Morgunblaðið - 22.05.2015, Síða 38

Morgunblaðið - 22.05.2015, Síða 38
38 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. MAÍ 2015 KOLAPORTIÐ kolaportid.is Næg bílastæði í Hörpu Einstök stemning í 26 ár Opið laugardag og mánud ag frá kl. 11-17 LOKAÐ HVÍTASUNNUDAG Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „Þetta er mjög stórt og mikið verk og krefjandi eftir því. En glíman hef- ur verið vel þess virði,“ segir hljóm- sveitarstjórinn Daníel Bjarnason um óperuna Peter Grimes eftir Benjam- in Britten sem Sinfóníuhljómsveit Íslands og Íslenska óperan flytja í tónleikauppfærslu í Eldborgarsal Hörpu í kvöld kl. 19.30. Í tilkynningu frá Listahátíð í Reykjavík segir meðal annars að verkið sé talið til helstu verka óp- erubókmenntanna og sé reglulega á fjölum helstu óperuhúsa heims. Óperan er samtímaverk, samin árið 1945 og er byggð á samnefndu harmljóði Georgs Crabbe frá upp- hafi 19. aldar. Sögusviðið er Íslend- ingum vel kunnugt, sjávarþorp þar sem lífsbarátta íbúanna er samofin hverfulleika hafsins. Skipstjórinn Peter Grimes verður fyrir þeirri ógæfu að tveir ungir piltar sem hann ræður sér til aðstoðar týna lífinu hvor á eftir öðrum. Í kjölfarið er Gri- mes afneitað af bæjarbúum, með átakanlegum afleiðingum. Flutning- urinn á Peter Grimes er fyrsta sam- starfsverkefni Sinfóníuhljómsveitar Íslands, Íslensku óperunnar, Hörpu og Listahátíðar í Reykjavík. Spurður hvernig hann hafi undir- búið sig fyrir flutninginn segir Daní- el nauðsynlegt að setja sig vel inn í verkið og reyna að skilja það. „Sem hljómsveitarstjóri þarf maður að kafa ofan í músíkina og textann til að læra verkið mjög vel. Maður þarf að hafa skoðun á tónlistinni og ástríðu fyrir henni,“ segir Daníel og tekur fram að það sé mjög auðvelt í tilfelli Peter Grimes. „Því þetta er algjört meistaraverk og það er ekki erfitt að finna neistann þegar maður skoðar þetta verk.“ Britten var aðeins 32 ára þegar hann samdi verkið og því liggur beint við að spyrja Daníel hvort erf- itt sé að trúa því að svo ungur maður geti samið jafnmikið stórvirki. „Það er magnað að hann hafi ekki verið eldri þegar hann skrifaði verkið og segir ýmislegt um hann sem tón- skáld og hans snilligáfu. Ekki það að það skipti máli á hvaða aldri tón- skáld eru þegar þeir skrifa snilld- arverk – það er hálfgert aukaatriði. En Peter Grimes er í raun fyrsta al- vöru óperan sem Britten skrifaði og það er magnað að hann hafi náð jafn- góðum tökum og haft svona góða til- finningu fyrir þessu flókna formi sem óperan er í fyrstu atrennu sinni.“ Við lánsöm að fá Skelton Aðspurður segist Daníel binda vonir við að hægt verði að setja Pet- er Grimes upp sem sviðsverk hér- lendis en ekki bara sem tónleika- uppfærslu. „Það væri rosalega gaman að sjá þessa óperu á sviði hérlendis, en þetta er fyrsta skrefið í því að kynna þessa óperu fyrir Ís- lendingum,“ segir Daníel. Hann ber samstarfsfólki sínu afar vel söguna. Með hlutverk skipstjórans Peters Grimes fer tenórinn Stuart Skelton, sópraninn Judith Howarth syngur hlutverk Ellenar Orford og barítón- inn Ólafur Kjartan Sigurðarson fer með hlutverk Balstrode. „Við vorum svo lánsöm að fá til okkar Stuart Skelton sem margoft hefur sungið þetta hlutverk. Skelton er Peter Grimes – hann á þetta hlut- verk,“ segir Daníel og bendir á að raddlega sé hlutverkið býsna krefj- andi. „Auk þess sem það er sál- fræðilega krefjandi,“ segir Daníel og tekur fram að Skelton sé í karakter alla tónleikana þó hann sé ekki með búning eða mikla sviðsmynd. „En það er búið að ramma tónleikana mjög fallega inn þannig að þetta verður meira en hefðbundin tón- leikauppfærsla.“ „Þetta er algjört meistaraverk“ Morgunblaðið/Árni Sæberg Hljómsveitarstjórinn „Þetta verður meira en hefðbundin tónleikauppfærsla,“ segir Daníel Bjarnason.  Peter Grimes eftir Benjamin Britten flutt í Eldborgarsal Hörpu í kvöld Listahátíð í Reykjavík 2015 „Ég er lengi búinn að hlakka til að takast á við Balstrode,“ segir Ólafur Kjartan Sigurðarson sem á tón- leikum kvöldsins glímir við Balst- rode í fyrsta sinn á ferlinum, en snemma á næsta ári syngur hann hlutverkið á sviði í uppfærslu Óp- erunnar í Saarbrücken í Þýskalandi sem Brigitte Fassbaender leikstýrir. „Þetta er eitt af þessum barítón- hlutverkum sem menn í mínu fagi bíða gjarnan eftir að fá að syngja,“ segir Ólafur Kjartan sem einbeitt hefur sér að óperum eftir Wagner og Verdi á undanförnum árum. „Balst- rode passar þar vel inn í, því radd- lega þarf maður að hafa burði dramatísks barítóns til að syngja þetta hlutverk,“ segir Ólafur Kjartan. við flutning Kindertotenlieder eftir Mahler með Sinfóníuhljómsveit Ís- lands í Hörpu. „Ég hlakka mikið til, því það er fátt skemmtilegra en að koma heim og syngja.“ Hann fer lofsamlegum orðum um samstarfsfólk sitt. „Kollegarnir á sviðinu eru ekki af verri endanum – hvort heldur þeir koma fljúgandi með flugvél eða keyrandi í bíl. Ég er alveg gapandi yfir hæfileikum þeirra og vil sérstaklega nefna Daníel Bjarnason. Hann stjórnaði mér í Rigoletto sem var kveðjusýning Ís- lensku óperunnar í Gamla bíó 2010. Ég leyni því ekki að ég var mjög hrif- inn af honum sem hljómsveit- arstjóra þá, en ég er algjörlega orð- laus núna. Ég er fullur lotningar yfir þeim framförum sem hann hefur tekið sem hljómsveitarstjóri. Hann er snillingur þessi drengur.“ Þess má geta að þeir Ólafur Kjartan og Daníel munu vinna aftur saman í nóvember „Gapandi yfir hæfileikum“ ÓLAFUR KJARTAN SYNGUR BALSTRODE Í FYRSTA SINN Í ham Ólafur Kjartan á æfingu í Hörpu. Sýningin Saga – Þegar myndir tala verður opnuð í Listasafni Íslands klukkan 18 í dag, föstudag. Á sýn- ingunni, sem er framlag safnsins til Listahátíðar í Reykjavík, má sjá val- in verk fjölda íslenskra samtíma- myndlistarmanna auk nokkurra er- lendra er endurspegla frásagnar- þáttinn í íslenskri sjónmenningu. Sýningin var fyrst sett upp í fyrra í Kunsthalle í Reclinghausen í Þýska- landi. Verkin eru valin af þýskum sýningarstjóra, Norbert Weber, og endurspeglar valið þá sýn á íslenska menningu sem hið glögga gestsauga getur veitt. Auk Weber er Halldór Björn Runólfsson sýningarstjóri- .Verkin eru eftir Björk Guðmunds- dóttur, Dieter Roth, Erró, Gabríelu Friðriksdóttr, Helga Þorgils Frið- jónsson, Hrafnkel Sigurðsson, Huldu Hákon, Jóhannes S. Kjarval, Kristleif Björnsson, Ólaf Elíasson, Ólöfu Nordal, Ósk Vilhjálmsdóttur & Önnu Hallin, Ragnar Kjart- ansson, Sigurð Guðmundsson, Stein- grím Eyfjörð og Þórð Ben Sveins- son. Frásagnarþátturinn Hluti málverksins Blá tónlist eftir Helga Þorgils Frið- jónsson. Fjölbreytileg verkin á sýningunni eru valin af Norbert Weber. Saga – Þegar myndir tala í Listasafninu

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.