollaleiru í Reyðarfirði, og Kir-
stenar Katrine, af Knudsenætt,
dóttur Péturs Guðjohnsen, ættföður
Guðjohnsenættar.
Meðal systkina Lárusar voru
Gísli, forstjóri Grundar og Áss, Frið-
rik stórkaupmaður og Lára kennari,
móðir Einars Þorsteins Ásgeirs-
sonar, arkitekts og frumkvöðuls.
Lárus lauk stúdentsprófi frá
Menntaskólanum í Reykjavík 1922,
lauk cand. phil.-prófi við Kaup-
mannahafnarháskóla og stundaði
þar nám í eðlisfræði en hætti námi
og stundaði síðan ritstörf og blaða-
mennsku í Kaupmannahöfn til 1927,
lengst af hjá Berlingske Tidende.
Lárus hóf störf hjá Reykjavíkur-
bæ 1929, vann fyrst hjá bæjar-
gjaldkera en var skipaður minja- og
skjalavörður 1956.
Lárus samdi skáldsögu og a.m.k.
tvö leikrit, auk þess sem hann þýddi
fjölda leikrita. Hann var formaður
Leikfélags stúdenta og Leikfélags
Reykjavíkur og framkvæmdastjóri
þess um skeið.
Lárusar verður þó fyrst og fremst
minnst sem stofnanda Minjasafns
Reykjavíkur að Árbæ, fyrir for-
göngu að varðveislu Árbæjar og
stofnun Árbæjarsafns og fyrir að
bjarga fjölda merkra muna og minja
úr fortíð Reykjavíkur sem fæstir sáu
nokkur verðmæti í og annars hefðu
farið forgörðum.
Lárus lést 5.8. 1974 er borgarbúar
héldu þjóðhátíð vegna ellefu hundr-
uð ára afmælis landnáms í Reykja-
vík.
Merkir Íslendingar
Lárus Sig-
urbjörnsson
95 ára
Margrét Vilhjálmsdóttir
Ragnhildur Árnadóttir
90 ára
Jóhanna Guðbergsdóttir
Kristín Björnsdóttir
85 ára
Magni Kjartansson
Njáll Gunnarsson
Sigurlaug Pálsdóttir
80 ára
Haraldur Ellingsen
Helga Pálsdóttir
Jónas Sigurðsson
Kristín Rebekka
Einarsdóttir
Þorbergur B.
Guðmundsson
75 ára
Halldóra Ágústsdóttir
70 ára
Hallgrímur Jóhannesson
Hörður Gilsberg
Jóna Sigursteinsdóttir
Steinþór Bjarki Stefánsson
60 ára
Ásrún Atladóttir
Bjarney Guðmundsdóttir
Guðríður Kristinsdóttir
Jón Guðmundsson
Kjartan Kjartansson
Kristín K. Bjarnadóttir
Magnús Jónsson
Sigrún Bjarnadóttir
Vilberg Grímur Helgason
Þorleifur Eggertsson
50 ára
Agnes Finnsdóttir
Ammar Sharifa
Bára Kristjánsdóttir
Claudia Ilse Maria Hofmann
Elín Oddleifsdóttir
Eyrún Húnfjörð Árnadóttir
Guðbjörg Elsa Helgadóttir
Guðrún S. Róbertsdóttir
Harpa Hilmarsdóttir
Kjartan Sigurjónsson
Kristján Guðmundsson
Krzysztof Antoni
Szczesniak
Linda Rán Úlfsdóttir
Sigurlaug G Kristjánsdóttir
Sverrir Ágústsson
Þorgerður Guðrún Jónsdóttir
Þór Kristjánsson
40 ára
Agnes Brá Birgisdóttir
Alexandra Katharina Buhl
Auðunn Sigurður
Hermannsson
Árni Þráinsson
Davíð Kristjón Jónsson
Guðlaugur Jóhann
Jóhannsson
Gunnar Þorsteinsson
Ingibjörg Gestsdóttir
Íris Þórlaug Ármannsdóttir
Lars-Dean Hutt
Níels Carl Carlsson
Paula Gould
Una Björg Hjartardóttir
30 ára
Andrea Hilmarsdóttir
Anne Balanant
Artur Helmik
Dröfn Ragnarsdóttir
Gísli Már Árnason
Gunnar Örn Gunnarsson
Magdalena Maria Brzeska
Mariusz Kulesza
Marta Malwina Szmilyk
Sigbjörn Nökkvi Björnsson
Sigríður Harpa Jónsdóttir
Til hamingju með daginn
30 ára Hörður ólst upp í
Stykkishólmi, býr í
Reykjavík, er að ljúka
BSc-prófi í jarðfræði,
starfar við hellulagnir og
er starfsmaður á Hrafn-
istu.
Maki: Andrea Elsa
Ágústsdóttir, f. 1987, sál-
fræðingur.
Foreldrar: Hörður Harð-
arson, f. 1955, og María
Davíðsdóttir, f. 1957
hjúkrunarkona en þau
reka sveitakrána Kríuna.
Hörður Bjarni
Harðarson
30 ára Íris ólst upp á
Djúpavogi, býr í Reykjavík,
lauk BS-prófi í ferða-
málafræði og spænsku
og er í djasssöngnámi við
Tónlistarskóla FÍH.
Maki: Kolbeinn Einars-
son, f. 1984, sjómaður.
Foreldrar: Birgir Guð-
mundsson, f. 1955, út-
gerðarmaður hjá Bú-
landstindi á Djúpavogi, og
Anna Sigrún Gunnlaugs-
dóttir, f. 1958, skrif-
stofustjóri.
Íris Birgisdóttir
30 ára Bergþór ólst upp
á Seyðisfirði, býr í Kópa-
vogi, er að ljúka BA-prófi í
ensku við HÍ, stundar
nám í netagerð við FSS
og starfar hjá Thor-Net.
Maki: Hildur Inga Þor-
steinsdóttir, f. 1981, kenn-
ari.
Dóttir: Nína Björg Berg-
þórsdóttir, f. 2013.
Foreldrar: Þorsteinn
Rúnar Eiríksson, f. 1952,
og Sólveig Sigurðardóttir,
f. 1954.
Bergþór
Þorsteinsson
Fullkomnir fyrir sumarið!
Mikið úrval af
ungbarnaskóm
ECCO - KRINGLAN - SÍMI: 5538050
STEINAR WAAGE KRINGLAN & SMÁRALIND
WWW.SKOR.IS
Ecco Peekaboo
Stærðir: 19-26
Verð kr. 9.995
Ecco Mimic
Stærðir: 19-26
Verð kr. 10.995