Fréttablaðið - 10.07.2015, Qupperneq 2
10. júlí 2015 FÖSTUDAGUR| FRÉTTIR | 2
STJÓRNMÁL Sigmundur Davíð
Gunnlaugsson forsætisráðherra
segir að samstaða sé um það milli
sín og Jean-Claude Juncker, for-
seta framkvæmdastjórnar Evr-
ópusambandsins, að Ísland og Evr-
ópusambandið geti byggt farsæl
samskipti á grundvelli EES-samn-
ingsins og eflt hann. Þeir funduðu
saman í Brussel í gær.
Sigmundur segir að þegar
hann hitti Barroso, forvera
Junckers, árið 2013 hafi Bar-
roso eðlilega farið fram á það að
þeir byrjuðu að ræða framtíðina
í samskiptum Íslands og ESB.
Fulltrúar Íslands myndu byrja á
að gera grein fyrir afstöðu sinni
til sambandsins og hvað yrði um
aðildarumsóknina.
„Nú er loks búið að fá það á
hreint og Evrópusambandið og
Ísland á sömu síðu hvað það varð-
aði. Við gætum þá farið að byggja
upp samband Íslands og ESB á
þeim grunni,“ segir Sigmundur
Davíð í samtali við Fréttablaðið.
Hann segir að þeir Juncker hafi
rætt nokkur svið þar sem Ísland
og ESB gætu átt samstarf. Þar
hafi ekki síst borið á góma norður-
slóðamál, þar sem Evrópusam-
bandið sækist eftir áheyrnaraðild
að norðurskautsráðinu.
„Við ræddum líka talsvert um
sjávarútvegsmál, fiskveiði stjórn-
unarkerfið og orkumál.“
Sigmundur Davíð mun í dag
ræða við Donald Tusk, forseta
leiðtogaráðs Evrópusambandsins,
en líka kynna sér starfsemi Eftir-
litsstofnunar EFTA. - jhh
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er staddur í Brussel að ræða við forystumenn Evrópusambandsins:
Ræddi orku- og auðlindamál við Juncker
RÁÐHERRA Sigmundur Davíð segir
að fundurinn með Juncker hafi verið
afslappaður og góður. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
SKIPULAGSMÁL Landsbankinn hyggst reisa nýjar
16.500 fermetra höfuðstöðvar við Austurhöfn
Reykjavíkur.
Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, segir
að með flutningunum geti bankinn sparað sér um
700 milljónir króna á ári í ódýrari rekstarkostnað.
„Þegar við sjáum það að við getum sparað gríðar-
lega fjármuni þá þurfum við að gera það. Núverandi
staða er raunverulega sóun,“ segir Steinþór. Lands-
bankinn er nú með starfsemi í 29 þúsund fermetrum
á höfuðborgarsvæðinu og því segir Steinþór að hús-
næði bankans muni minnka um nærri helming.
Áætlaður kostnaður við framkvæmdina með
lóðarkaupum er átta milljarðar króna. Landsbank-
inn ráðgerir að framkvæmdin borgi sig upp á ára-
tug en við flutningana verða eignir seldar fyrir um
milljarð króna.
Stefnt er að því að 2.500 fermetrar af nýja hús-
næðinu verði nýttir undir aðra starfsemi. „Það er
nú hugsunin hjá okkur að á jarðhæðinni geti verið
verslun og þjónusta fyrir almenning,“ segir Steinþór.
Steinþór segir að efna eigi til samkeppni um
hönnun byggingarinnar í ágúst. Þá sé stefnt á að
framkvæmdir hefjist við bygginguna um áramótin
2016 til 2017. Starfsemi Landsbankans flytji svo í
nýju höfuðstöðvarnar árið 2017. - ih
Bankastjóri Landsbankans segir að sparað verði með nýjum höfuðstöðvum:
Nýjar höfuðstöðvar við höfnina
NÚVERANDI HÖFUÐSTÖÐVAR Landsbankinn hefur efnt til
hugmyndasamkeppni um hvað gera eigi við húsnæði Lands-
bankans við Austurstræti. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
VEÐUR
SJÁ SÍÐU 22
Norðaustan 3-10 m/s. Dálítil úrkoma N-
og A-lands og napurt veður en skýjað með
köflum SV til og hiti allt að 15 stigum.
Búast má við norðaustan hvassviðri seint
annað kvöld sunnan Vatnajökuls og á
Austfjörðum.
VIÐSKIPTI „Ég er búinn að fara á
hvern einasta sveitabæ á land-
inu og þræða götur hvers einasta
kaupstaðar á landinu nokkrum
sinnum,“ segir Sigurður Grétar
Jökulsson ísbílstjóri.
Sigurður er með meistara-
gráðu í viðskiptafræði auk
kennsluréttinda. Hann hefur
ekið Ísbílnum í tíu ár, eða síðan
árið 2005, en gegnir einnig
stöðu sölustjóra hjá fyrirtækinu.
„Þegar ég var búinn með skól-
ann þá leið mér svo vel í þessu.
Sæmilegar tekjur og skemmtileg
útivera.“
Ísbíllinn, í þeirri mynd sem
hann er í nú, hefur ekið um sveit-
ir landsins í 21 ár, eða frá árinu
1994. Flestir Íslendingar kann-
ast við að heyra bjölluhljóminn í
Ísbílnum í þorpum á landsbyggð-
inni. Færri gera sér þó grein
fyrir því að Ísbíllinn fer víðar
en í þéttbýli.
„Ég er búinn að keyra yfir Kjöl
á bílnum. Ég hef líka farið í Kerl-
ingarfjöll og á Hveravelli. En það
er meira svona til gamans gert,“
segir Sigurður. Hann tekur fram
að alls staðar séu viðskiptatæki-
færi. Allir vilji ís.
Breytingar hafa orðið á rekstri
ísbílsins þau tíu ár sem Sigurður
hefur starfað í faginu. Þegar
hann hóf störf keyrði Ísbíllinn
ekki um höfuðborgarsvæðið,
eins og hann gerir nú. Þá voru
líka notaðar strauvélar fyrir
greiðslukort í stað posa.
Sigurður segir að hver bílstjóri
hafi sitt uppáhaldslandsvæði.
„Ég hef voðalega gaman af Vest-
fjörðunum. Þar er bæði skemmti-
legt fólk og stórbrotin náttúra.“
„En það eru margir staðir sem
ég hef mjög gaman af að keyra.
Það er mjög fallegt á Snæfells-
nesinu og Austfirðirnir eru að
sjálfsögðu stórbrotnir.“
Líf ísbílstjóranna er þó ekki
alltaf eintómur dans á rósum.
Stundum kemur fyrir að þeir
mæta foreldrum með bókstaf-
lega allt á hornum sér. „Ís er
að sjálfsögðu fyrir alla aldurs-
hópa. En Það eru einhverjir sem
kvarta yfir því að maður sé að
æsa krakkana. Þá svarar maður
því að það hljóti að vera alveg
skelfilegt að krakkarnir ráði sér
ekki fyrir kæti,“ segir Sigurður.
„Það hefur komið fyrir að gleði
krakkanna er ekki alveg í takt
við foreldrana. En það er alveg
hverfandi.“ Eftir sem áður eru
foreldrar stærsti kúnnahópur
Ísbílsins.
Starf ísbílstjórans er gefandi
en ekki fjölskylduvænt. „En við
erum í starfi til að gleðja og þjón-
usta,“ segir Sigurður að lokum.
snaeros@frettabladid.is
Keyrir Ísbílinn um
óbyggðir landsins
Að keyra Ísbílinn er ekki fjölskylduvænt starf. Kostir starfsins eru þó mikill fjöldi
fólks sem bílstjórarnir hitta og stórbrotin náttúrufegurð. Fáir vita að Ísbíllinn
býður upp á sykurlausan ís og laktósafrían fyrir fólk og börn með mjólkuróþol.
BÍLSTJÓRINN Sigurður Grétar Jökulsson nýtur þess að keyra ísbílinn.
FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Ég er búinn að
keyra yfir Kjöl
á ísbílnum. Ég hef
líka farið í Kerlingafjöll
og á Hveravelli.
Sigurður Grétar Jökulsson
ísbílsstjóri.
Smiðjuvegi 2, Kóp - S. 554 0400 Opið til kl. 16 á laugardag
VELDU
GRILL
SEM EN
DAST
OG ÞÚ
SPARA
R
Landmann gasgrill
Avalon 4ra brennara
18,7
KW
NEYTENDUR Neytendastofa hefur
ákvarðað að vefverslunin Define
the line skuli greiða 50 þúsund
krónur á dag í sekt þar til upp-
lýsingar á síðunni verði lagaðar.
Neytendastofa hafði gert
athugasemdir við rekstraraðila
síðunnar, LBS ehf., um að full-
nægjandi upplýsingar um selj-
anda vantaði á vefsíðuna. Sam-
kvæmt lögum eiga vefverslanir
að veita ítarlegar upplýsingar
um sig þannig að neytendum sé
ljóst hverja þeir eru að eiga við-
skipti við. Í málinu gerði Neyt-
endastofa einnig athugasemdir
við að ekki væri veittur lögbund-
inn 14 daga skilafrestur. - ibs
Ákvörðun Neytendastofu:
Vefverslun
greiði dagsektir
SUÐUR-SÚDAN Seðlabanki Suð-
ur-Súdan setti suðursúdanska
mynt í umferð í fyrsta sinn í
gær. Fram til þessa hafa einung-
is seðlar verið í umferð og hafa
kaupmenn þurft að námunda öll
verð að heilli tölu. Seðlabankinn
setti í gær tíu, tuttugu og fimm-
tíu píastera mynt í umferð, en
hvert suður súdanskt pund er eitt
hundrað píaster. Á næstu dögum
mun svo eins og tveggja punda
mynt fara í umferð.
Myntirnar eru skreyttar með
vísun í suðursúdanska menningu
og má á þeim finna nashyrning,
gíraffa og hefðbundinn afrískan
skjöld. - þea
Fyrstu smápeningarnir:
Suður-Súdanar
slá nýja mynt
VÍSINDI Harrison Schmitt er einn örfárra íbúa jarðar sem gengið hafa
á tunglinu. Schmitt var einn þriggja í áhöfn Appollo 17 sem skotið
var á loft í lok árs 1972. Schmitt talaði um ferð sína í Háskólanum í
Reykjavík í gær. „Þetta var stórkostleg reynsla sem mér er mikill
heiður að hafa notið. Einnig vegna þess að ég er jarðfræðingur sem
fékk að rannsaka fallegan dal á tunglinu sem enginn hafði rannsakað
áður. Þannig að þetta var mikið tækifæri,“ sagði Schmitt.
Við það tilefni veitti Hr. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands,
Schmitt könnunarverðlaun Leifs Eiríkssonar. - sa, hmp
Harrison Schmitt fór yfir ferð Appollo 17 til tunglsins:
„Lyktar alveg eins og byssupúður“
GLATT Á HJALLA Vel fór á með forsetanum og tunglfaranum í HR í gær.
0
3
-1
2
-2
0
1
5
2
3
:0
0
F
B
0
5
6
s
_
P
0
5
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
5
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
0
2
K
_
N
Ý.
p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
0
2
K
_
N
Ý.
p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
7
5
3
-9
A
3
C
1
7
5
3
-9
9
0
0
1
7
5
3
-9
7
C
4
1
7
5
3
-9
6
8
8
2
8
0
X
4
0
0
1
B
F
B
0
5
6
s
_
9
_
7
_
2
0
1
5
C
M
Y
K