Fréttablaðið - 10.07.2015, Page 21
Verður sárt saknað
Tískuhönnuðurinn Donna
Karan hefur verið ákaf-
lega vinsæl hjá konum um
allan heim. Hennar verður
sárt saknað nú þegar hún
hættir.
SÍÐA 4
Kennir á
orf og ljá
Örnámskeið í orf-
slætti er eitt af því
fjölmarga sem er í boði
á Hvanneyrarhátíð á
morgun.
SÍÐA 2
Þegar Tinna var beðin um að gefa lesendum góða helgaruppskrift stakk hún upp á nautasteik með
bernaise-sósu. Sá réttur er alltaf vinsæll
á sumrin þegar hægt er að grilla úti.
Tinna hefur haldið úti matarbloggi í
rúm tvö ár og hefur fengið mjög góð
viðbrögð við síðunni. Hún hefur verið
dugleg að baka kökur fyrir löggurnar á
vaktinni og hefur fengið mörg stig fyrir
það. Tinna á ættir að rekja til Ísafjarðar
en býr annars á höfuðborgarsvæðinu.
NAUTASTEIK MEÐ BERNAISE
Fyrir 4
Nautasteikur
1 kg nautalund eða nautafilet
3-4 msk. smjör
Sjávarsalt
Svartur pipar
Skerið nautakjöt í 250 g steikur og brúnið
báðar hliðar upp úr smjöri á mjög heitri
pönnu þar til stökk húð hefur myndast.
Eldið nautasteikurnar í ofni við 160°C í 20-30
mínútur eða þar til réttum kjarnhita hefur
verið náð. Ég kýs að hafa steikina mína
vel eldaða og hef kjarnhitann um 68-70°C.
Kryddið nautakjötið með sjávarsalti og pipar
og látið standa í nokkrar mínútur.
Bernaise-sósa
4 eggjarauður
2 msk. vatn
425 g brætt smjör
2½ msk. ferskt tarragon
1½ til 2 msk. bernaise-essence
2-3 tsk. nautakraftur
Sjávarsalt
Svartur pipar
Setjið eggjarauður og vatn í skál og þeytið
með pískara yfir heitu vatnsbaði þar til
blandan verður létt og ljós. Athugið þó að
eggjarauðurnar mega alls ekki eldast heldur
bara þykkna örlítið. Gott er að nota skál úr
stáli því hún leiðir hitann vel.
Hellið bræddu smjöri út í eggjarauðurnar í
mjórri bunu og þeytið vel á meðan. Saxið
ferskt tarragon smátt og hrærið saman við.
Smakkið sósuna til með bernaise-essence,
nautakrafti, sjávarsalti og svörtum pipar.
Farið varlega í saltið því smjörið og kjötkraft-
urinn gera sósuna salta. Ég nota nautakraft í
duftformi frá Oscar.
SUMARSALAT
1 poki blandað salat
½ mangó
1 lárpera
1 lítil askja jarðarber
1 appelsínugul paprika
½ agúrka
120 g kasjúhnetur
½ til 1 krukka fetaostur
Setjið blandað salat í fallega salatskál.
Afhýðið mangó og lárperu og fjarlægið
steininn. Skerið í hæfilega stóra bita ásamt
jarðarberjum, papriku og agúrku. Setjið
niðurskorna ávextina og grænmetið í salat-
skálina og sáldrið kasjúhnetum og fetaosti
yfir. Veltið öllu saman við salatblöðin og
berið fram.
elin@365.is
LÖGREGLUKONA
BÝÐUR UPP Á STEIK
MATGÆÐINGUR Tinna Björg Friðþórsdóttir er mikill matgæðingur og bloggar
um mat. Hún stundar nám í lögfræði en starfar nú sem lögreglumaður á Ísafirði.
GIRNILEGT Hvað er
betra en góð nautasteik
á sumarkvöldi?
LÖGGAN Tinna Björg starfar sem lögreglumaður á Ísafirði í sumar. Löggurnar
þar eru heppnar því Tinna hefur líka gaman af því að baka og kemur stundum
með góðar kökur í vinnuna. MYNDIR/EINKASAFN
SUMARSALAT Mjög
ljúffengt sumarsalat úr
smiðju Tinnu Bjargar.
BETRI NÆRING
HREIN GÆÐI
EINSTÖK VIRKNI
Vítamín og bætiefni
sem næringarþerapistar
mæla með.
Solaray Ísland á Facebook
HLUSTAÐU
HVAR SEM ER,
HVENÆR SEM ER
#BYLGJANBYLGJAN989
ÍVAR GUÐMUNDS
ER Í LOFTINU
MILLI KL. 10:00 - 13:00ALLA VIRKA DAGA
0
3
-1
2
-2
0
1
5
2
3
:0
0
F
B
0
5
6
s
_
P
0
3
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
3
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
2
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
2
4
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
7
5
5
-D
B
E
C
1
7
5
5
-D
A
B
0
1
7
5
5
-D
9
7
4
1
7
5
5
-D
8
3
8
2
8
0
X
4
0
0
8
A
F
B
0
5
6
s
_
9
_
7
_
2
0
1
5
C
M
Y
K