Fréttablaðið


Fréttablaðið - 10.07.2015, Qupperneq 32

Fréttablaðið - 10.07.2015, Qupperneq 32
Lífi ð SMÁFORRIT Sofðu rótt Deep sleep with Andrew Johnson Fyrir þá sem eiga erfitt með að sofna í sumarbirtunni eða vilja venja sig á að fara fyrr í bólið er Deep Sleep-appið eitthvað sem er vert að skoða. Þetta er leidd hug- leiðsla sem svæfir þig og róar á örskotsstundu. Það er mikilvægt að gefa appinu tækifæri í nokkur skipti og vera ekki óþolinmóður frá fyrsta degi. Þegar búið er að venj- ast appinu geturðu sofnað hvar og hvenær sem er, þvílíkur draumur! Hópurinn: Barnavörur til sölu Það eru fjölmargir hópar á Face- book og einkar vinsælir eru hópar þar sem hægt er að kaupa og selja ýmsan fatnað og muni. Hóp- urinn Barnavörur til sölu er mjög sniðugur fyrir verðandi foreldra og þá sem þurfa að losna við barna- dót, stórt sem smátt. Hægt er að gera kostakaup á öllum helstu nauðsynjum og munaði, svo sem vagni, kerru, leikteppum, leikföng- um og stólum fyrir ung börn og sumir seljendur taka við tilboð- um. Ef þig vantar ákveðna vöru getur þú einnig auglýst eftir henni þarna. Fyrir sælkerann í þér www.pinterest.com/The- desserts Ef þú ert fyrir sætabrauð og kökur þá er þetta Pinterest-borð himna- sending. Hér er allt dísætt og því er best að taka fram hveitið og sykurinn, brjóta eggin, bræða smjörið, hita ofninn og stinga hrærivélinni í samband, nú skal vippa fram kræsingum. Hér má finna allt frá smákökum til sæta- brauðs, frá hnallþórum í brúnkur, ávaxtatertum til sælgætisstykkja og endalaust um þematengda mola og muffur. Á Vísindavefnum geta lesendur sent inn spurningar um allt milli himins og jarðar og fengið svar frá fremstu sérfræðing- um hér á landi. Ef þig vantar upplýs- ingar um eitthvað málefni þá er gott að byrja á því að leita hjá Vísindavefnum. Vefurinn hefur verið starfræktur í 15 ár og tekur á öllum málefnum er tengjast vísindum á einn eða annan hátt. Ef þig þyrstir í svar við því hvort hægt sé að kveikja í prumpi, hvað gerist ef þú drekkur sjó eða hvort kakkalakkar séu langlífustu verur á jörðinni þá er svarið að finna á Vísindavefnum. VÍSINDAVEFURINN HEILL HAFSJÓR AF FRÓÐLEIK Lofthradi.is Sími 1817 MEIRI HRAÐI Í BÚSTAÐINN MEIRI HRAÐI Allt að 30 Mb/s hraði. STÖÐUGRA SAMBAND Mikil notkun truflar ekki aðra viðskiptavini. INNLENT NIÐURHAL INNIFALIÐ Allt innlent niðurhal er innifalið. Athugaðu hvort að þú getir fengið Lofthraða í bústaðinn þinn, kynntu þér málið á lofthradi.is 0 3 -1 2 -2 0 1 5 2 3 :0 0 F B 0 5 6 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 7 5 5 -6 5 6 C 1 7 5 5 -6 4 3 0 1 7 5 5 -6 2 F 4 1 7 5 5 -6 1 B 8 2 8 0 X 4 0 0 6 B F B 0 5 6 s _ 9 _ 7 _ 2 0 1 5 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.